Lög og reglugerðir

Jafnréttisstofa annast stjórnsýslu á sviði jafnréttismála í samræmi við eftirtalin lög:

Hlutverk Jafnréttisstofu er skilgreint í 4. gr.  laga um stjórnsýslu jafnréttismála nr. 151/2020.

Á Íslandi eru fleiri lög sem tryggja jafnrétti kynja:

  • Lög um fæðingar- og foreldraorlof nr. 144/2020 hafa það að markmiði að „tryggja barni samvistir við báða foreldra“ og er þeim „ætlað að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf.“ Þeim réttindum sem fólki eru tryggð í lögum um fæðingarorlof tengist reglugerð um ráðstafanir til þess að auka öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir konur sem eru þungaðar, hafa nýlega alið barn eða hafa barn á brjósti. Í henni felst viðurkenning á því að við ákveðnar aðstæður þurfi að taka aukið tillit til kvenna sem ganga með eða nýlega hafa fætt barn.
  • Í lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007 kemur fram í 4. grein að „á veitingastöðum er hvorki heimilt að bjóða upp á nektarsýningar né með öðrum hætti að gera út á nekt starfsmanna eða annarra sem á staðnum eru“.
  • Í lögum um einkahlutafélög nr. 138/1994 kemur fram í 39. grein að „Þegar stjórnarmenn eru tveir eða þrír í félagi þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skal hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír í slíkum félögum skal hlutfall hvors kyns ekki vera lægra en 40%.“ Þessi breyting gekk í gildi 2013.
  • Í lögum um hlutafélög nr. 2/1995 kemur fram í 63. grein að „Í stjórnum opinberra hlutafélaga og hlutafélaga þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skal hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur mönnum og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír í slíkum félögum skal tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%. Sama gildir um kynjahlutföll meðal varamanna í slíkum félögum en hlutföllin í stjórn og varastjórn skulu þó í heild vera sem jöfnust.“ Þessi breyting gekk í gildi 2013.
  • Í lögum um samvinnufélög nr. 22/1991 kemur fram í 27. grein um stjórn félags og framkvæmdastjórn "Í stjórnum samvinnufélaga þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skal hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur mönnum og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír skal tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%."
  • Í sameignarfélög nr. 50/2007 kemur fram í 13. grein um félagsstjórn "Í stjórnum sameignarfélaga þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skal hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur mönnum og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír skal tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%."
  • Í lögum um opinber fjármál nr.123/2015 kemur fram í 18. grein um kynjuð fjármál og jafnrétti að fjármála- og efnahagsráðherra, „í samráði við ráðherra jafnréttismála, hefur forustu um að gerð verði áætlun um kynjaða fjárlagagerð sem höfð skal til hliðsjónar við gerð frumvarps til fjárlaga. Í frumvarpi til fjárlaga skal gerð grein fyrir áhrifum þess á markmið um jafna stöðu karla og kvenna.“ Nánar má lesa um framkvæmd laga á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
  • Í lögum um fjölmiðla nr. 28/2011 kemur fram í 26. grein um lýðræðislegar grundvallarreglur, að "fjölmiðlaveita skal í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi. Hún skal virða mannréttindi og jafnrétti, og einnig friðhelgi einkalífs nema lýðræðishlutverk fjölmiðlaveitu og upplýsingaréttur almennings krefjist annars. Fjölmiðlaveita skal gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í fréttum og fréttatengdu efni og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram, jafnt karla sem kvenna."

Upplýsingar um eldri löggjöf um jafnrétti kynja.