Aðgerð B.18 í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024: Atvinnuþátttaka og tekjumunur eftir búsetu

Jafnréttisstofa hefur birt greinargerð rannsóknar á atvinnu- og tekjumöguleikum kvenna á landsbyggðinni. Rannsóknin byggir á viðtalskönnun við konur í tveimur aldurshópum: eldri hóp, á landsbyggðinni, með háskólamenntun og starfsreynslu á sviðum sinnar sérmenntunar og yngri hópi með menntun á háskólastigi, höfðu nýlega lokið námi og voru búsettar á landsbyggðinni. Rannsóknin er hluti af aðgerðaáætlun í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024, sem samanstóð af alls 54 aðgerðum.

 

Rannsóknin hafði að markmiði að kanna hug viðmælenda til atvinnutækifæra í núverandi byggð, ásamt möguleikum til starfsþróunar og aukinna tekna á vinnumarkaði. Í rannsókninni var lagt upp með að fá fram viðhorf til kynskiptingar starfa, upplýsingar um ástæður vals á búsetu ásamt reynslu þeirra af fjarvinnu eða fjarnámi. Tekin voru tuttugu og þrjú viðtöl við konur sem uppfylltu skilyrði gagnasöfnunarinnar og voru búsettar á; Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðvesturlandi, Norðausturlandi, Austurlandi og Austfjörðum. Viðtalsrannsóknin var unnin af Tryggva Hallgrímssyni, sérfræðingi á Jafnréttisstofu og Erlu Hrönn Unnsteinsdóttur, meistaranema í kynjafræðum.

 

Í tillögum greinargerðarinnar er lagt til að gera verði ítarlegri greiningu á áhrifum kynskipts vinnumarkaðar á landsbyggðinni, tillit tekið til kynskipts vinnumarkaðar í markmiðum hins opinbera um störf án staðsetningar, mótuð verði stefna um samræmda tækni fyrir fjarfundi á vegum hins opinbera og að fjölga verði starfsstöðvum þar sem fólk geti haft aðstöðu til að sinna störfum án staðsetningar.

 

Úttekt á stöðu og tækifærum kvenna á vinnumarkaði í dreifbýli: Viðtalskönnun 2020-2021