- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi skýrslu um stöðu kvenna á vinnumarkaði. Í skýrslunni er fjallað um ýmsar hliðar atvinnuþátttöku kvenna, nýtingu foreldra á fæðingarorlofsrétti, áhrif opinberra aðgerða á stöðu kynjanna frá efnahagshruninu 2008 og þróun launamunar kynja frá sama tíma.Í beiðni Alþingis um skýrsluna sem samþykkt var í september er m.a. bent á að frá hruni bankakerfisins hautið 2008 hafi orðið töluverð breyting á íslenskum vinnumarkaði. Áhrif hrunsins á einstaklinga geti verið mismunandi eftir félagslegri stöðu, heilsu og ekki síst kyni. Staða kynjanna hafi verið mjög ólík fyrir efnahagshrunið og þarft að rannsaka hvort og hvernig sú staða hafi breyst, m.a. í ljósi þrenginga sem fylgdu í kjölfarið með minni atvinnuk, verri skuldastöðu og óstöðugleika og mismunandi áhrifa þeirra á karla og konur.
Skýrsla um stöðu kvenna á vinnumarkaði (pdf)