8. mars Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna laugardaginn 8. mars verður boðið upp á spennandi viðburði í Reykjavík og á Akureyri. Jafnréttisstofa hvetur alla til að kynna sér og taka þátt í viðburðum dagsins. 

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna á Akureyri og í Reykjavík

Barátta gegn ofbeldi á konum

Jafnréttisstofa og Zontaklúbbarnir á Akureyri munu halda alþjóðlegan baráttudag kvenna hátíðlegan með því að bjóða til opinna fyrirlestra á Hótel KEA kl. 12:00

Húsið opnar 11:30 og boðið verður upp á súpu og meðlæti. Baukar verða látnir ganga fyrir frjáls framlög.

Erindi flytja Tryggvi Hallgrímsson, félagsfræðingur á Jafnréttisstofu og Guðjón Hreinn Hauksson, kennari við M.A.

Þorsteinn Pétursson flytur ljóð og fulltrúar frá Femínistafélagi M.A. mæta á staðinn!

Fyrirhugað er að leggja fram ályktun á fundinum – umræður verða og fundi slitið 13:30.

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti.

Í tilefni dagsins verður dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 14:00.

Ávörp flytja:

Eyja M. Brynjarsdóttir, heimspekingur

Lárus Páll Birgisson, sjúkraliði

Maria del Pilar Acosta, í stjórn Samtaka kvenna af erl. uppruna

María S. Gunnarsdóttir, formaður MFÍK

Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, form. Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur

Steinunn Gunnlaugsdóttir

Fundarstjóri: Halldóra Friðjónsdóttir, form. jafnréttisnefndar BHM

Vox femine syngur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Dansatriði.

"Allir græða, ábyrgð og ávinningur fyrir fyrirtæki og samfélag"

Félag kvenna í atvinnurekstri (FKA) heldur hádegisverðarfund í Silfurbergi kl. 12:00-13:30.

Aðalfyrirlesari er Afsané Bassir-Pour, forstjóri upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Brussel. 

Frú Vígdís Finnbogadóttir mun heiðra samkomuna í tilefni dagsins. 

Á málþinginu munu Afsané Bassir-Pour forstjóri UNRIC, Halldóra Hreggviðsdóttir framkvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækisins Alta, Sigurborg Arnarsdóttir hjá Össuri og Janne Sigurdsson hjá Alcoa Fjarðaráli fjalla um samfélagslega ábyrgð og ávinning fyrir fyrirtæki og samfélög í heild.

Með málþinginu vill FKA varpa ljósi á hugtakið samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja en í dag er talið að ávinningur fyrirtækja sé mikill af því að sýna samfélagslega ábyrgð. Dæmin sýna að fyrirtæki sem huga að samfélagslegri ábyrgð njóti t.d. meiri vinsælda hjá fjárfestum, starfsfólk þeirra er ánægðara auk þess sem fyrirtækin njóta meiri virðingar í samfélaginu. 

Soffía Sigurgeirsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, mun annast fundarstjórn málþingsins.

Skráning fer fram með því að senda á netfangið fka@fka.is, merkt "Alþjóðadagur".