Fréttir

Katrín Björg Ríkarðsdóttir
14.09.2021
Í umræðunni

Jafnrétti á vinnumarkaði

Íslensk jafnréttislöggjöf er vinnumarkaðsmiðuð að miklu leyti og eru ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 ekki frábrugðin eldri jafnréttislögum að því leyti. Markmið laganna er að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Þessu markmiði skal m.a. ná með því að vinna gegn launamisrétti og annarri mismunun á grundvelli kyns á vinnumarkaði, m.a. með því að fyrirtæki og stofnanir uppfylli skily...
Lesa meira

Jafnréttisdagatal - í samstarfi við GenderKalenderN

  • Félagasamtökin Hennar rödd halda í ár ráðstefnu um heilsu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Viðfangsefnið hefur ekki hlotið ítarlega umfjöllun í samfélaginu en á tímum COVID-19 kemur enn frekar í ljós að þörf er á frekari umræðu og rannsóknum á þessu sviði. Meðal umræðuefna er reynsla kvenna af erlendum uppruna af heilbrigðiskerfinu, aðgengi og menningarnæmni innan þess ásamt geðheilsu, kynheilsu og frelsis. Ráðstefnan fer fram á íslensku og ensku og verður túlkuð yfir á pólsku og ensku. Dagskrá og nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vefsíðunni okkar: https://hennarrodd.is/
    02.10.2021