Kynlegar tölur

Bæklingurinn var gefinn út í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti þann 8. mars síðast liðinn. Kynlegar tölur hefur að geyma tölfræðilegar upplýsingar þar sem varpað er ljósi á ólíka stöðu karla og kvenna eins og hún birtist á ýmsan hátt í borginni og á landinu.  Í ár er sjónum beint m.a. að morðum , útvarpi og hlaðvarpi, heilbrigðismálum og íþróttafélögum í Reykjavík.Bæklingurinn er gefinn út í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti þann 8. mars. Kynlegar tölur hefur að geyma tölfræðilegar upplýsingar þar sem varpað er ljósi á ólíka stöðu karla og kvenna eins og hún birtist á ýmsan hátt í borginni og á landinu.  Í ár er sjónum beint m.a. að morðum , útvarpi og hlaðvarpi, heilbrigðismálum og íþróttafélögum í Reykjavík.
 
Karlar eru í meirihluta í stjórnum allra  íþróttafélaga í Reykjavík sem skilgreind eru sem hverfisíþróttafélög. Iðkendur á aldrinum 6-18 ára eru að meirihluta karlkyns í hverfisíþróttafélögunum.  Formenn þessara íþróttafélaga eru í öllum tilvikum karlmenn. Í stjórnum annarra íþróttafélaga sem styrkt eru af borginni eru í sumum nokkuð jöfn kynjahlutföll en í öðrum eru einungis karlar í stjórn. Konur eru 8% þeirra sem hafa verið kjörnar íþróttamenn ársins af Félagi íþróttafréttamanna. 
 
Á árunum 1980 til og með 2015 voru framin 56 morð á Íslandi svo vitað sé. Þar af voru 40 karlar myrtir en 16 konur. Þessar upplýsingar byggja ekki á dómsmálum heldur þeim málum sem lögreglan telur morðmál þar sem  kæra hefur verið lögð fram. Í 71% morða á þessu tímabili voru karlar myrtir en konur í 29% morða. Þegar horft er til kvenna sem eru myrtar á þessu tímabili þá eru 11 af 16 morðum eða 69% heimilisofbeldismál, þ.e. morð sem eru framin af skyldum eða tengdum einstaklingi. Þegar horft er til karla sem eru myrtir þá eru 11 af 40 morðum heimilisofbeldismál eða 28%. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að vinna markvisst gegn ofbeldi með þjónustu við brotaþola og gerendur.
 
Samkvæmt mælingu sem gerð var af Fjölmiðlavaktinni yfir tímabilið sept. 2014 til sept. árið 2015 á kynjahlutfalli meðal viðmælenda í nokkrum frétta- og fréttatengdum þáttum, þá eru karlmenn í meirihluta. Fleiri karlar en konur eru fastir þáttastjórnendur á langflestum útvarps- og hlaðvarpsstöðvum sem skoðaðar voru. Jafnast er kynjahlutfallið hjá Alvarpinu, konur 42% og karlar 58% og hjá Lindinni, konur 45% og karlar 55%. Konur eru 60% fastra þáttastjórnenda á Rás 1 og 35% þáttastjórnenda á Rás 2. Engar konur eru fastir þáttastjórnendur á x977.
 
Fjöldi sjálfsvíga frá árinu 2000 til og með árinu 2014 voru 554, þar af sviptu 419 (76%) karlar sig lífi en 135 (24%) konur.
 
Áhugaverð kynjaskipting er í komum á ólíkar göngudeildir Landsspítalans sem snúa að meðferð krónískra sjúkdóma árið 2015. Þannig eiga karlar mun fleiri komur á skilunar- og svefnrannsóknadeildir spítalans sem og deildir innan hjartalækninga en konur eiga fleiri komur á nokkrar af göngudeildum lyflækninga s.s  göngudeildir gigt-, lungna og taugalækninga.

Í ár kemur bæklingurinn út á tímaritavefnum ISSUU og má lesa hann hér
.