Ráðstefna: Ný sókn gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi

Aðstæður þolenda hafa komið til gagngerrar endurskoðunar víða í samfélaginu undanfarin misseri. Ýmsar greiningar hafa verið framkvæmdar, t.a.m. innan stjórnkerfisins, hjá þjónustuaðilum við þolendur kynbundins ofbeldis og heimilisofbeldis, hjá lögreglu og í fræðasamfélaginu. Áherslan hefur fyrst og fremst verið lögð á að finna hvar brýnast sé að bæta úr þjónustu en einnig hvernig hagkvæmast sé að samhæfa og samræma aðgerðir þeirra aðila sem að málaflokknum koma. Með aukinni þekkingu á eðli ofbeldis og afleiðingum þess hefur skýrari sýn fengist á vandann og mögulegar lausnir.

Ráðstefnunni NÝ SÓKN GEGN KYNBUNDNU OFBELDI OG HEIMILISOFBELDI er ætlað að gefa yfirlit yfir þessa hröðu og þýðingarmiklu þróun með það að markmiði að efla stefnumótun, bæta þjónustu og blása til nýrrar sóknar í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi.

Ráðstefnan verður haldin fimmtudaginn 25. maí kl. 8:30–17:00 á Hótel Natura í Reykjavik og föstudaginn 26. maí kl. 9:00–12:00 á Háskólatorgi, fyrirlestrasal HT105 í Háskóla Íslands. Ráðstefnugjald er 5.000 kr. og innifelur hádegisverð á fimmtudeginum. Skráning fer fram á

https://kom.eventsair.com/sigurhaedir/kynbundidskra

Ráðstefnan er á vegum Sigurhæða í samstarfi við Bjarkarhlíð, dómsmálaráðuneytið, félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, Jafnréttisstofu, Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu, námsbraut í kynjafræðum við Háskóla Íslands og Ríkislögreglustjóra með stuðningi frá European Family Justice Center Alliance

Dagskrána má nálgast hér.