Greinar

Katrín Björg Ríkarðsdóttir
01.02.2024

Orðin okkar hafa áhrif

Orð hafa áhrifamátt, þau geta sært, sundrað og brotið niður en þau geta einnig huggað, nært og sameinað. Þannig hljóma skilaboðin sem Jafnréttisstofa sendir íslensku samfélagi með herferðinni Orðin okkar sem hleypt er af stokkunum í dag. Í herferðinni er spjótum beint að hatursorðræðu og mikilvægi þess að berjast gegn henni. Hatursorðræða er tjáning fordóma eða haturs í garð tiltekinna hópa, t.d. vegna kyns, kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, a...
Lesa meira
Hjalti Ómar Ágústsson
27.01.2023

Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi

„SEXAN“ er stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk sem ætlað er að fræða ungt fólk um mörk og samþykki, en einnig um tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis. Tímarnir breytast og mennirnir með og tímarnir eru sannarlega að breytast. Tækniþróun síðustu ára hefur verið mjög hröð og breytingar á því hvernig við höfum samskipti eru miklar og stöðugar. Rafræn samskipti eru æ algengari og unga kynslóðin er fljót að tileinka sér nýjar leiðir til að eiga samskipti. Tækni...
Lesa meira
Katrín Björg Ríkarðsdóttir
28.11.2022

Eflum skilning með fræðslu

Istanbúlsamningurinn (e. Istanbul Convention) fjallar um flestar tegundir líkamlegs og andlegs ofbeldis. Hann fjallar um umsáturseinelti, kynferðislegt ofbeldi, áreitni og nauðganir. Í samningnum er fjallað um sérstakar tegundir brota svo sem nauðungarhjónabönd, limlestingar á kynfærum kvenna og nauðungarfóstureyðingar. Auk þessa ítrekar samningurinn mikilvægi þess að bjóða gerendum og ofbeldismönnum úrræði og meðferð fagaðila. Istanbúlsamningurinn var samþykktur á vettvangi Evrópuráðsins (e....
Lesa meira
Bryndís Elfa Valdemarsdóttir
03.10.2022

Meinlaust eða hyldjúpt og óbrúanlegt kynjamisrétti?

Vitundarvakningunni Meinlaust? er ætlað að vekja athygli á birtingarmyndum kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni í samfélaginu og fá fólk til að opna augun fyrir sambandi á milli slíkrar hegðunar og hugmynda um karlmennsku, mörk og samþykki. Vitundarvakningin er eitt verkefna í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum fyrir árin 2020 – 2023. Kynbundin og kynferðisleg áreitni er með útbreiddustu vandamálum heims, hún á sér margar birtingarmyndir og hefur víðtækar ...
Lesa meira
Anna Lilja Björnsdóttir
12.05.2022

#Játak – jafnréttisátak í fjölbreytni

Í byrjun árs fór Jafnréttisstofa ásamt forsætisráðuneytinu af stað með #játak þar sem stjórnmálaflokkar voru hvattir til að huga að fjölbreytileika við uppstillingar á lista og við prófkjör fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fara fram næstu helgi. Það er nefnilega mikilvægt að fjölbreyttar raddir komi að allri ákvarðanatöku á sveitarstjórnarstigi. Konum hefur fjölgað jafnt og þétt sem kjörnum fulltrúum í sveitarstjórnum og eftir síðustu kosningar árið 2018 voru konur 47% fulltrúa. ...
Lesa meira
Arnfríður Aðalsteinsdóttir
16.12.2021

Jafnlaunastaðfesting: Nýr valkostur fyrir minni fyrirtæki og stofnanir

Frá því um mitt sumar 2017 hefur öllum fyrirtækjum og stofnunum með 25 starfsmenn eða fleiri verið skylt að öðlast jafnlaunavottun. Jafnlaunastaðfestingin er hins vegar nýmæli í lögunum og geta vinnustaðir með 25-49 stafsmenn nú valið á milli þess að: Öðlast jafnlaunavottun að undangenginni úttekt vottunaraðila á jafnlaunakerfi fyrirtækis eða stofnunar sem staðfestir að kerfið og framkvæmd þess uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85:2012. Öðlast ja...
Lesa meira
Katrín Björg Ríkarðsdóttir
14.09.2021

Jafnrétti á vinnumarkaði

Íslensk jafnréttislöggjöf er vinnumarkaðsmiðuð að miklu leyti og eru ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 ekki frábrugðin eldri jafnréttislögum að því leyti. Markmið laganna er að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Þessu markmiði skal m.a. ná með því að vinna gegn launamisrétti og annarri mismunun á grundvelli kyns á vinnumarkaði, m.a. með því að fyrirtæki og stofnanir uppfylli skily...
Lesa meira
Hjalti Ómar Ágústsson
21.05.2021

Jafnrétti og Norðurskautsráðið – mikilvægur áfangi

Ný alþjóðleg skýrsla um stöðu kynjajafnréttis á Norðurslóðum Út er komin tímamótaskýrsla um stöðu kynjajafnréttis á Norðurslóðum (e. Panarctic Report: Gender Equality in the Arctic). Útgáfa skýrslunnar hélst í hendur við 12. ráðherrafund Norðurskautsráðsins sem haldinn var í Reykjavík 19.-20. maí, en jafnréttismál á Norðurslóðum hafa verið meðal áherslusviða í formennsku Íslands í ráðinu undanfarin tvö ár. Skýrslan var lögð fyrir og samþykkt á ráðherrafundinum og var hluti a...
Lesa meira
Tryggvi Hallgrímsson
11.05.2021

Getur Istanbúlsamningurinn hjálpað okkur að takast á við Metoo?

