Íslenska leiðin að jafnrétti kynjanna

Íslenska ríkið og nokkur frjáls félagsamtök standa saman að sér íslenskum hliðar viðburði í tengslum við Kvennanefndarfund Sameinuðu þjóðanna í New York. Þar verður fjallað um nokkrar leiðir sem Ísland hefur farið til að ná fram jafnrétti.
Þó svo þróun jafnréttismála á Íslandi hafi að mörgu leiti verið svipuð þeirri þróun sem átt hefur sér stað á hinum Norðurlöndunum þá skerum við okkur úr á nokkrum stöðum. Þar ber helst að nefna kvennafrídaginn, kvennalistann, fæðingarorlofslögin og þátttöku karla í jafnréttisbaráttunni.

Fundarstjóri er Ásta Möller, alþingiskona. Aðrir framsögumenn eru Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, Sjöfn Vilhelmsdóttir, framkvæmdastjóri UNIFEM á Íslandi, Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjalla ehf., Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, Þorbjörg Inga Jónsdóttir formaður Kvenréttindafélags Íslands og Ingólfur V. Gíslason, sviðsstjóri rannsóknarsviðs Jafnréttisstofu.

Dagskránna má lesa hér.