Alþjóðlegur baráttudagur kvenna - Konur og umhverfismál - horft til framtíðar

Zontaklúbbur Akureyrar, Zontaklúbburinn Þórunn hyrna og Soroptimistaklúbbur Akureyrar standa fyrir viðburði:

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna - Konur og umhverfismál - horft til framtíðar. 

Hádegisfundur, miðvikudaginn, 8. mars í anddyri Borga við Norðurslóð, Akureyri. 

Húsið opnar kl. 11:30 og dagskrá hefst kl. 11:55

Erindi:

  • Eru umhverfismál kvennamál?  - Dr. Auður H. Ingólfsdóttir, alþjóðlegur stjórnmálafræðingur og formaður Zontaklúbbs Akureyrar
  • Loftslagsváin - hvað getum við gert? - Guðmundur Sigurðsson, forstjóri Vistorku

Fundarstjóri: Þóra Ákadóttir, fyrrverandi svæðisstjóri Zonta á Íslandi, frá Zontaklúbbi Akureyrar

Aðgangur kr. 1.500,- (léttar veitingar innifaldar og posi á staðnum) sem allur fer til Bjarmahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis.

https://www.facebook.com/zontaklubburakureyrar