Ný skýrsla ESB um launamun kynjanna

Samkvæmt rannsóknum Evrópusambandsins eru tekjur kvenna í Evrópu að meðaltali 15% lægri en karla. Ný skýrsla sem kom út í vikunni bendir á leiðir sem Evrópusambandslöndin eru hvött til að nota til þess að vinna gegn launamun kynjanna. Launamunurinn hefur varla breyst á síðasta áratug. ?Stúlkur standa sig betur í skóla og fleiri konur sækja út á vinnumarkaliðinn með háskólapróf en karlar, þrátt fyrir það er launamunurinn 15%. Þetta er fáránleg staða sem verður að breyta? segir Vladimír Spidla, framkvæmdastjóri ESB á sviði vinnumála, félagsmála og jafnra tækifæra. ?Launamunur kynjanna er flókið viðfangsefni með margar orsakir. Stundum sjáum við greinilega mismunun en oft eru ástæðurnar líka faldar: konur vinna í starfsgreinum þar sem konur eru í miklum meirihluta og þar sem launin eru lægri. Við verðum að skipta um gír núna. Eina leiðin til þess að ná árangri er að ná víðtæku samstarfi milli karla og kvenna, frjálsra félagasamtaka, atvinnulífsins og stjórnvalda um að ráðast á vandan á öllum vígstöðvum.?

Launamunur kynjanna snýst ekki bara um sömu laun fyrir sömu vinnu. Önnur atriði hafa einnig áhrif, þar á meðal er sú staðreynd að framlag kvenna á vinnumarkaði er metin öðruvísi en framlag karla. Vinnur sem krefjast svipaðra hæfni eða reynslu eru yfirleitt verr launuð ef konur eru í meirihluta stéttarinnar. Til dæmis má nefna að í sumum löndum er dagmæðrum borgað minna en bifvélavirkjum, kassastarfsmönnum minna en lagerstarfsmönnum, hjúkrunarfræðingum minna en lögreglumönnum.

Launamunur kynjanna endurspeglar misrétti á vinnumarkaði sem bitnar aðalega á konum. Ein af orsökunum eru erfiðleikar kvenna við að samhæfa einka- og atvinnulíf. Konur eru frekar í hlutastörfum og taka oftar hlé frá störfum sem hefur neikvæð áhrif á starfsframa þeirra. Þær eru færri í strjórnunarstöðum og þær mæta fleiri hindrunum þegar kemur að framþróun í starfi. Afleiðing þessa er að starfsferill kvenna er ekki jafn samfeldur og karla, þróast hægar og er styttri og þar af leiðandi verr borgaður en starfsferill karla. Tölulegar upplýsingar sýna að launamunur kynjanna eykst með aldri, menntun og starfsaldri. Munurinn er yfir 30% í aldurshópnum 50-59 ára en 7% í hópnum undir 30 ára, hann er 30% meðal fólks með háskólamenntun og 13% hjá þeim sem eru með framhaldsskólamenntun. Hjá fólki með yfir 30 ára starfseynslu hjá sama vinnuveitenda getur launamunurinn farið upp í 32% á meðan hann er 10% lægri (22%) hjá þeim sem hafa unnið hjá sama vinnuveitenda í eitt til fimm ár.

Til þess að taka á þessu vandamáli leggur skýrslan áherslu á fjóra meigin þætti:

· Tryggja betri nýtingu á gildandi lögum

· Gera baráttu fyrir jöfnum launum karla og kvenna hluta af stefnu þjóða Evrópusambandsins í atvinnumálum

· Vekja athygli á launamun kynjanna meðal vinnuveitenda, með því að leggja áherslu á samfélagslega ábyrgð

· Skapa vettvang þar sem aðildalöndin geta skipst á upplýsingum um velheppnaðar aðferðir með þátttöku aðila vinnumarkaðarins

Að draga úr launamun kynjanna er eitt af aðal áherslu atriðum aðgerðaráætlunarinnar ?Roadmap for equality between women and men 2006-2010? Auk þess hefur Eurobarometer í rannsókn frá því í janúar 2007 sýnt að meirihluti evrópubúa telja að það vanti konur í stjórnunarstöður (77%) og að þær ættu að vera fleiri á þjóðþingum (72%). Einnig telja 68% evrópubúa að fjölskylduábyrgð kvenna standi í vegi fyrir aðgengi þeirra að stjórnunarstöðum og 47% telja að það séu minni líkur á að kona með sömu hæfni og reynslu og karl hljóti stöðuhækkun. Að lokum leggja skýrsluhöfundar áherlsu á að það verði að halda áfram að greina ástæður launamunar kynjanna og finna leiðir til athafna innan sambandsins. Munurinn verður ekki útrýmdur nema að á hann sé ráðist á öllum vígstöðvum, með þátttöku allra aðila og með áherslu á þá þætti sem vitað er að valdi honum.

Skýrslan í heilu lagi

Nánari upplýsingar:

EU Gender Equality Policy
http://ec.europa.eu/employment_social/gender_equality

Study on 'The gender pay gap: origins and policy responses'
http://ec.europa.eu/employment_social/publications/2006/ke7606200_en.pdf

Fourth European Working conditions survey:
http://www.eurofound.europa.eu/ewco/surveys/EWCS2005/index.htm