Konur og stjórnarhættir fyrirtækja á Íslandi

Margrét Sæmundsdóttir skrifar

Konur og stjórnarhættir fyrirtækja á Íslandi

Félög sem hafa stjórnarmenn af báðum kynjum eru af mörgum talin skila betri arðsemi en þau félög sem hafa einsleitar stjórnir. Konur í vestrænum löndum eiga þó ekki nema að meðaltali um 15% sæta í stjórnum fyrirtækja en margar skýringar hafa komið fram á þessu misræmi milli kynjanna. Í þessari rannsókn er gerð athugun á því hvort íslensk fyrirtæki sem hafa bæði kynin í stjórn séu líklegri til þess að skila meiri arðsemi en fyrirtæki sem eru með einsleitar stjórnir. Enn fremur er leitast við að skýra annars vegar hvort að konur sem sitja í stjórn hafi áhrif á stjórnarhætti innan fyrirtækis hvað varðar starfsmenn og hins vegar hvort að fleiri konur séu stjórnendur innan fyrirtækja þar sem konur sitja í stjórn eða öfugt, þ.e. að fyrirtæki sem hafa fleiri kvenstjórnendur auki hlut kvenna í stjórnum. Gerð var athugun á 101 fyrirtæki í þessu samhengi. Niðurstöðurnar benda til þess að það sé jákvætt marktækt samband milli þess að hafa bæði kynin í stjórn fyrirtækis og arðsemi eigin fjár og veikt en jákvætt samband við arðsemi heildareigna. Hins vegar komu engin tengsl fram þegar skoðað var hvort seta kvenna í stjórnum leiddi til fleiri kvenna í stjórnendastöðum og betri stjórnarhátta með tilliti til starfsmanna.


Þetta er ágrip greinar sem birt er í Bifröst Journal of Social Science, Vol 3 (2009). Greinin er of löng til þess að birta í heild á heimasíðunni og bendum við því á uppruna hennar á þessari slóð.