Ofbeldi er þjóðfélagsmein og birtist okkur í frásögnum þeirra sem stigið hafa fram undir myllumerkinu #metoo, á síðustu misserum. Metoo-bylgjan frá haustmánuðum 2017 veitti innsýn í umfang mikils vanda en síðustu vikur hefur kastljósinu enn frekar verið beint að úrræðaleysi þolenda og meðvirkni með gerendum. Istanbúlsamningurinn (e. Istanbul Convention) var samþykktur á vettvangi Evrópuráðsins (e. The Council of Europe) 11. maí 2011 og undirritaður af íslenskum stjórnvöldum sama dag. ...
Lesa meira
Arnfríður Aðalsteinsdóttir
19.01.2021

TIL HAMINGJU MEÐ NÝ JAFNRÉTTISLÖG

Ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna Ný lög um stjórnsýslu jafnréttismála   Ný lög taka gildi Í lok síðasta árs voru samþykkt á Alþingi ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og lög um st...
Lesa meira
Jón Fannar Kolbeinsson
24.11.2020

Forgangsregla jafnréttislaga

Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 er hvers kyns mismunun á grundvelli kyns bönnuð (1. mgr. 24. gr.). Þá kemur einnig fram að „sértækar aðgerðir“ gangi ekki gegn lögunum (2. mgr. 24. gr.). Sértækar aðgerðir eru skilgreindar sem „sérstakar tímabundnar aðgerðir sem ætlað er að bæta stöðu eða auka möguleika kvenna eða karla í því skyni að koma á jafnri stöðu kynjanna á ákveðnu sviði þar sem á annað kynið hallar. Þar getur þurft tímabundið að veita öðru kyninu forga...
Lesa meira
Katrín Björg Ríkarðsdóttir
15.09.2020

Jafnréttisstofa 20 ára

Þegar ný kynjajafnréttislög voru sett á Alþingi snemma sumars árið 2000 var jafnframt samþykkt að setja á laggirnar sérstaka ríkisstofnun, Jafnréttisstofu, sem hefði eftirlit með framkvæmd laganna og sæi m.a. um fræðslu og veitti ráðgjöf um jafnréttismál. Stofnunin tók formlega til starfa 15. september það ár og heyrði undir félagsmálaráðuneytið. Meginmarkmið laganna um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000 hefur haldist óbreytt þrátt fyrir lagabreytingar árið 2008, e...
Lesa meira
Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir
19.06.2020

Er enn þörf fyrir jafnréttisbaráttuna?

Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur 40 ára og eldri langþráðan kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Síðan þá hefur 19. júní verið þekktur sem Kvenréttindadagur okkar Íslendinga. Í dag þykir barátta kvenna til kosningaréttar frekar sjálfsögð, við gleymum oft að þótt hún líti út fyrir að vera sjálfsögð í dag þá var hún það alls ekki árið 1915. Árið 1894 var Hið íslenska kvenfélag stofnað og árið 1895 söfnuðu þær konur sem stóðu á bak við félagið 2000 undirskriftum til að skora á Alþingi...
Lesa meira
Arnfríður Aðalsteinsdóttir
11.05.2020

Hræðast karlar gamalt fólk?

Hræðast karlar gamalt fólk spurðu stjórnendur Öldrunarheimilanna á Akureyri árið 2013 þegar gripið var til þess ráðs að auglýsa sérstaklega eftir körlum til umönnunarstarfa. Markmiðið var að jafna kynjahlutfallið í starfsmannahópnum sem samanstendur nær eingöngu af konum. Markmið Öldrunarheimilanna er í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla (10/2008). Þar er sú skylda lögð á atvinnurekendur að þeir vinni sérstaklega að því að jafna stöðu kynjanna á sínum vinnustað og a...
Lesa meira
Tryggvi Hallgrímsson
15.04.2020

Að lifa við sannleik sinnar samtíðar – hvernig verður kona forseti?

