Fyrirlestraröð um konur í Reykjavík á 19. öld

Þriðjudaginn 18. janúar hefst fyrirlestraröð Minjasafns Reykjavíkur þar sem fjallað eru um konur í Reykjavík á 19. öld frá margvíslegum sjónarhornum. Fyrsta fyrirlesturinn flytur Ólöf Garðarsdóttir prófessor og nefnist hann „Hvernig varpa hagtölur ljósi á líf kvenna?"
Þriðjudaginn 1. febrúar flytur Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra fyrirlesturinn „Í þágu góðra málefna - Félagsstörf kvenna."

Þriðjudaginn 15. febrúar talar Guðmundur Jónsson prófessor um aðstæður reykvískra alþýðukvenna á 19. öld og nefnir hann sitt erindi „Vistarband eða hjónaband?"

Þriðjudaginn 1. mars má fræðast um hégóma og fínerí í fyrirlestri Arndísar Árnadóttur listfræðings Til húsprýði í Reykjavík á 19 öld.

Þriðjudaginn 15. mars talar Helga Kress, prófessor emeritus, um fyrsta leikrit sem varðveist hefur eftir íslenska konu, Reykjavíkurleikrit Sigríðar Bogadóttur (1818-1903) frá miðri 19. Öld. Leikritið nefnist „Gleðilegur afmælisdagur“

Þriðjudaginn 29. mars fjallar Erla Hulda Halldórsdóttir sagnfræðingur um frökenerne Johnsen og uppfræðingu kvenna.

Fyrirlestrarnir eru fluttir á Landnámssýningunni, Aðalstræti 16 á þriðjudögum kl. 17. Allir velkomnir.

Auglýsing í pdf má sjá hér.