Hvernig gengur Íslendingum að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf?

Þessari spurningu er velt upp í nýlegu meistaraverkefni Ragnheiðar G. Eyjólfsdóttur í Stjórnun og eflingu mannauðs (OBTM) frá Háskólanum í Reykjavík. Megin markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig starfsfólki á íslenskum vinnumarkaði gengur að samræma fjölskyldulíf sitt og atvinnu.Helstu niðurstöður voru þær að starfsfólki fannst ekki erfitt að samræma fjölskyldulíf og starf. Þrátt fyrir það gat 40% þátttakenda hugsað sér að stytta vinnuvikuna og 22% vildu lækka starfshlutfall sitt. Fjölskyldustefna hafði líka mikið að segja, en starfsfólk fyrirtækja sem var með virka fjölskyldustefnu upplifði síður ójafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs. Fram kom að starfsfólki fannst helst skorta tíma til að sinna áhugamálum sínum og börnum og orku til að afla sér menntunar.

Ritgerðina má nálgast hér.