Embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu auglýst laust til umsóknar

Forsætisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu.

Meðal verkefna Jafnréttisstofu er að hafa eftirlit með framkvæmd laga á sviði jafnréttismála, sjá um fræðslu og upplýsingastarfsemi, veita ráðgjöf og aðstoð á sviði jafnréttismála, koma á framfæri ábendingum og tillögum til að ná fram auknu jafnrétti og fylgjast með þróun jafnréttismála í þjóðfélaginu og á alþjóðavettvangi, m.a. með upplýsingaöflun og rannsóknum. Einnig að vinna að forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi í samvinnu við hlutaðeigandi stjórnvöld og samtök. Þá sinnir stofnunin eftirfylgni með jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu. Jafnréttisstofa er staðsett á Akureyri.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi
  • Gerð er krafa um reynslu af stjórnun og mannauðsmálum
  • Gott vald á íslensku og færni til að koma fram og tjá sig í ræðu og riti
  • Góð kunnátta í ensku og kunnátta í einu Norðurlandamáli er kostur
  • Leiðtogahæfileikar
  • Samskiptafærni og hæfni til að miðla upplýsingum
  • Þekking og reynsla á sviði jafnréttismála
  • Framsýni, metnaður og vilji til að ná árangri
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni
  • Þekking og reynsla af stefnumótun, stjórnun og rekstri á sviði opinberrar stjórnsýslu sem nýtist á starfssviði stofnunarinnar.

 

Nánari upplýsingar hér.