Eitt af hlutverkum Jafnréttisstofu er að hafa eftirlit með að fyrirtæki og stofnanir öðlist jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu. Á undanförnum mánuðum hefur Jafnréttisstofa sent bréf til tæplega 700 fyrirtækja sem ekki hafa lokið jafnlaunavottun eða -staðfestingu.
Dagana 5. og 6. maí var fundur norrænna jafnréttisumboða haldinn á Akureyri. Um er að ræða árlegan fund sem umboðin halda til skiptis og haustið 2021 var komið að Jafnréttisstofu að hýsa fundinn en vegna heimsfaraldurs náðist ekki að halda hann fyrr ...
Stéttarfélagið Sameyki tilkynnti í gær, 16. mars , um valið á Stofnun ársins 2021 en titlana Stofnun ársins og Fyrirmyndarstofnun hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr að mati starfsmanna í könnun Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu.
Leiðbeiningar og önnur hjálpargögn fyrir umsókn um jafnlaunastaðfestingu
Á heimasíðu Jafnréttisstofu má nú nálgast ýmis hjálpargögn fyrir umsókn jafnlaunastaðfestingar, má þar helst nefna sniðmát fyrir starfaflokkun og launagreiningu ásamt skjali með sýnidæmi, gátlista við gerð umsóknar og samanburð á staðfestingu og vottun. Einnig er komin síða með spurningum og svörum.
Í byrjun árs fór Jafnréttisstofa ásamt forsætisráðuneytinu af stað með #játak þar sem stjórnmálaflokkar voru hvattir til að huga að fjölbreytileika við uppstillingar á lista og við prófkjör fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fara fram næstu helgi. Það er nefnilega mikilvægt að fjölbreyttar raddir komi að allri ákvarðanatöku á sveitarstjórnarstigi.
Konum hefur fjölgað jafnt og þétt sem kjörnum fulltrúum í sveitarstjórnum og eftir síðustu kosningar árið 2018 voru konur 47% fulltrúa. ...