Jafnréttislöggjöfin og málsmeðferð stjórnvalda í málum kvenna á flótta

English below
Valgerður Guðmundsdóttir (hún) lektor við Háskólann á Akureyri verður með fyrirlestur um samspil hinnar íslensku jafnréttislöggjafar og málsmeðferð íslenskra stjórnvalda í málum kvenna sem sækja um alþjóðlega vernd. Í fyrirlestrinum verður farið yfir ákveðin ákvæði í jafnréttislöggjöfinni sem viðkoma ákvarðanatöku stjórnvalda og hvernig og hvaða áhrif þau gætu, eða eiga, að hafa á málsmeðferð stjórnvalda sem varða umsóknir um alþjóðlega vernd. Jafnframt verður farið yfir hefðbundið ákvarðanatökuferli hjá Útlendingastofnun, miðað við opinberar upplýsingar, og hvaða áhrif skyldur íslenska ríkisins þegar kemur að kynjajafnrétti gætu haft á hana.
Viðburður verður í stofu M101 í Háskólanum á Akureyri og í streymi.
Hægt er að panta táknmálstúlkun á viðburði Jafnréttisdaga með tölvupósti á adstodarmenn@hi.is.
___________
Valgerður Guðmundsdóttir (she), Assistant Professor at the University of Akureyri, will be giving a lecture about the interplay between the gender equality legislation in Iceland and the administrative procedures concerning applications from women seeking international protection in Iceland. The lecture will also cover certain articles in the gender equality legislation that are relevant to the authorities decision-making processes and how and to what extent they could, or should, have an effect on the procedural aspects of cases concerning international protection. The Directorate of Immigration‘s traditional decision-making process, according to public information, will also be discussed, and what possible effects the Icelandic state‘s obligations concerning gender equality could have on it.
The event will be onsite in classroom M101 in the University of Akureyri and online.
The lecture will be conducted in Icelandic.