Virkjum kraft kvenna

Fimmtudaginn 11. janúar 2007 verður blásið til námsstefnu á Hótel Nordica um konur, stjórnun og setu í stjórnum fyrirtækja.
Það eru Samtök atvinnulífsins, Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið og Félag kvenna í atvinnurekstri sem standa að námsstefnunni.

Móttaka gesta hefst með morgunverði klukkan 8:00 en formleg dagskrá hefst klukkan 8:30 og verður lokið klukkan 11:30. Námsstefnustjórar verða Þór Sigfússon forstjóri Sjóvá og Þóranna Jónsdóttir framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Vistor.

Þáttökugjald er 2.500 krónur og er morgunverður innifalinn. Nánari dagskrá auglýst síðar en áhugasamir geta nú þegar skráð þátttöku á vef SA.