Vísindaskóli unga fólksins heimsækir Jafnréttisstofu

Í dag komu krakkar úr Vísindaskóla unga fólksins í heimsókn á Jafnréttisstofu. Hópurinn hafði fengið það verkefni að vinna frétt um starfsemi stofnana að Borgum á Akureyri. Því var kjörið að taka viðtal við framkvæmdastýru Jafnréttisstofu og spyrja hana um dagleg verkefni, hlutverk jafnréttislaga og ræða stuttlega um stöðu karla og kvenna á Íslandi. 

Krakkarnir vinna síðan efnið úr viðtölum í þátt sem sýndur er í Vísindaskólandum. Tilgangur skólans er að veita krökkum tækifæri til að læra um málefni sem tengjast réttindum barna, heilsu, tækni, fjölmiðlum og umhverfismálum. Vísindaskólinn er nú starfræktur í annað sinn við Háskólann á Akureyri.