Úr jafnréttislögum:

Kynjasamþætting: Að skipuleggja, bæta, þróa og leggja mat á stefnumótunarferli þannig að sjónarhorn kynjajafnréttis sé á öllum sviðum fléttað inn í stefnumótun og ákvarðanir þeirra sem alla jafna taka þátt í stefnumótun í samfélaginu

Jón Fannar Kolbeinsson
24.11.2020
Í umræðunni

Forgangsregla jafnréttislaga

Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 er hvers kyns mismunun á grundvelli kyns bönnuð (1. mgr. 24. gr.). Þá kemur einnig fram að „sértækar aðgerðir“ gangi ekki gegn lögunum (2. mgr. 24. gr.). Sértækar aðgerðir eru skilgreindar sem „sérstakar tímabundnar aðgerðir sem ætlað er að bæta stöðu eða auka möguleika kvenna eða karla í því skyni að koma á jafnri stöðu kynjanna á ákveðnu sviði þar sem á annað kynið hallar. Þar getur þurft tímabundið að veita öðru kyninu forga...
Lesa meira

Jafnréttisdagatal - í samstarfi við GenderKalenderN

  • Loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa áhrif á allt líf á jörðinni. En þær bitna á okkur á ólíkan hátt eftir því hvar við búum, stöðu okkar og kyni. Ljóst er að loftslagsbreytingar hafa meiri áhrif á líf þeirra sem búa í fátækari ríkjum heims en þeirra sem búa til dæmis á Íslandi. Það sem meira er, þær hafa ríkari áhrif á líf kvenna en karla, sérstaklega þeirra sem búa á dreifbýlum svæðum fátækari ríkja.
    13.11.2020
  • Á Kynjaþingi 2020 stendur Trans Ísland og Kvenréttindafélagið fyrir viðburði um trans fólk og femíníska samstöðu. Á þessum viðburði verður farið yfir tengsl femínisma og réttindabaráttu trans fólks á Íslandi. Raddir víðs vegar úr baráttunni koma saman og ræða hvernig hægt sé að sporna gegn að hugmyndafræði sem er andsnúin trans fólki ná fóstfestu innan femínistahreyfingarinnar á Íslandi.
    13.11.2020