Vinnustofur um gerð jafnréttisáætlana

Jafnréttisstofa heimsótti Kaupfélag Skagfirðinga, fimmtudaginn 26. maí sl. með fræðslu um jafnréttislög og gerð jafnréttisáætlana.  Stjórnendur og starfsfólk ýmissa deilda  vann í hópum þar sem hafist var handa við gerð aðgerðabundinnar jafnréttisáætlunar fyrir Kaupfélagið.

Mánudaginn 30. apríl var Jafnréttisstofa með samskonar fræðslu fyrir Farfugla sem nú eru í viðamikilli  vinnu við að móta stefnu og framtíðarsýn fyrir fyrirtækið. Einn liður í þeirri vinnu er að fyrirtækið setji sér aðgerðabundna jafnréttisáætlun.

 


Meðal hlutverka Jafnréttisstofu er að hafa eftirlit með framkvæmd laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sjá um fræðslu og upplýsingastarfsemi og veita ráðgjöf í tengslum við kynjajafnrétti. Jafnréttisstofa kallar eftir jafnréttisáætlunum frá fyrirtækjum og stofnunum og veitir jafnframt stuðning og ráðgjöf við gerð áætlananna.