Ályktun Jafnréttisráðs um kynja- og jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum

Á fundi sínum þann 21.október sl. samþykkti Jafnréttisráð eftirfarandi ályktun. 

Jafnrétti er ein af grunnstoðum í íslenskum leik- grunn- og framhaldsskólum. Í því ljósi leggur Jafnréttisráð ríka áherslu á að þeir skólar sem annast menntun kennara tryggi öllum kennaranemum í grunnnámi staðgóða fræðslu um jafnréttismál. 

Allir kennaranemar verða að búa yfir faglegri þekkingu á jafnréttismálum, ásamt færni til að miðla og vinna með nemendum. Jafnrétti á samkvæmt lögum að vera samofið öllu skólastarfi og því verða öll störf kennara að taka mið af því og skólabragur að einkennast af jafnrétti. 

Jafnréttisráð vill í þessu sambandi vekja athygli á nýstofnuðum Jafnréttissjóði Íslands, en þar á sérstaklega að styrkja þróunarverkefni í skólakerfinu og fræðslu í kynjafræðum.
Nánari upplýsingar veitir formaður Jafnréttisráðs. 
Fanný Gunnardsóttir