Kynjasamþætting: Að skipuleggja, bæta, þróa og leggja mat á stefnumótunarferli þannig að sjónarhorn kynjajafnréttis sé á öllum sviðum fléttað inn í stefnumótun og ákvarðanir þeirra sem alla jafna taka þátt í stefnumótun í samfélaginu
Nýtt námskeið í fjarnámi: Jafnréttisáætlanir sveitarfélaga með áherslu á kynjasamþættingu
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Rannsóknarsetur um sveitarstjórnarmál standa fyrir námskeiði um gerð jafnréttisáætlana sveitarfélaga í samstarfi við og stuðningi frá Jafnréttisstofu.
Lögmannsstofan Aðalsteinsson & Partners birti nýlega skýrslu um rannsókn á atvinnumöguleikum innflytjenda á Íslandi hjá hinu opinbera. Sjónum var sérstaklega beint að langskólagengnu fólki.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu jafnréttismála, og Bergþóra Benediktsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, heimsóttu Jafnréttisstofu í morgun og áttu góðan fund með starfsfólki stofnunarinnar.
Eyrnamerkt feðraorlof öflug leið til að breyta venjum
90 prósent feðra á Norðurlöndum vilja taka ríkan þátt í umönnun barna sinna. Þeir telja þó ekki að aðrir karlar séu því samþykkir. Þetta er meðal niðurstaðna úr skýrslunni State of Nordic Fathers sem kemur út í dag. Meðal þess sem reynt er að svara í skýrslunni er hvers vegna feður á Norðurlöndum taka einungis á bilinu 10 og 30 prósent af öllu fæðingarorlofi.
Niðurstöðurnar byggja á svörum frá 7500 körlum og konum frá öllum Norðurlöndunum. Spurningarnar sneru ...
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Rannsóknarsetur um sveitarstjórnarmál standa fyrir námskeiði um gerð jafnréttisáætlana sveitarfélaga í samstarfi við og stuðningi frá Jafnréttisstofu. Námskeiðið kallast Jafnréttisáætlanir sveitarfélaga með áherslu á kynjasamþættingu og er þriggja daga fjarnámsnámskeið og verður sent út frá Akureyri dagana 4., 5. og 6. desember milli kl. 10 og 12. Alls 6 klukkustundir.