Jafnréttisstofa hefur gefið út bæklinginn: Jöfnum leikinn

Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 er kveðið á um í 1. gr. að unnið skuli að jafnrétti kynjanna hér á landi með því að beita kynjasamþættingu. Kynjasamþætting felur í sér að spurt sé ákveðinna spurninga og ákveðinni aðferðafræði beitt við alla ákvarðanatöku og stefnumótun, hvort sem um er að ræða stjórnvöld eða atvinnulíf.
Samkvæmt 18. gr. laganna er stofnunum og fyrirtækjum þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn skylt að setja sér jafnréttisáætlun þar sem réttindi starfsmanna skv. 19.-22. gr. laganna skulu tryggð. Bæklingnum er því ætlað að kynna ávinning kynjasamþættingar fyrir stofnanir og fyrirtæki jafnframt því að reynast nothæft tæki við gerð jafnréttisáætlana.Útgáfa bæklingsins er hluti af verkefninu Samstíga eða Side by Side sem styrkt er af PROGRESS-sjóði Evrópusambandsins.
Í tengslum við útgáfuna er boðið upp á námskeið um kynjasamþættingu og gerð jafnréttisáætlana sem sniðin eru að þörfum þeirra sem sækja þau hverju sinni.

Bæklinginn má nálgast hér en einnig hjá Jafnréttisstofu.

Nánari upplýsingar verkefnið má finna á heimasíðunni www.samstiga.is