Vitið þér enn eða hvað? - Samtal um rætur

Fólkvangur um norrænar rætur verður haldinn á Akureyri dagana 19.-21. júní nk.  Fólkvangurinn er  fjölþjóðleg ráðstefna með ótal hliðarviðburðum þar sem fjallað verður, frá sjónarhóli kvenna, um rætur, bæði þær djúpu og fornu sem tengjast út um heim, en einnig þær sem liggja grunnt í íslenskum dölum og ströndum.  Í tengslum við Fólkvanginn, verður boðið upp á ýmiss konar viðburði sem verða í höndum fræðimanna og listafólks: vinnustofur, listviðburði, ritúöl, sýningar og kynningar. Sumar vinnustofurnar eru á ensku, aðrar á íslensku eða óháðar tungumálum. 

 
Jafnréttisstofa verður með vinnustofu á ráðstefnunni mánudaginn 20. júní í AkureyrarAkademíunni.  Málstofan ber heitið: Í framtíðarlandinu - um framtíð okkar og tengsl náttúrunnar og menningararfs kvenna. 

Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar og skráningu er að finna hér.
Þeir aðilar sem standa fyrir ráðstefnunni eru: Mardöll – félag um menningararf kvenna í samstarfi við AkureyrarAkademíuna, Jafnréttisstofu, Norrænu upplýsingaskrifstofuna, Listasumar, Handraðann, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Minjasafnið á Akureyri, Vanadís o.fl.