Afmælisráðstefna Jafnréttisstofu

Jafnréttisstofa er 10 ára í ár og hélt afmælisráðstefnu í september í Ketilhúsinu á Akureyri að því tilefni.  Ráðstefnan var mjög vel sótt en á annað hundrað manns þáðu ráðstefnuboð Jafnréttisstofu.Á afmælisráðstefnunni var litið yfir farinn veg og helstu áfanga sem náðst hafa í jafnréttisbaráttunni en auk þess var horft til framtíðar og þess starfs sem framundan er í málaflokknum.  Frummælendur komu úr ýmsum áttum og voru erindi þeirra mjög þörf, áhugaverð og skemmtileg.  Nú er hægt að hlýða á erindin hér.

Í tilefni 10 ára afmælisins gaf Jafnréttisstofa út Jafnréttu, blað sem hefur að geyma fjölbreyttar fréttir af starfsemi Jafnréttisstofu.  Blaðið má nálgast hér.


Myndir frá afmælisráðstefnunni