Kveðja flutt á málþinginu „Vigdís Finnbogadóttir: Hin víðtæku áhrif“ í tilefni af veitingu heiðursdoktorsnafnbótar á heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri, 8. nóvember 2019. Góðir samtíðarmenn – Frú Vigdís Finnbogadóttir. – Það er vandasamt er að gera grein fyrir áhrifum Vigdísar Finnbogadóttur á jafnréttismál. Viðfangsefnið er afar stórt. Því er við hæfi að vinda sér bara beint í niðurstöðuna: Vigdís Finnbogadóttir hefur haft meiri ...
Lesa meira
Norræna ráðherranefndin
28.11.2019

Eyrnamerkt feðraorlof öflug leið til að breyta venjum

90 prósent feðra á Norðurlöndum vilja taka ríkan þátt í umönnun barna sinna. Þeir telja þó ekki að aðrir karlar séu því samþykkir. Þetta er meðal niðurstaðna úr skýrslunni State of Nordic Fathers sem kemur út í dag. Meðal þess sem reynt er að svara í skýrslunni er hvers vegna feður á Norðurlöndum taka einungis á bilinu 10 og 30 prósent af öllu fæðingarorlofi. Niðurstöðurnar byggja á svörum frá 7500 körlum og konum frá öllum Norðurlöndunum. Spurningarnar sneru ...
Lesa meira
Katrín Björg Ríkarðsdóttir
04.11.2019

Mega fyrirtæki vinna að kynjajafnrétti?

Markmið þeirra laga sem í daglegu tali eru kölluð jafnréttislög og fjalla um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla er að jafna stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Þrátt fyrir það eru lögin mjög vinnumarkaðsmiðuð og gera þær kröfur til atvinnurekenda og stéttarfélaga að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Í takti við þá áherslu bera fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa 25 starfsmenn eða fleiri að jafnaði á ársgrundvelli ríkar skyldur fram yfir a...
Lesa meira
Katrín Björg Ríkarðsdóttir
28.08.2019

Byggjum brýr - brjótum múra

Eitt af hlutverkum Jafnréttisstofu er að vinna að forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi í samstarfi við önnur stjórnvöld og samtök sem sinna slíkum forvörnum sérstaklega. Undanfarið hefur samstarfið einkum falist í vinnu gegn heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum en styrkur fékkst úr áætlun Evrópusambandsins um réttindi, jafnrétti og borgararétt til að festa betur í sessi þær úrbætur sem hafa átt sér stað í málaflokknum og miðla reynslu af aðferðum sem hafa skilað árangri, mynda tengsl mill...
Lesa meira

Geta pabbar ekki grátið?

Jafnréttisstofa hefur í samstarfi við jafnréttisstofnanir í Eistlandi og Litháen unnið að verkefninu „Break“ um afnám kynjaðra staðalmynda sem eru heftandi fyrir marga og leiða m.a. til einsleitni í náms- og starfsvali. Afrakstur verkefnisins, verður kynntur á málþingi á Akureyri miðvikudaginn 9. maí og eru skólastjórnendur, kennarar, námsráðgjafar og forvarna- og félagsmálaráðgjafar sérstaklega hvattir til að mæta. Markmið jafnréttislaga er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum t...
Lesa meira
Arnfríður Aðalsteinsdóttir
17.04.2019

Jafnréttismál eru sveitarstjórnarmál

Sveitarfélag þar sem markvisst er unnið að jafnrétti kynjanna er réttlátara samfélag fyrir íbúana og eftirsóknarverðara fyrir alla. Mikilvægt verkfæri í þeirri vinnu er jafnréttisáætlun með skýrum markmiðum og tímasettri aðgerðaáætlun þar sem ábyrgð og eftirfylgni er tryggð. Vegna nálægðar við íbúana er sveitarstjórnarstigið í lykilstöðu til að vinna að jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins, hvort heldur sem stjórnvald, vinnuveitandi eða þjónustuveitandi. Sveitarfélög sem s...
Lesa meira
Jafnréttisstofa og ÍSÍ
18.03.2019

Íþróttafélög til fyrirmyndar

Samstarf Jafnréttisstofu og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) Jafnréttisstofa hefur eftirlit með framkvæmd laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Eftirlitið felst m.a. í innköllun jafnréttisáætlana þar sem m.a. þarf að koma fram hvernig staðið er að forvörnum til að fyrirbyggja kynbundið ofbeldi, kynbundna árei...
Lesa meira
Tryggvi Hallgrímsson
24.01.2019

Ábyrgt jafnréttisstarf

Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 ber fyrirtækjum og stofnunum, þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn, að setja sér jafnréttisáætlun. Áætlanirnar eru samþykktir skipulagsheilda um vinnu og markmið, sem hafa jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla að leiðarljósi. Jafnréttisáætlanirnar eru jafnframt viðurkenning atvinnurekenda á að nauðsynlegt sé að framkvæma sérstakar aðgerðir til að raunverulegt jafnrétti og jafnstaða kvenna og karla náist. Í jafnrét...
Lesa meira

Kynjað náms- og starfsval

Þann 14. nóvember sl. birti Menntamálastofnun niðurstöður samantektar á tölfræði starfsnáms á Íslandi. Niðurstöðurnar sýndu að hlutfall ungs fólks sem velur starfsnám er einungis lægra í Litháen og Írlandi af Evrópuríkjunum 27 innan OECD. Ennfremur sýna niðurstöðurnar að hlutfall kvenna í starfsnámi er næstlægst á Íslandi af löndunum 27 og kynjamunurinn var næstmestur hér á l...
Lesa meira
Katrín Björg Ríkarðsdóttir
27.08.2018

Hvers vegna hefur Jafnréttisstofa áhuga á íþróttafélögum?

