Fæðingarorlof, barnaumhyggja og jafnrétti kynjanna á Norðurlöndunum

Hjá norrænu ráðherranefndinni er komin út bókin Parental leave, childcare and gender equality in the Nordic countries. Hún hafði áður komið út á norrænum málum. Bókin er afrakstur samstarfs félagsvísindamanna á Norðurlöndunum fimm en Ingólfur V. Gíslason og Guðný Björk Eydal leiddu starfið og ritstýra bókinni. 

Í bókinni er fjallað um samspil þriggja þátta norrænnar velferðarstefnu, fæðingar- og foreldraorlofs, barnaumhyggju og kynjajafnréttis. Grunnspurning samstarfsins var hvort merkja mætti mótsagnir milli þessara þátta svo sem hvort fæðingarorlof hefði neikvæð áhrif á kynjajafnrétti eða áherslan á kynjajafnrétti bitnaði á barnaumhyggjunni. Í köflum bókarinnar er þróun mála á Norðurlöndunum rakin og borin saman og er hún sannkölluð náma upplýsinga um forsendur og stöðu þessara þátta.

Bókin er bæði gefin út prentuð og á veraldavefnum og aðgengileg á slóðinni:

http://www.norden.org/en/publications/publikationer/2011-562