Jafnréttistorg í Háskólanum á Akureyri

Miðvikudaginn 6. apríl kl. 12:00 fer fram jafnréttistorg í stofu N102, Sólborg. Páll Björnsson dósent við HA flytur erindið Jón Sigurðsson forseti: Fjallkarl Íslands?
Allir velkomnir!Með þjóðernisvakningu 19. aldar varð fjallkonan að mikilvægu tákni fyrir íslenska þjóðfrelsishreyfingu. Hér á landi eins og annars staðar skiptu karllæg tákn hins vegar töluvert meira máli en þau kvenlegu, m.a. vegna þess að flestar þjóðhetjur eru karlk yns. Sem slíkar báru þær frelsi og framfarir í skauti sér á meðan fjallkonurnar, hérlendis sem erlendis, urðu að merkisberum óbreytanleikans, að ímynd fortíðarinnar, að mæðrum sem gátu af sér hetjurnar og nærðu þær. Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvernig hugmyndir um karlmennsku hafa endurspeglast í hagnýtingu manna á Jóni Sigurðssyni forseta (1811–1879), hvernig reynt hefur verið að gera hann að táknrænum föður íslenska þjóðríkisins. Spurt verður hvort sú tákngerving hafi jafnvel gert hann að eins konar andhverfu fjallkonunnar, að fjallkarli Íslands.

Frá því seint á 19. öld hefur viðleitnin til að minnast Jóns Sigurðssonar te kið á sig margvíslegar myndir. Hann hefur orðið að þjóðlegri táknmynd sem t.a.m. hefur birst í bókum, minningarritum, tímarits- og blaðagreinum, kveðskap, hátíðarhöldum, minnismerkjum, minjagripum, myndum, málverkum, sögusýningum og uppbyggingu sögustaða. Karlar hafa staðið framarlega í þessari uppbyggingu á ímynd Jóns forseta enda hafa konur ekki farið að hasla sér völl á hinum opinbera vettvangi að verulegu marki fyrr en á síðustu áratugum. Þeir hafa ítrekað reynt að gera Jón að samherja sínum í pólitískum hitamálum og tjáð ást sína á honum í máli og myndum, sett hann á stall þar sem hann virðist standa enn. Í þe ssari ímyndarsköpun endurspeglast ævagömul tvíhyggja þar sem karlar eru tengdir við skynsemi og framtak en konur við tilfinningar og hið óbreytanlega. Í fyrirlestrinum verður fjallað um þessa minningarvæðingu með því að taka dæmi um ólíka minningarhætti.

Páll Björnsson nam sagnfræði við Háskóla Íslands, Universität Göttingen, Universität Freiburg og University of Rochester (NY), þaðan sem hann lauk doktorsprófi. Hann hefur m.a. starfað við Hugvísindastofnun og ReykjavíkurAkademíuna, og er nú dósent í nútímafræði við Háskólann á Akureyri. Hann var formaður Sagnfræðingafélags Íslands 2000–2004 og annar af ritstjórum Sög u. Tímarits Sögufélags 2003–2008. Hann hefur m.a. fengist við rannsóknir á tengslum líberalisma, þjóðernishyggju og kyngervis.