Bann við mismunun

Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur gefði út handbókina "Bann við mismunun". Tilgangur ritsins er að kynna tilskipanir ESB um jafnrétti óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú/lífsskoðun, aldri, fötlun og kynhneigð og þá hugmyndafræði sem þar liggur að baki."Jafnrétti er hornsteinn mannréttinda. … Þó eru réttindi tiltekinna hópa brotin um allan heim … Ljóst er að þörf er á heildstæðri íslenskri jafnréttislöggjöf sem bannar mismunun á breiðum grunni. Taka þarf á fjölþættri mismunun og kveða á um eftirlit í formi virkrar eftirlitsstofnunar ásamt raunhæfum, áhrifaríkum viðurlögum sem hafa forvarnargildi. Tilskipanir ESB kveða á um lágmarksréttindi en þær eru mikilvægt leiðarhnoða sem jafnréttislöggjöf í mestallri Evrópu byggir á. … Til þess að geta beitt sér í þágu jafnréttis er brýnt að fólk þekki rétt sinn og skyldur og viti hvað felst í banni við mismunun." Þannig hljóða fyrstu orð handbókarinnar sem nálgast má á skrifstofu Mannréttindaskrifstofunnar og einnig í pdf-formi á heimasíðu skrifstofunnar.

Bókin er gefin út með styrk frá PROGRESS, jafnréttis-og vinnumálaáætlun Evrópusambandsins.