Úr jafnréttislögum:

Kynjasamþætting: Að skipuleggja, bæta, þróa og leggja mat á stefnumótunarferli þannig að sjónarhorn kynjajafnréttis sé á öllum sviðum fléttað inn í stefnumótun og ákvarðanir þeirra sem alla jafna taka þátt í stefnumótun í samfélaginu

Katrín Björg Ríkarðsdóttir
Í umræðunni

Byggjum brýr - brjótum múra

Eitt af hlutverkum Jafnréttisstofu er að vinna að forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi í samstarfi við önnur stjórnvöld og samtök sem sinna slíkum forvörnum sérstaklega. Undanfarið hefur samstarfið einkum falist í vinnu gegn heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum en styrkur fékkst úr áætlun Evrópusambandsins um réttindi, jafnrétti og borgararétt til að festa betur í sessi þær úrbætur sem hafa átt sér stað í málaflokknum og miðla reynslu af aðferðum sem hafa skilað árangri, mynda tengsl mill...
Lesa meira

Jafnréttisdagatal - í samstarfi við GenderKalenderN

  • Námskeið fyrir þá sem eru að taka fyrstu skref í innleiðingu staðalsins og vilja fá yfirsýn yfir uppbyggingu hans og notkun, helstu verkefni framundan og hvernig best er að hefja innleiðingarferlið í átt til jafnlaunavottunar. - Farið verður yfir uppbyggingu staðalsins, helstu ferla sem skipulagsheildir þurfa að skilgreina og samverkun þeirra á milli. Lesaðgang að staðlinum ÍST 85 Jafnlaunakerfi - Kröfur og leiðbeiningar má nálgast gjaldfrjálst á vefnum ist85.is. Skráðir þátttakendur fá staðalinn lánaðan á meðan námskeiði stendur. Þeim býðst einnig að fá prentað eintak af staðlinum með 20% afslætti. Leiðbeinendur eru Anna Beta Gísladóttir, verkfræðingur og ráðgjafi og Gyða Björg Sigurðardóttir ráðgjafi í innleiðingu jafnlaunastaðals.
    18.09.2019
  • Forsætisráðuneytið, í samvinnu við menntavísindasvið Háskóla Íslands, boðar til opins málþings um forvarnir og fræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni. Málþingið verður haldið föstudaginn 18. október kl. 14?17 í Bratta, Háskóla Íslands, Stakkahlíð.
    18.10.2019