Jafnréttisdagar

Samstarfsverkefni háskóla á Íslandi:

Jafnréttisdagar hefjast mánudaginn og standa til fimmtudags 15. febrúar. Sjá nánar á  jafnrettisdagar.is, þar eru upplýsingar um alla viðburði.

Þema ársins er Inngilding, jaðarsetning og aðför að mannréttindum. Á opnunarviðburði, sem er í streymi á hádegi á mánudag, fjalla þær Lenya Rún Taha Karim og Sanna Magdalena Mörtudóttir um inngildingu í stjórnmálum.

Viðburðirnar fara fram í Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum á Bifröst og Landbúnaðarháskólanum. Einnig eru margir viðburðir í streymi. Flestir viðburðir fara fram á íslensku, og nokkrir á ensku.

Jafnréttisdagar hafa um nokkurra ára skeið verið samstarfsverkefni allra íslensku háskólanna. Þeir hófust fyrst í HÍ árið 2009 og frá upphafi hefur fræðileg umfjöllun og fjölbreyttir viðburðir einkennt dagskrána.

Ókeypis er á alla viðburði og öll velkomin.