Norræn ungmenni horfa á klám

Í rannsókninni ,,Ungmenni, kynferði og klám á Norðurlöndum" hefur útbreiðslu kláms og menningarlega staða þess verið rannsakað. Verkefnið nær til alls níu kannanna um afstöðu ungs fólks og reynslu þess af klámi. 99 prósent aðspurðra drengja og 86 prósent stúlkna höfðu horft á klám einu sinni eða oftar.

Rannsóknirnar byggja á viðtölum við ungmenni, greiningum á innihaldi ungmennamiðla, og megindlegum upplýsingum um neysluvenjur og afstöðu til kláms. Verkefni er unnið af Norrænu rannsóknastofnuninni í kvenna- og jafnréttisfræðum(NIKK) að frumkvæði Norrænu ráðherranefndarinnar. Fremstu kynjafræðingar á Norðurlöndum hafa tekið þátt í rannsóknunum sem ná til Norðurlandanna allra.

Niðurstöðurnar eru nú kynntar í þremur skýrslum. Í "Eigindlegum rannsóknum" er fjallað um mikilvægi kláms fyrir sjálfsmynd og kynímynd ungmenna.

Í "Fjölmiðlarannsóknum" er fjallað um hvernig ungmenni verða fyrir áhrifum frá kynferðistengdum fjölmiðlaafurðum og hvaða áhrif það hefur á þann hátt sem ungmenni sýna líkama sinn á Netinu.

Í "Megindlegum rannsóknum" er fjallað um notkun ungmenna á klámi, afstöðu þeirra til þess kláms sem þau sjá og þá afstöðu til kynjanna sem ungmennin telja að komi í ljósi í klámi og í daglegu lífi þeirra í ljósi nýrrar stöðu kláms í þjóðfélaginu.

Skýrslurnar eru allar gefnar út á norsku og eru aðgengilegar rafrænt.