Forréttindi, forréttindablinda og jafnrétti í skólastarfi

Þriðja stefnumót – Forréttindi, forréttindablinda og jafnrétti í skólastarfi

Föstudagur 12. nóvember – kl. 14:00-16:00

Staður: Menntavísindasvið við Stakkahlíð

Skráning: https://forms.office.com/r/fytCj96Npt


Samtal um jafnrétti í skólastarfi

Skapa á samræðuvettvang þar sem ræða á jafnrétti í skóla- og frístundastarfi og leiðir sem nýta má til að skapa öruggari rými fyrir nemendur svo þeir megi njóta réttlætis og blómstra á sínum forsendum. Stefnumótið verður með þjóðfundarformi þar sem þátttakendur ræða ólík málefni í hópum þar sem hópstjórar eru sérfróðir um jafnrétti og jaðarsetningu í skólastarfi.

Verkefnahlaðborð

Til sýnis ýmis kennslutengd jafnréttisverkefni. Þátttakendur eru hvattir til að koma með sín verkefni á hlaðborðið.

Óformlegt spjall og veitingar.

Nánari upplýsingar hér