Skyldur sveitarfélaga í jafnréttismálum, samkvæmt lögum
Jafnréttisstofa vekur athygli sveitarstjórna á ákvæði laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna sem lúta að skyldum sveitarfélag auk laga nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála.
Jafnréttisstofa heldur Grænt bókhald í samræmi við Græn skref fyrir ríkisstofnanir og hefur árlega skilað því til Umhverfisstofnunar fyrir árin 2019-2021.
Jafnrétti í skólastarfi – breytt tilhögun eftirlits
Vorið 2013 var í fyrsta skipti kallað eftir jafnréttisáætlunum frá grunnskólum og hefur það síðan verið gert reglulega. Jafnréttisstofa mun nú hætta þeirri innköllun en leik- og grunnskólar hafa samt enn ríkar lagaskyldur til að tryggja jafnrétti í skólastarfi og er mikilvægt að þeim skyldum sé sinnt.
Í byrjun árs fór Jafnréttisstofa ásamt forsætisráðuneytinu af stað með #játak þar sem stjórnmálaflokkar voru hvattir til að huga að fjölbreytileika við uppstillingar á lista og við prófkjör fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fara fram næstu helgi. Það er nefnilega mikilvægt að fjölbreyttar raddir komi að allri ákvarðanatöku á sveitarstjórnarstigi.
Konum hefur fjölgað jafnt og þétt sem kjörnum fulltrúum í sveitarstjórnum og eftir síðustu kosningar árið 2018 voru konur 47% fulltrúa. ...