Mælaborð yfir jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu
Jafnréttisstofa hefur birt lifandi mælaborð yfir stöðu á jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu. Þar má sjá hversu mörg fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög hafa öðlast jafnlaunavottun eða -staðfestingu og hversu mörg eru án jafnlaunakerfis, af þeim sem lagaskyldan nær til.
Yfirlit yfir kynjahlutfall í nefndum og ráðum á vegum ríkisins
Jafnréttisstofa hefur tekið saman myndrænt tölfræðiyfirlit yfir kynjahlutfall í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkisins fyrir árin 2022-2024. Upplýsingaöflun Jafnréttisstofu byggir á 28. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Tölfræðin er byggð á greinargerðum frá jafnréttisfulltrúum ráðuneytanna og hefur frá því að lög nr. 10/2008 (eldri jafnréttislög) voru sett verið birt í árlegum skýrslum en er nú tekin saman í eitt heildstætt yfirlit.
Orð hafa áhrifamátt, þau geta sært, sundrað og brotið niður en þau geta einnig huggað, nært og sameinað.
Þannig hljóma skilaboðin sem Jafnréttisstofa sendir íslensku samfélagi með herferðinni Orðin okkar sem hleypt er af stokkunum í dag. Í herferðinni er spjótum beint að hatursorðræðu og mikilvægi þess að berjast gegn henni.
Hatursorðræða er tjáning fordóma eða haturs í garð tiltekinna hópa, t.d. vegna kyns, kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, a...