Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, 2.gr.

Hlutverk Jafnréttisstofu er að stuðla að því að markmið laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla náist ásamt því að hafa eftirlit með framkvæmd laganna

Katrín Björg Ríkarðsdóttir
Grein vikunnar

Hvers vegna hefur Jafnréttisstofa áhuga á íþróttafélögum?

„Íþróttakonur segja frá áreitni, mismunun og nauðgunum og krefjast breytinga“ var yfirskrift fréttar sem birtist í íslenskum fjölmiðli snemma árs. Þetta var því miður ekki eina fréttin af þessum toga sem skall á landsmönnum í kjölfar #metoo byltingarinnar. Fjöldi íþróttakvenna steig fram og vitnaði um óþolandi aðstæður og ástand og kröfðust þess að konur og stúlkur gætu stundað íþróttir í öruggu umhverfi. Jafnréttisstofa heyrir undir ráðherra velferðar- og jafnréttismála og hefur efti...
Lesa meira

Jafnréttisdagatal - í samstarfi við GenderKalenderN

  • Konur vinna ókeypis eftir kl. 14:55 á Íslandi! Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna voru meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 26% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustundir og 55 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9?17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:55.
    24.10.2018
  • BREYTUM EKKI KONUM ? BREYTUM SAMFÉLAGINU! Nú er nóg komið! Krefjumst jafnra kjara og öryggis á vinnustað! Göngum út 24. október og höfum hátt! SAMSTÖÐUFUNDUR Á ARNARHÓLI 24. OKTÓBER 2018 KL. 15:30
    24.10.2018
  • Fræðimönnum á sviði femínisma og kynjafræði er boðið að taka þátt í annarri ráðstefnu NORA um kynjarannsóknir. Á ráðstefnunni verður sjónum beint að hinni ríku hefð í femínískum rannsóknum á Norðurlöndum; að taka þátt í þverfræðilegu starfi og leggja af mörkum til þekkingarframleiðslu sem miðar að því að blanda sér málefni samtímans. Ráðstefnana er haldin í samstarfi NORA, RIKK ?rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum og EDDU ? Rannsóknasetri við Háskóla Íslands.
    21.05.2019