Nýjum áfanga í jafnréttisbaráttunni náð

Jafnréttisstofa vekur athygli á því að Framsóknarflokkurinn er nú fyrstur íslenskra stjórnmálaflokka til að ná jöfnum hlutföllum kynjanna í ráðherrahópi sínum.Samhliða þessum áfanga varð Valgerður Sverrisdóttur fyrst íslenskra kvenna til að gegna embætti utanríkisráðherra, en það hefur lengi verið talið annað valdamesta embætti ríkisstjórnarinnar.

Stofan fagnar þessum árangri og óskar flokknum til hamingju með að ná þessu marki. Um leið vill stofan minna á að þrátt fyrir þetta framtak Framsóknar eru hlutföll kynjanna óbreytt í ríkisstjórn, þ.e. konur eru þriðjungur ráðherra, sem nær ekki að vera innan þeirra marka sem telst jöfn skipting. Til þess þyrfti eina konu í viðbót í ráðherrastól.