„Íþróttakonur segja frá áreitni, mismunun og nauðgunum og krefjast breytinga“ var yfirskrift fréttar sem birtist í íslenskum fjölmiðli snemma árs. Þetta var því miður ekki eina fréttin af þessum toga sem skall á landsmönnum í kjölfar #metoo byltingarinnar. Fjöldi íþróttakvenna steig fram og vitnaði um óþolandi aðstæður og ástand og kröfðust þess að konur og stúlkur gætu stundað íþróttir í öruggu umhverfi. Jafnréttisstofa heyrir undir ráðherra velferðar- og jafnréttismála og hefur efti...
Lesa meira

Jafnréttisáætlanir skólanna eiga að tryggja framþróun í jafnréttismálum

Allt frá setningu fyrstu jafnréttislaganna árið 1976 hafa lögin kveðið á um jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum. Í 23. grein laganna um menntun og skólastarf segir að á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu- og atvinnulífi. Samkvæmt lagagreininni á að tryggja að kennslu- og námsgögn séu þannig úr garði gerð að kynjunum sé ekki mismunað og í starfsfræð...
Lesa meira
Sigrún Sigurðardóttir
26.04.2018

Rannsóknamiðstöð gegn ofbeldi við Háskólann á Akureyri

Þann 9. júní 2017 var dagur rauða nefsins, til að vekja athygli á að heimsforeldrar og UNICEF berjast saman fyrir betri heimi fyrir öll börn. Það var því vel við hæfi að sá dagur væri valinn fyrir mína doktorsvörn: Kynferðislegt ofbeldi í æsku: Afleiðingar og heildræn meðferðarúrræði. Helstu niðurstöður doktorsrannsóknar minnar eru að afleiðingar kynferðislegs ofbeldis eru alvarlegar fyrir heilsufar og líðan og geta haft í f...
Lesa meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir
26.04.2018

Ný nálgun á Íslandi í baráttunni gegn heimilisofbeldi

Umfjöllunarefni þessarar greinar er nýtt verklag á Íslandi í málum er varða heimilisofbeldi. Undir þá skilgreiningu falla brot sem fullnægja þurfa tveimur skilyrðum; Fyrri forsendan er sú að gerandi og brotaþoli tengist nánum böndum, séu t.d. skyld eða tengd. Til dæmis getur verið um að ræða núverandi eða fyrrverandi maka, fólk í hjónabandi eða sambýlisfólk, börn, systkini, foreldra eða forráðamenn. Einnig kann að vera um þriðja aðila að ræða, ef tilgangurinn er að ná til manneskju í nánum te...
Lesa meira

101 kvenréttindadagur

Kvenréttindadagurinn er runninn upp í 101 sinn. Það var 19. júní árið 1915 sem Danakonungur undirritað lögin sem veittu íslenskum konum 40 ára og eldri kosningarétt til Alþingis. Haldið hefur verið upp á daginn frá árinu 1916, lengi vel með fjáröflun til Landspítalasjóðsins en íslenskar konur ákváðu að safna fé til byggingar Landspítala í minningu kosningaréttarins.  Ég hef stundum velt því fyrir mér hvað gömlu kempurnar Ólafía Jóhannsdóttir, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Ingibjörg H. Bjar...
Lesa meira

Betur má ef duga skal

Árið 2010 settu íslensk stjórnvöld, í ljósi þess hversu hægt gekk að fjölga konum í stjórnunarstörfum innan atvinnulífsins, ákvæði í lög nr. 2/1995, um hlutafélög, með síðari breytingum, um hlutfall kynja í stjórnun hlutafélaga og átti ákvæðið við um stjórnir fyrirtækja þar sem fleiri en 50 manns starfa á árs grundvelli. Að auki er fyrirtækjum skylt að gæta að kynjahlutföllum við ráðningu framkvæmdastjóra og að senda hlutafélagaskrá upplýsingar um hlutföll kynjanna me...
Lesa meira

Besta blandan: Fjölbreytt atvinnulíf og öflugt velferðarkerfi

Ráðstefna um framtíð vinnumarkaðarinsRáðstefna um framtíð vinnumarkaðarins Um þessar mundir fara Norðmenn með formensku í Norrænu ráðherranefndinni. Það stendur mikið til, þar á meðal á sviði jafnréttismála. Nýlega var haldin ráðstefna undir yfirskriftinni Framtíð vinnumarkaðarins þar sem sta&...
Lesa meira

Rannsökum kynjabilið í menntun

Viðskiptablaðið birti fyrir nokkrum dögum furðulega grein undir yfirskriftinni „Fórnarlambinu kennt um“. Þar er undirrituð sökuð um léttúð í mjög alvarlegu máli. Í upphafi greinarinnar segir: „Aukið brottfall drengja úr skóla og hreint út sagt skelfilegur árangur Íslands í PISA-könnunum þegar kemur að læsi drengja voru fra...
Lesa meira

Jafnréttislög í 40 ár

Annáll 2016Árið sem leið var viðburðaríkt að venju hvað varðar jafnrétti kynjanna. Á árinu lagði Jafnréttisstofa mikla áherslu á innköllun jafnréttisáætlana enda eru þær mikilvægt tæki á vinnumarkaði til að ýta undir kynjajafnrétti. Sa...
Lesa meira
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir

Kennum kynjafræði!

