Góðar heimtur

Innköllun jafnréttisáætlana grunnskóla er lokið og skiluðu 96% grunnskóla fullnægjandi jafnréttisáætlun eða umbeðnum gögnum til Jafnréttisstofu. Jafnréttisstofa óskar skólunum alls hins besta í skóla- og jafnréttisstarfinu og vekur um leið athygli á 18. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla en þar segir í 3. málsgrein:

Fyrirtæki og stofnanir skv. 2. mgr. skulu afhenda Jafnréttisstofu afrit af jafnréttisáætlun eða starfsmannastefnu sinni ef jafnréttisáætlun er ekki fyrir hendi ásamt framkvæmdaáætlun þegar Jafnréttisstofa óskar eftir því. Enn fremur skulu fyrirtæki og stofnanir skv. 2. mgr.
afhenda Jafnréttisstofu skýrslu um framgang mála þegar Jafnréttisstofa óskar eftir því innan hæfilegs frests.

Í samræmi við ofangreint mun  Jafnréttisstofa kalla eftir skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála frá grunnskólum skólaárið 2016 – 2017.