Síðasta fundi samstarfsaðila í Evrópuverkefninu Fjölbreytni í fyrirrúmi er lokið

Lokafundur í samstarfsverkefni Jafnréttisstofu og Inova Aspire í Hollandi, Fjölbreytni í fyrirrúmi (Diversity Inside Out) fór fram í vikunni. Verkefnið er á lokametrunum og samstarfsaðilar nýttu fundinn til að skipta með sér verkum sem ljúka þarf fyrir settan lokadag verkefnisins, þann 31. júlí n.k.

Annað fréttbréf verkefnisins hefur verið birt hér á heimasíðunni, bæði á íslensku og ensku. Í fréttabréfinu er meðal annars fjallað um fjölbreytnispjöldin sem hönnuð voru og framleidd í fyrri hluta verkefnisins í þeim tilgangi að örva umræður um fjölbreytni á vinnustöðum. Spjöldin hafa vakið mikinn áhuga hjá þátttakendum í þjálfun og vinnustofum í seinni hluta verkefnisins, þar sem þeim þótti þau leggja grunninn að opnu og líflegu samtali.

Fjölbreytnispjöldin má nálgast hér.
Fréttbréfið má nálgast hér á íslensku og ensku.