Femínísk sjálfsvörn sem forvörn gegn kynbundnu ofbeldi // Feminist Self-defense

Ísland stendur framarlega þegar kemur að fræðslu um og forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi. Mikil vinna hefur farið í að gefa út aðgengilegt og skýrt efni, bæði fyrir þolendur og gerendur, um hvað kynbundið ofbeldi felur í sér, afleiðingar þess og hvert er hægt að leita sér hjálpar á meðan á því stendur og/eða eftir að það á sér stað. Femínísk sjálfsvarnarþjálfun hefur ekki verið hluti af forvarnaraðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi á Íslandi, þrátt fyrir að rannsóknir sýni fram á skilvirkni slíkrar nálgunar. Fyrir því eru margar ástæður sem fela meðal annars í sér áhyggjur af því að femínísk sjálfsvörn (FSV) sé óskilvirk, ýti undir þolendaskömmun, hundsi ofbeldi í nánum samböndum og vinni ekki með þá undirliggjandi þætti sem heimila kynbundið ofbeldi.
Í þessum fyrirlestri Slagtogs, sem eru femínísk félagasamtök, verður fjallað um hvað FSV er, farið verður yfir áhrif FSV á þátttakendur og helstu áhyggjum og gagnrýni á FSV verður svarað.
Hægt er að panta táknmálstúlkun á viðburði Jafnréttisdaga með tölvupósti á adstodarmenn@hi.is.
_________________
Iceland is at the forefront when it comes to education about and prevention of gender-based violence. A lot of work has gone into publishing accessible and clear material, both for victims and perpetrators, about what gender-based violence entails, its consequences and where you can seek help during and/or after it. Feminist self-defense training has not been part of prevention measures against gender-based violence in Iceland, despite research showing the effectiveness of such an approach. There are multiple reasons for this, including concerns that feminist self-defense (FSD) is ineffective, promotes victim shaming, ignores intimate partner violence, and fails to address the underlying factors that allow gender-based violence.
In this lecture by Slagtog, a feminist non-profit organization, they will discuss what the FSD is, the effects of the FSD on the participants will be reviewed, and the main concerns and criticisms of the FSD will be answered.