Sagan er svo glimrandi góð leið til að útskýra núið. Með henni getum við skoðað fyrirbæri í sögulegu samhengi, tengt við nútímann og varpað þannig skýrara ljósi á veruleikann. Konur hafa þurft að gjalda fyrir kynferði sitt frá upphafi siðmenningar, frá drekkingum til drusluskömmunar. Kerfisbundin kúgun hefur verið hl...
Lesa meira

Innleiðum Istanbúlsamninginn strax

Um þessar mundir er verið að sýna kvikmyndina 37 víða um heim. Myndin fjallar um nauðgun og morðið á Kitty Genovese í New York árið 1964.Um þessar mundir er verið að sýna kvikmyndina 37 víða um heim. Myndin fjallar um nauðgun og morðið á Kitty Genovese í New York árið 1964. Alls urðu 37 konur og karlar vitni að ofbeldinu en enginn kom konunni til hj&aa...
Lesa meira
Halla Bergþóra Björnsdóttir

Heimilisofbeldi

16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldiHeimilisofbeldi hefur verið dulið vandamál í samfélaginu – leyndarmál sem þolendur eiga erfitt með að segja öðrum frá og hvað þá leita sér hjálpar. Eftir því sem umræðan hefur opnast síðustu ár hefur áherslan á heimilisofbeldi og afleiðingar þess verið mun meiri. Heimilisofbeldi getur teki...
Lesa meira
Formenn stéttarfélaga

Er launamunur kynjanna náttúrulögmál?

Fjörutíu ár eru síðan lög um jafnrétti kvenna og karla nr. 78/1976 voru samþykkt frá Alþingi.Þar segir: „Tilgangur laga þessara er að stuðla að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla”. Þessi texti er í samræmi við 65 gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, þar sem segir: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og ...
Lesa meira
Auður Magndís Auðardóttir

Hælsærið mitt

Ég er með hælsæri. Krónískt hælsæri. Það er óþægilegt og hamlandi. Ef ég væri ekki með hælsæri þá gæti ég gengið miklu lengra á hverjum degi. Ég gæti unnið lengur og væri hamingjusamari &...
Lesa meira

Frá jaðri nær miðju: Á að veita þolendum kynferðisbrota hlutaðild að sakamálum?

Þeir sem hafa aðild að sakamálum er ríkið annars vegar og sakborningur hins vegar. Litið er svo á að refsiákvæði lúti fyrst og fremst að gæslu almannahagsmuna og að varsla þessara hagsmuna sé í höndum framkvæmdarvalds og dómsvalds. Því er ekki gert ráð fyrir að brotaþolar eigi hagsmuna að gæta í þessu sambandi. Þ...
Lesa meira
Formenn fimm stéttarfélaga

Jafnréttismál á krossgötum

Er launamunur kynjanna náttúrulögmál?Fjörutíu ár eru síðan lög um jafnrétti kvenna og karla nr. 78/1976 voru samþykkt frá Alþingi. Þar segir: „Tilgangur laga þessara er að stuðla að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla.“ Þessi texti er í samræmi við 65 gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, þar sem segir: „Allir ...
Lesa meira

Ný námsskrá fyrir jafnréttisfræðslu

Frá því að fyrstu jafnréttislögin voru samþykkt hér á landi fyrir 40 árum hefur mikil áhersla verið lögð á fræðslu um jafnréttismál með margvíslegum hætti. Frá upphafi hefur verið kveðið á um jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum en því miður hefur verið mikill misbrestur á hva&...
Lesa meira
Ruth Rubio-Marín

Konur í Evrópu og umheiminum

Inngangsræða Ruth Rubio-Marín prófessorsTextinn er þýðing á ritaðri útgáfu af inngangsræðu á ráðstefnu European University Institute „State of the Union” sem flutt ...
Lesa meira

Jafnréttislög í 40 ár

Á fyrstu kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Mexíkó sumarið 1975 var samþykkt áskorun á þjóðir heims um að setja lög til að tryggja jafnrétti kvenna og karla. Þetta var árið þegar íslenskar konur vöktu heimsathygli með stórfundi á Lækjartorgi 24. október þar sem minnt var á mikilv&ae...
Lesa meira
Ársæll Arnarsson

Alþjóðleg samanburðarrannsókn sýnir að íslensk börn eiga best samskipti við feður sína.

