Kynjasamþætting: Að skipuleggja, bæta, þróa og leggja mat á stefnumótunarferli þannig að sjónarhorn kynjajafnréttis sé á öllum sviðum fléttað inn í stefnumótun og ákvarðanir þeirra sem alla jafna taka þátt í stefnumótun í samfélaginu
Jafnréttisstofa auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings. Starfshlutfall er 100%. Í boði er krefjandi starf í frjóu umhverfi sérfræðinga á sviði jafnréttis- og mannréttindamála þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði.
Jafnréttisstofa annast stjórnsýslu á sviði jafnréttismála á því sviði sem löggjöf um jafnréttismál tekur til, þ.e. lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020, lög um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna nr. 85/2018 og lög um jafna meðferð á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu nr. 86/2018. Jafnréttisstofa er staðsett á Akureyri.
Heimsfaraldur Covid-19 hefur haft gríðarleg áhrif á fólk um allan heim og afhjúpað ýmsa veikleika, ekki síst hefur mismunandi veruleiki kynjanna afhjúpast. Þegar faraldurinn skall á okkur í upphafi ársins var aukið ofbeldi eflaust ekki það fyrsta sem fólki datt í hug. Staðreyndin er hins vegar sú að víða um heim hefur mikil aukning orðið á heimilisofbeldi. Ísland er þar svo sannarlega ekki undanskilið, því miður.
Ofbeldi í nánum samböndum er algengasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis á heimsvísu. Mikil og þörf umræða hefur farið fram undanfarið um vaxandi tíðni og alvarleika ofbeldis í nánum samböndum á Íslandi sem og annarsstaðar. Þolendur glíma oft við fjölþættar, neikvæðar afleiðingar ofbeldisins sem hefur neikvæð áhrif á lífsgæði þeirra og heilsufar jafnvel til æviloka. Hér á landi vinna ýmsir aðilar, samtök og stofnanir ómetanlegt starf við að styðja þolendur ofbeldis til betra lífs og virðist sú vinna sem betur fer vera sífellt meira metin af samfélaginu, að minnsta kosti nú á Covid tímum.
Ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna
Ný lög um stjórnsýslu jafnréttismála
Ný lög taka gildi
Í lok síðasta árs voru samþykkt á Alþingi ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og lög um st...
Í tilefni þess að 20 ár eru frá því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna skrifaði undir ályktun 1325 um konur, frið og öryggi (UNSCR 1325) býður Tengslanet Norrænna kvenna í sáttamiðlun á Íslandi (Nordic Women Mediators Network-Iceland) í samstarfi við Jafnréttisskóla GRÓ (GEST) og utanríkisráðuneytið til rafrænnar málstofu á Zoom, fimmtudaginn 26. nóvember kl. 17-18.