Rafrænar tímabókanir

Mynd eftir Christin Hume af Unsplash
Mynd eftir Christin Hume af Unsplash

Opnað hefur verið fyrir rafrænar tímabókanir hjá sérfræðingum um jafnlaunastaðfestingu.

Nú gefst fyrirtækjum kostur á að bóka viðtal, annað hvort í síma eða á Teams, við sérfræðinga á Jafnréttisstofu sem sinna jafnlaunastaðfestingu.

Einfalt er að bóka í gegnum vefinn hjá okkur. Bókunarvefinn má nálgast hér.

Á heimasíðunni má einnig nálgast leiðbeiningar, fræðslumyndbönd og svör við hinum ýmsu spurningum er tengjast jafnlaunastaðfestingu.