Í skýrslu um alþjóðlegu rannsóknina „Heilsa og lífskjör skólabarna“ (Health and Behaviour of School-Aged Children) sem kom út þann 15. mars á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), kemur fram að þegar börn eru spurð um gæði samskipta sinna við feður sína tróna þau íslensku á toppnum. Í ranns&o...
Lesa meira

Í þágu mannréttinda, jafnréttis og friðar

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. marsÁrið 1910 var ákveðið á þingi sósíalískra kvenna í Kaupmannahöfn að gera 8. mars að alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Smátt og smátt öðlaðist þessi dagur vinsældir og viðurkenningu og er nú einn af þeim dögum sem Sameinuðu þjóðirnar leggja áherslu á sem dag mannr...
Lesa meira
Guðrún Jóhannsdóttir

Opið bréf til rektora háskólanna um kynjafræði- og jafnréttiskennslu

Í áætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum 2011-2014 var sett fram markmið um að inntak kennaramenntunar yrði endurskoðað og háskólar hvattir til að innleiða skyldunámskeið í kynjafræði fyrir alla nemendur.Í skýrslu félags- og húsnæðismálaráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála...
Lesa meira

Ár ungu kvennanna

Það lá ljóst fyrir í upphafi árs 2015 að mikið yrði um að vera á sviði jafnréttismála enda 100 ár liðin frá því að íslenskar konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis.Í upphafi árs gaf Jafnréttisstofa út dagatal sem helgað var afmæli kosningaréttarins og var því dreift &...
Lesa meira
Lísbet Harðar-Ólafardóttir

Litla samfélagið

Sólstafir, eru eins og Aflið, eins og Stígamót, eins og Drekaslóð. Ég nota yfirleitt hliðstæð samtök til samlíkingar þegar ég útskýri fyrir nýjum eyrum um hvað starfsemi okkar í Sólstöfum snýst. Þetta á líka við í mínum heimabæ, Ísafirði, og á sama tíma og ég er ánægð me&et...
Lesa meira

Ofbeldið og landsbyggðirnar

Þær umræður sem átt hafa sér stað undanfarna mánuði um ofbeldi í íslensku samfélagi, ekki síst kynferðisofbeldi, sýna og sanna að mikil þörf er á umræðum, vakningu og aðgerðum. Það verður aldrei rætt nógu mikið um kynferðisofbeldi og þær afleiðingar sem það hefur bæði á sál og l&iacut...
Lesa meira
Fanný Gunnarsdóttir

Setningarávarp Jafnréttisþings 2015

Ég vil byrja á því að bjóða ykkur öll hjartanlega, ráðherra jafnréttismála, þingstjóra, vore gode gæster fra Sverge, Anne Serner og María Edström - og ykkur öll sem takið þátt jafnréttisþingi 2015.  Ég vil lýsa yfir ánægju minni með góða þátttöku á þessu jafnr&...
Lesa meira
Óðinn Waage

Ég var því ekki vel búinn undir áfallið

Þegar ég var að vaxa úr grasi upp úr miðri síðustu öld þá var aðgengi að upplýsingum ekki mikið. Það voru dagblöðin sem hvert um sig hafði sína útgáfu af þeim veruleika sem að stjórnmálaskoðanir þeirra boðuðu þeim.  Maður las því bara teiknimyndasögurnar.Skólar skömmtuðu manni &aac...
Lesa meira
Ragnhildur Helgadóttir

Hugleiðing um konur í æðstu stöðum dómskerfisins, í tilefni af 19. júní 2015

Því var fagnað í sumar að öld er liðin frá því að fyrstu konurnar fengu kosningarétt. Það leið þó langur tími frá þessum tímamótum þar til konur tóku sæti á þingi í einhverjum mæli.Fyrsta konan var kjörin á þing árið 1922 en fyrsta konan sem var kjörin í almennum þingkosningum (...
Lesa meira

Framtíð kynjajafnréttis í Evrópu

Á þessu ári eru 20 ár liðin frá fjórðu kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Kína árið 1995. Jafnframt taka gildi ný þróunarmarkmið SÞ þar sem horft verður til mikilvægra mála næstu ára þar með talið kynjajafnréttis.Mikill áhugi var meðal Evrópuríkja á að k...
Lesa meira
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir

Af þrám og "kynskiptum"

Ég hélt eitt sinn fræðsluerindi hjá ónefndum samtökum um trans málefni. Þar fjallaði ég um orðanotkun, hugtök og hvernig það væri hagsmunamál okkar allra að tileinka okkur rétta nálgun. Í lok fyrirlestrarins var svo boðið upp á spurningar og umræður og tók þá ungur maður til máls. „Já, &thor...
Lesa meira
Árni Matthíasson

Kynjakvótar hjálpa körlum

Ég átti erindi á Bessastaði fyrir stuttu og tók dótturson minn með, enda langaði hann að kíkja þar inn og svo vildi hann fá mynd af sér með forsetanum. Eftir að heimsókninni lauk spurði ég hann hvernig honum hefði litist á.Þetta var fínt, sagði hann, og bætti við að hann hlakkaði til að sýna skólasystur sinni myndina þv&iacu...
Lesa meira

