Jafnréttisstofa minnir á Jafnréttisþing föstudaginn 4. febrúar

Jafnréttisþingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis. Skráning fer fram á vef Velferðarráðuneytisins en skráningarfrestur rennur út miðvikudaginn 2. febrúar. Dagskrá Jafnréttisþingsins er fjölbreytt og verður fjallað um margar hliðar jafnréttisbaráttunnar, svo sem kynbundið ofbeldi og mansal, jafnrétti og stjórnarskrá, Evrópusambandið og íslenskt jafnrétti, framlag karla til jafnréttisbaráttunnar, kynin og fjölmiðlana og áhrif efnahagsumrótsins á starf og fjölskyldulíf. Auk þess verður fyrirliggjandi tillaga til ályktunar Alþingis um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum kynnt á þinginu.

Jafnréttisþingið fer fram á Nordica Hilton Reykjavík og hefst kl. 9.

Dagskrá Jafnréttisþingsins

Skráning


Dagskrá Jafnréttisþings 2011

Hilton Reykjavík Nordica, 4. febrúar 2011

Þingstjórar: Björk Jakobsdóttir leikkona og leikritahöfundur og Gunnar Helgason leikari og leikstjóri

09.00 – 09.15 Þórhildur Þorleifsdóttir formaður Jafnréttisráðs: Setning

09.15 – 09.45 Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra: Skýrsla um stöðu og þróun í jafnréttismálum og tillaga    að nýrri framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum

09.45 – 10.15 Elísabet Karlsdóttir verkefnisstjóri hjá Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd og Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur: Ofbeldi gegn konum – íslenskur veruleiki

10.15 – 10.45 Kaffi

10.45 – 11.15 Louise Shelley prófessor og forstöðumaður Terrorism, Transnational Crime and Corruption Center við George Mason University, Arlington BNA: Human trafficking; Global Patterns and Business Models
(Flutt á ensku. Erindið er styrkt af bandaríska sendiráðinu á Íslandi)

11.15 – 11.45 Oddný Mjöll Arnardóttir prófessor við HR og formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands: Stjórnarskrá, jafnrétti og jaðarhópar

11.45 – 12.00 Ingólfur V. Gíslason dósent í félagsfræði við HÍ: Er kynjajafnrétti og velferð barna ósættanlegar andstæður?

12.00 – 13.00 Hádegisverður

13.00 – 14.45 Málstofur

14.45 – 15.15 Kaffi

15.15 – 15.50 Panelumræður: Katrín Fjeldsted læknir og fyrrverandi borgarfulltrúi, Gunnar Hersveinn rithöfundur, Katrín Anna Guðmundsdóttir verkefnisstjóri við kynjaða fjárlagagerð og Jón Kjartan Ágústsson formaður Hinsegin stúdenta við HÍ

15.50 – 16.00 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra: Ávarp og slit

Málstofur

Málstofa 1 Þekking og þor: Til aðgerða gegn kynbundu ofbeldi

Guðrún Helga Sederholm náms- og skólafélagsráðgjafi: Í skugga velferðar
Anni G. Haugen lektor í félagsráðgjöf við HÍ: Kynbundið ofbeldi – viðbrögð félagsþjónustu og barnaverndar
Ingólfur V. Gíslason dósent í félagsfræði við HÍ: Aðkoma heilbrigðisþjónustu og lögreglu að ofbeldi gegn konum
Gunnar Alexander Ólafsson sérfræðingur í velferðarráðuneytinu: Ágrip af starfi nefndar um aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi

Málstofustjóri: Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands
Ritari: Sigrún Jana Finnbogadóttir starfsmaður nefndar um endurskoðun aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi

Málstofa 2 Evrópusambandið og íslenskt jafnrétti

Elsa S. Þorkelsdóttir lögfræðingur: Dregur Evrópa vagninn? Áhrif Evrópudóma á íslenskt jafnrétti
Helgi Hjörvar alþingismaður: Vilja Íslendingar mismuna?
Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu: Frá Lissabon til Linköping – jafnréttisleiðin í Evrópu. Beinn og breiður vegur eða fjallabaksleið?

Málstofustjóri: Steinunn Halldórsdóttir stjórnsýslufræðingur í forsætisráðuneytinu
Ritari: Maríanna Traustadóttir sérfræðingur hjá ASÍ

Málstofa 3 Mansal á Íslandi – viðbúnaður og veruleiki

Alda Jóhannsdóttir settur saksóknari: Lagahindranir við rannsókn mansalsmála
Berglind Eyjólfsdóttir fulltrúi Ríkislögreglustjóra í sérfræði- og samhæfingarteymi um mansal: Að bera kennsl á möguleg fórnarlömb
Hildur Jónsdóttir formaður sérfræði- og samhæfingarteymis um mansal: Hefur íslenska aðgerðaáætlunin gegn mansali staðist prófið?

Málstofustjóri: Stefán Eiríksson lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu
Ritari: Björg Fenger lögfræðingur í velferðarráðuneytinu

Málstofa 4 Koma svo strákar! Framlag karla til jafnréttismála

Tryggvi Hallgrímsson sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu: Karlar í nefnd – áttu annan? Um karlanefndir á Íslandi og Norðurlöndunum
Arnar Gíslason jafnréttisfulltrúi HÍ: Karlar í jafnréttisbaráttu. Er það eitthvað ofan á brauð?
Thomas Brorsen Smidt meistaranemi í kynjafræði: Let´s Talk Porn: Introducing nuances and creating alternatives (flutt á ensku)

Málstofustjóri: Hjálmar G. Sigmarsson sérfræðingur á Jafnréttisstofu
Ritari: Þórður Kristinsson framhaldsskólakennari

Málstofa 5 Sagan endalausa: Baráttan um fjölmiðlana

Þorgerður Einarsdóttir prófessor í kynjafræði við HÍ: Tilbrigði við stef: Alheimur í fókus
Eygló Árnadóttir kynjafræðingur: Flengd á beran bossann – kyn og staðalímyndir í fjölmiðlum
Ingimar Karl Helgason fréttamaður: Stones eða Bítlarnir – þröngsýni og sjálfvirkt fréttamat

Málstofustjóri: Leifur Hauksson dagskrárgerðarmaður hjá RÚV
Ritari: Ingibjörg Elíasdóttir lögfræðingur á Jafnréttisstofu

Málstofa 6 Starf, fjölskylda og einkalíf í umróti efnahagslægðar

Kolbeinn Stefánsson verkefnisstjóri við EDDU – öndvegissetur: Kyn, vinna og heimilislíf fyrir og eftir bankahrun
Eva Bjarnadóttir MA í alþjóðastjórnmálum: Áhrif efnahagskreppu á velferð kvenna
Katrín Ólafsdóttir lektor við Viðskiptadeild HR: Hagsveifla og vinnumarkaður: Áhrif á konur og karla
Gyða Margrét Pétursdóttir aðjúnkt í kynjafræði við HÍ: Óskum við þess á dánarbeðinu að hafa eytt meiri tíma í vinnunni?

Málstofustjóri: Ragnhildur Vigfúsdóttir deildarstjóri starfsþróunar hjá Landsvirkjun
Ritari: Bergljót Þrastardóttir sérfræðingur á Jafnréttisstofu