Fram úr björtustu vonum: málþing í tilefni eins árs afmæli Sigurhæða

Málþing í tilefni eins árs afmælis SIGURHÆÐA, þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi
Fimmtudaginn 19. maí kl. 10-15 á Hótel Selfossi

SIGURHÆÐIR efna til málþings í tilefni eins árs starfsafmælis síns, en úrræðið hóf göngu sína 22. mars 2021. Gerð verður grein fyrir árangri starfsins og kynntar verða niðurstöður ytri úttektar á innleiðingu SIGURHÆÐA og starfseminni sem unnin er af Kristínu Önnu Hjálmarsdóttur kynjafræðingi f.h. Háskóla Íslands. Þá verður einnig fjallað um árangur EMDR áfallameðferðarinnar sem í boði er innan SIGURHÆÐA, en úrræðið er hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi sem býður þolendum kynbundins ofbeldis slíka þjónustu.

Skráning fer fram HÉR.