Jafnréttisstofa í 15 ár

Þann 15. september árið 2000 var Jafnréttisstofa opnuð við hátíðlega athöfn á Akureyri. Mikið vatn er til sjávar runnið frá því að lögin nr. 96/2000 tóku gildi en þau fólu í sér verulegar breytingar fá því sem áður var í samræmi við nýjar áherslur og kröfur alþjóðasamninga.L&...
Lesa meira

Nýtum kosningaréttinn í þágu jafnréttis

Þann 19. júní var því fagnað að 100 ár voru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt til Alþingis. Mikið var um dýrðir um land allt og víða var sagan rifjuð upp. Það er þó ekki síður ástæða til að horfa fram á við um leið og við minnumst þeirra fjölmörgu kvenna sem ruddu b...
Lesa meira
Páll Harðarson

Til forystu fallin(n)?

Ásýnd stjórna stærri fyrirtækja hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár. Í lok árs 2014 skipuðukonur um þriðjung stjórnarsæta í fyrirtækjum með 50 starfsmenn og fleiri. Sambærilegt hlutfall var um 15 prósent árið 2008. Þetta eru einmitt þau fyrirtæki sem ákvæði laga um kynjakvóta í stjórnum ná ti...
Lesa meira

Pekingsáttmálinn 20 ára

Frásögn af fundi kvennanefndar Sameinuðu Þjóðanna - New York 2015Fyrir 20 árum var boðað til fjórðu kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, að þessu sinni í Peking í Kína. Þar var samþykkt yfirlýsing og aðgerðaáætlun í 12 köflum til að bæta stöðu kvenna í heiminum, eða Pekingsáttmálinn eins og ég kýs a&e...
Lesa meira

Burt með ofbeldið, inn með réttlætið

ALÞJÓÐLEGUR BARÁTTUDAGUR KVENNA 2015Í 105. sinn er nú haldið upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna um heim allan. Í borginni Utrecht í Hollandi verður þess krafist að konur geti gengið óhultar um götur borgarinnar að nóttu sem degi. Í nokkrum löndum verður sýnd glæný heimildarmynd um stöðu kvenna í Indlandi en þar er gríðarlega...
Lesa meira

Ár anna og umræðna

Eins og undanfarin ár var mikið um að vera á sviði jafnréttismála árið 2014. Ísland fór með formennskuna í Norrænu ráðherranefndinni og því var töluvert um ráðstefnur og fundi. Það kom m.a. í hlut Íslands að fagna 40 ára afmæli samstarfs Norðurlandanna í jafnréttismálum.  ...
Lesa meira
Bryndís Valdemarsdóttir

Jafnréttismál á formennskuári Íslands 2014

Norræna ráðherranefndin var stofnuð árið 1971 og er þrátt fyrir nafnið ekki ein nefnd, heldur margar. Ein þeirra er Norræna ráðherranefndin um jafnréttismál (MR-JÄM), sem hefur starfað frá árinu 1974. Á liðnu ári var því sérstaklega haldið uppá 40 ára afmæli Norræns samstarfs um jafnréttismál á vettva...
Lesa meira

Innleiðum Istanbúlsamninginn

Árið 2011 lauk vinnu við gerð Samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Samningurinn er kenndur við borgina Istanbúl þar sem hann var formlega samþykktur. Nú hafa 14 ríki innleitt samninginn, sem þýðir að gripið hafi verið til nauðsynlegra aðgerða þannig að fullnægjandi teljist til að fullgilda hann....
Lesa meira
Sigrún Sigurðardóttir

„Friður í heiminum byrjar heima“

Heimilisfriður – heimsfriðurEftir að hafa rannsakað afleiðingar kynferðislegs ofbeldis í áratug, sé ég að það skiptir ekki öllu máli hvers konar ofbeldi á sér stað, ofbeldi er alltaf ofbeldi; kynferðislegt, líkamlegt, andlegt eða einelti. Afleiðingarnar eru þær sömu; niðurbrot líkama, huga og sálar.   Flestir sem tekið hafa þát...
Lesa meira
Elín Gróa Karlsdóttir

Stuðningur við konur í atvinnurekstri

Dagana 11. - 12. september síðastliðinn sótti ég fund um stuðning stjórnvalda við fyrirtækjarekstur kvenna sem var haldinn í London. Þátttakendur voru frá 13 löndum ásamt starfsfólki frá Evrópuráðinu og EIGE (Evrópsku jafnréttisstofunni). Frá öllum löndunum var einn sérfræðingar frá hinu opinbera og ráðgj...
Lesa meira

Eflum baráttuandann

Kvennafrídagurinn 24. október er að komast á virðulegan aldur. 39 ár eru liðin frá því að konur söfnuðust saman á fundum um land allt til að vekja athygli á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Þjóðfélagið nánast lamaðist.Í hugum margra kvenna kviknaði baráttuandi sem skilaði sér í stórfelldum samfélagsbreytingum &aac...
Lesa meira
Arnfríður Aðalsteinsdóttir

Skiptir kyn máli?

