Samskipti foreldra og barna: streita í foreldrahlutverkinu

Geðhjálp mun í vetur standa fyrir fræðsludagskrá um geðheilbrigðismál. Erindin verða haldin í sal Hlutaverkaseturs í Borgartúni 1, 105 Reykjavík kl. 20:00 og fara fram einn þriðjudag í mánuði, auk þess sem þau verða einnig í beinu streymi á Facebook síðu Geðhjálpar. Boðið verður upp á kaffi og spjall að fyrirlestrunum loknum. 

17. janúar kl 20:00
Samskipti foreldra og barna: streita í foreldrahlutverkinu – Elísabet Ýrr Steinarsdóttir fjölskyldufræðingur

Foreldrahlutverkið er krefjandi verkefni með allskonar áskorunum sem verða hluti af daglegu lífi fólks. Krefjandi hegðun og skapofsaköst ungra barna er eitt af því erfiðasta sem foreldrar upplifa, það er slítandi og oft á tíðum mjög mikill streituvaldur. Uppeldisaðstæður og fyrri reynsla foreldra hefur mikil áhrif á hvernig þeim líður í foreldrahlutverkinu.

Með bættum samskiptum og sjálfsskoðun má stuðla að dýpri tengslamyndun, minni streitu og meiri hamingju í foreldrahlutverkinu. Farið verður yfir birtingarmynd streitu, tengslamyndun, samskipti, erfiðar tilfinningar sem foreldrar upplifa, bjargráð og sjálfsmildi.