Jafnlaunastaðfesting: Kynningarfundur fyrir ráðgjafa

Jafnlaunastaðfesting er staðfesting Jafnréttisstofu á því að lögð hafi verið fram gögn sem sýna fram á það, með fullnægjandi hætti, að launakerfi fyrirtækisins eða stofnunarinnar og framkvæmd þess mismuni ekki í launum á grundvelli kyns.

Á fundinum verður kynning á því hvað felst í jafnlaunastaðfestingu. Farið verður yfir þær kröfur sem gerðar eru til fyrirtækja og stofnana um gagnaskil til að öðlast jafnlaunastaðfestingu og mat Jafnréttistofu á gögnunum. Góður tími verður til fyrirspurna og umræðna.

Markhópur: Ráðgjafar sem vinna umsókn um jafnlaunastaðfestingu fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Fundurinn fer fram á Teams þriðjudaginn 15. nóvember frá kl. 11:00-12:00.

Skráning á fundinn hér.