Afnemum staðalímyndir kynjanna, leyfum hæfileikunum að njóta sín!

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hrint í framkvæmd aðgerðaáætlun* til að aðstoða fyrirtæki í einkageiranum og einkum lítil og meðalstór fyrirtæki, til að skilja betur ávinninginn af því að berjast gegn staðalímyndum kynjanna á vinnumarkaði og bæta þar með samkeppnishæfi þeirra.

Staðalímyndir kynjanna hafa veruleg áhrif á vinnumarkaðinn og á fyrirtæki. Þótt fyrirtæki hafi ekki efni á því að láta hæfileika fara forgörðum, virka staðlaðar hugmyndir um hvað hæfir körlum og hvað hæfir konum oft sem hindranir.

Sem dæmi má nefna að ekki ýkja margir eru meðvitaðir um að: nálægt 60% allra nýútskrifaðra háskólastúdenta og um 80% námsmanna í viðskiptafræði í Evrópu eru konur, konur eru ráðandi í yfir 70% allra kaupákvarðana, aðgerðir til stuðnings kynjajafnréttis hafa jákvæð áhrif á áhuga, sköpunargleði og framleiðni starfsmanna, fyrirtæki sem standa sig best í því að ryðja braut kvenna í stjórnunarstöður eru 18 til 69% arðsamari en þau meðalfyrirtækja á lista Fortune 500 innan sömu atvinnugreinar.

Einkum má nefna að á Íslandi eru einungis 18,5% forstjóra konur, en hjá fyrirtækjum sem stjórnað er af konum er arðsemi eigin fjár 34,8% en hjá fyrirtækjum sem stjórnað er af körlum er hún 29,3%. Vinnumarkaðurinn á Íslandi er afar kynjaskiptur. Konur eru nærri því 80% skrifstofufólks en 90% iðnaðarmanna og fólks í sambærilegum störfum eru karlar. Árið 2007 voru konur 90% þeirra sem eru með háskólanám í heilbrigðis- og velferðargeiranum en aðeins rúmlega 30% þeirra sem eru með gráðu í verkfræði, framleiðslu- og byggingarfræði. Launamunur kynjanna er 16,3% samkvæmt nýlegri rannsókn og hefur ekki dregist saman í langan tíma.

Til þess að ræða þessi mál stendur aðgerðaáætlunin fyrir málstofum sem haldnar eru í ESB-löndunum 27 auk Íslands og Noregs. Þessar málstofur eru ætlaðar starfsmönnum: verslunarráða, viðskipta- og fagsamtökum, starfsþjálfunarstofnunum, athafnakörlum og -konum, stjórnendum lítilla og meðalstórra fyrirtækja, stjórnendum mannauðs og öllum þeim sem vinna að bættri samkeppnishæfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

Aðgerðin tekur einnig saman og veitir sérstök þjálfunarúrræði til að nýta betur og með skilvirkari hætti hæfileika einstakra starfsmanna innan fyrirtækja.


Málstofur verða haldnar á Íslandi 1. október á Hótel KEA á Akureyri og 28. og 29. október á Hótel Sögu í Reykjavík. 

Þátttaka í málstofunum er endurgjaldslaus. Hins vegar er fjöldi þátttakenda takmarkaður og miðað er við eðli fyrirtækis og fyrirséðan heildarfjölda þátttakenda.

Sótt er um þátttöku á: http://app-gender.itcilo.org/

Nánari upplýsingar veitir:

Jafnréttisstofa
Borgum v. Norðurslóð
600 Akureyri
sími 460 6200
www.jafnretti.is

Tengiliður: Ingibjörg Elíasdóttir
netfang: ingibjorg@jafnretti.is


eða farið á vefsíðu verkefnisins: http://www.businessandgender.eu/splash




* Þessi aðgerðaáætlun er tekin saman að beiðni aðalskrifstofu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á sviði atvinnu-, félagsmála og jafnra tækifæra innan ramma samþykktar um vitundarvakningu fyrirtækja um baráttuna gegn staðalímyndum kynjanna („Raising the awareness of companies about combating gender stereotypes“) undir stjórn alþjóðlegrar fræðslumiðstöðvar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) í samvinnu við Samtök verslunarráða í Evrópu (EUROCHAMBRES).