Sérfræðingur óskast

Jafnréttisstofa auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings. Starfshlutfall er í 75%. Í boði er krefjandi starf í frjóu umhverfi sérfræðinga á sviði jafnréttis- og mannréttindamála þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði.

Jafnréttisstofa starfar samkvæmt lögum nr. 10/2008 og er staðsett á Akureyri. Stofnunin annast stjórnsýslu á sviði jafnréttismála og stuðlar að jafnri stöðu og jöfnum rétti kvenna og karla m.a. með fræðslu, upplýsingagjöf og ráðgjöf auk eftirlits með framkvæmd laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, þ.m.t. með innköllun jafnréttisáætlana og framkvæmd jafnlaunavottunar. Meðal verkefna er að koma á framfæri ábendingum og tillögum til að ná fram auknu jafnrétti, fylgjast með þróun jafnréttismála í þjóðfélaginu og á alþjóðavettvangi, m.a. með upplýsingaöflun og rannsóknum, vinna að forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi í samvinnu við hlutaðeigandi stjórnvöld og samtök.

Helstu verkefni sérfræðings eru:

• Umsjón með eftirfylgni og utanumhaldi um jafnlaunavottun sbr. hlutverk Jafnréttisstofu.
• Gerð upplýsingaefnis og ritun frétta og greina sem snerta starfsemi stofunnar.
• Þátttaka í samstarfsverkefnum innan sem utan stofnunarinnar.

Hæfniskröfur:

Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Þekking á sviði kynjafræða.
Þekking/reynsla af verkefnastjórnun.
Mjög góð færni í íslensku í ræðu sem riti.
Mjög góð kunnátta í ensku og einu Norðurlandatungumáli.
Metnaður og vilji til að ná árangri.
Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og greiningar- og skipulagshæfni.
Hæfni til að miðla upplýsingum með skipulögðum og skýrum hætti.


Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf í mars. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi ríkisins við BHM.

Starfið hentar jafnt körlum sem konum.


Umsóknarfrestur er til 19. febrúar nk. og skulu umsóknir berast Jafnréttisstofu, Borgum v. Norðurslóð, 600 Akureyri eða í tölvupósti á póstfangið jafnretti[at]jafnretti.is. Nánari upplýsingar veitir Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri í síma 4606200 katrin[at]jafnretti.is 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.