Framkvæmd Forvarnaráætlunar gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi meðal barna og ungmenna gengur vel
Þann þriðja júní 2020 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025.
Barna- og fjölskyldustofa birtir netnámskeið með grunnfræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni
Sérfræðingar á vegum Barna- og fjölskyldustofu hafa útbúið gagnvirk netnámskeið með grunnfræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni til þess að auka þekkingu starfsfólks og sjálfboðaliða sem starfa með börnum á birtingarmyndum afleiðinga kynferðisofbeldis hjá þeim og hvernig bregðast skuli við ef barn greinir frá ofbeldi.
„SEXAN“ er stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk sem ætlað er að fræða ungt fólk um mörk og samþykki, en einnig um tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis.
Tímarnir breytast og mennirnir með og tímarnir eru sannarlega að breytast. Tækniþróun síðustu ára hefur verið mjög hröð og breytingar á því hvernig við höfum samskipti eru miklar og stöðugar. Rafræn samskipti eru æ algengari og unga kynslóðin er fljót að tileinka sér nýjar leiðir til að eiga samskipti. Tækni...