Launamunur kynjanna: Hvaða áhrif hafa væntingar?


Tryggvi R. Jónsson, MA í mannauðsstjórnun, Albert Arnarson, MA í vinnu- og skipulagssálfræði og Haukur Freyr Gylfason, MA í sálfræði  munu halda erindi á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum fimmtudaginn 17. janúar kl. 12:00 í Háskólabíói, sal 4. Í erindinu kynna þeir rannsókn sína um launamun kynjanna.

Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif nokkurra þátta á launamun kynjanna sem ekki hafa verið kannaðir áður. Einn slíkur þáttur er launavæntingar umsækjenda fyrir ákveðið starf. Væntingar og þar af leiðandi umbeðin laun fyrir starfið geta haft áhrif á þau laun sem viðkomandi er ráðinn á. Einnig voru skoðaðir félagssálfræðilegir þættir, svo sem félagslegur samanburður (social comparison). Reynt var að kanna hvort félagsleg viðmið hafi áhrif á mat kynjanna á launakröfur þegar um er að ræða annars vegar kynjaskipta hópa eða hins vegar blandaða hópa. Kannað var hvort og þá með hvaða hætti karlar og konur verða fyrir áhrifum af öðru fólki þegar rætt er um laun og launakröfur fyrir sama starf.

Með þessu er leitast við að auka skilning á launamun kynjanna. Nauðsynlegt er að skoða sem flesta áhrifaþætti og með því að skoða væntingar til launa er talið að það verði til aukinn skilningur á þeim óútskýrða launamun sem er milli kynjanna á íslenskum vinnumarkaði. Með þessu er ekki verið að draga úr gildi annarra skýringarþátta sem áður hafa verið rannsakaðir, heldur er verið að bæta við nýjum athugunum til að bæta við fyrri skilning á kynjabundnum launamun.

Allir velkomnir.



Dagskrá RIKK vorið 2008

Röbb/Hádegisfyrirlestrar:
Fimmtudaga kl. 12.00-13.00 í H-4, Háskólabíó.


Janúar:
17. janúar: Albert Arnarson, MA í vinnu- og skipulagssálfræði; Haukur Freyr Gylfason, MA í sálfræði og Tryggvi R. Jónsson, MA í mannauðsstjórnun: “Launamunur kynjanna: Hvaða áhrif hafa væntingar?”

31. janúar: Alyson J.K. Bailes, gestaprófessor við stjórnmálafræði í HÍ: “New Dimensions of Security – are they good for women and are women good for them?”


Febrúar:
14. febrúar: Dr. Ólöf Steinþórsdóttir, kennslufræðingur: “Stelpur, strákar og stærðfræði: raddir þátttakenda um sérstakar niðurstöður Íslands úr PISA 2003.”

28. febrúar: Gunnþórunn Guðmundsdóttir, lektor í almennri bókmenntafræði: “Í leit að horfinni stúlku: sjálfsævisöguleg skrif kvenna.”

Opinber fyrirlestur 21. febrúar kl. 12:30-14:30 í sal 3, Háskólabíó: Dr. Sigríður Guðmarsdóttir, prestur og lektor í guðfræði: “Undirlíf og undirdjúp hjá Paul Tillich, Grace Jantzen og Catherine Keller.”


Mars:

13. mars: Jill Weigt, aðstoðarprófessor í félagsfræði við San Marcos háskóla, California: “Neo-liberalism, American Style: Gender and Life in the Low-wage Labour Market.”

27. mars: Guðrún Kristinsdóttir, prófessor við KHÍ: “Það er ljótt að meiða.” – Um þekkingu barna á heimilisofbeldi.


Apríl:

10. apríl: Terhi Utriainen, dósent við háskólann í Helsinki í samanburðar-trúarbragðafræðum og gestakennari við HÍ á vegum RIKK.

17. apríl: Edda Jónsdóttir, sérfræðingur í mannréttindum: “Íslenskar konur og alþjóðastofnanir”.


Maí:
(Oddi 101)
8. maí:  Margrét Jónsdóttir, forstöðumaður á Alþjóðasviði við HR og Auður Arna Arnardóttir, lektor í viðskiptadeild HR: “Jafnréttisrannsóknir í HR.”  

22. maí: Alda Valdimarsdóttir, bókmenntafræðingur: ”Jane Austen og kvennamenning.”

Opinber fyrirlestur 6. júlí:
Sandra M. Gilbert, prófessor við California háskóla.