Norðurlönd tækifæranna - í þínu næsta nágrenni.

Árið 2007 munu Finnar fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni.


Á formennskutímanum stefna þeir að því að gera Norðurlöndin betur í stakk búin til að mæta nýjum áskorunum á alþjóðavettvangi sem og efla tiltrú og traust borgaranna á kostum norræna velferðakerfisins. Einnig ætla þeir að styrkja norrænt samstarf og gera það sýnilegra innan sem utan Norðurlanda.

Jafnréttismál verða ofarlega á verkefnalista, bæði á Norðurlöndunum sem og utan þeirra. Áherslur þeirra í jafnréttismálum taka mið af norrænu jafnréttisstefnunni fyrir árin 2006-2010. Sérstök áhersla verður á þemu eins og kynferði og völd, kynferði og æskufólk.

Hér má lesa umfjöllun um formennskuáætlun Finna.

Nánari upplýsingar um formennskuáætlun Finnlands verður hægt að vinna á slóðinni www.norden2007.fi frá og með 1. janúar 2007.