Í starfi mínu á Jafnréttisstofu hef ég heimsótt fjölmarga leik- og grunnskóla og spjallað við nemendur og starfsfólk um jafnrétti kynjanna. Í þeim heimsóknum velti ég gjarnan upp þeirri spurningu hvort kyn skipti máli. Flestir nemendur sem ég hef hitt hafa verið á þeirri skoðun að það skipti engu máli, a.m.k. ekki á Ísl...
Lesa meira

Kynjajafnrétti er hvorki ódýrt né ókeypis

Þann 16. ágúst birtist frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni: „Juku umsvifin á kreppuárunum“. Af fréttinni má skilja að Jafnréttisstofa hafi þanist út um 94% á árunum 2007-2012 þegar mikill niðurskurður átti sér stað í ríkisútgjöldum. Erfitt er að átta sig á hvernig þessi tala er fundin enda ...
Lesa meira

Jafnréttisstofa á Nordisk Forum 2014

Jafnréttisstýra fjallar um norrænu kvenna- og jafnréttisráðstefnuna Nordisk ForumDagana 12.-15. júní var haldið gríðarlega umfangsmikið norrænt jafnréttisþing í Malmö í Svíþjóð. Dagskráin var mjög umfangsmikil og umræðuefnin margvísleg, allt frá listum og menningu til ofbeldis og styrjalda. Fókusinn var að miklu leyti á konum og þeirra stö...
Lesa meira
Eygló Harðardóttir

Jafnrétti tryggir konum og körlum meiri lífsgæði

Til hamingju með kvenréttindadaginn íslenskar konur og karlar. Þann 19. júní  1915 fengu konur 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til jafns við karla. Jafn kosningaréttur og kjörgengi kynja var einn mikilvægast áfangi lýðræðisþróunar á Norðurlöndum því í þeim felast þau grundvallarmannréttindi að geta haft &...
Lesa meira

Aukið jafnrétti - aukin hagsæld

Rannsóknir hafa leitt í ljós að því meira kynjajafnrétti sem ríkir innan samfélaga, því meiri er hagsældin. Um árabil hafa stofnanir Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankinn og fleiri lagt mikla áherslu á að unnið sé markvisst að jafnri stöðu og jöfnum tækifærum kynjanna í menntun, atvinnulífi, stjórnmálum og einkalífi fólks. Þannig skiptir t.d. jafnrétti til náms gríðarlegu máli að ekki sé minnst á heilsugæslu sem vinnur að því að draga úr barna- og mæðradauða, afnámi ofbeldis gegn konum og þannig...
Lesa meira
Arnfríður Aðalsteinsdóttir

Hinir nýju kvennaskólar - eru konur að yfirtaka háskólana?

Fimmta árið í röð er Ísland í efsta sæti í rannsókn Alþjóðaefnahagsráðsins (2013) á jafnrétti kynjanna á heimsvísu. Finnland, Noregur og Svíþjóð raða sér svo í annað til fjórða sæti. Með túlkun á gögnum rannsóknarinnar má segja að Norðurlöndin hafi, að jafnaði, ...
Lesa meira
Tryggvi Hallgrímsson

Kynbundið ofbeldi – Hvað er hægt að gera?

Sameinuðu þjóðirnar hafa endurtekið lagt áherslu á mikilvægi þátttöku karla í vinnu gegn kynbundnu ofbeldi. Árið 1995, í tengslum við Pekingráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, var ályktað um mikilvægi þátttöku karla sem lið í að koma á nauðsynlegum breytingum sem tryggja kynjajafnrétti. Sameinuðu þj&oac...
Lesa meira
Eygló Harðardóttir

Karlar í umönnunar- og kennslustörfum

Ávarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra,  á fundi aðgerðahóps um launajafnr&eacu...
Lesa meira

Ár ofbeldisumræðunnar

Árið 2013 var að vanda viðburðaríkt á sviði jafnréttismála. Árið hófst á því að hópur á vegum velferðarráðuneytisins tók til starfa til að fylgja eftir tillögum um aðgerðir til að draga úr launamun kynjanna. Sérstakur starfsmaður vinnur í velferðarráðuneytinu við að fylgja tillögunum eftir og...
Lesa meira

Niður með vopnin

Erindi flutt á málþingi um framlag íslenskra kvenna og stjórnvalda til friðaruppbyggingar á stríðsátakasvæðum, 13. desember 2013 á Þjóðminjasafni ÍslandsFyrir nákvæmlega mánuði síðan veittist mér sá heiður að sitja ráðstefnu í Osló í tilefni af 100  ára afm&ael...
Lesa meira
Sigrún Sigurðardóttir

Kemur þér það við? – Að segja frá…og vera trúað…gefur von

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismála-stofnuninni er ofbeldi alvarlegt heilbrigðisvandamál. Allar þjóðir heims eru hvattar til að styrkja og auka forvarnir gegn ofbeldi og koma því markvisst inn í mennta-, félagsmála-, laga- og heilbrigðiskerfið og mikilvægt er að hefja forvarnir snemma.Einstaklingur sem beittur er ofbeldi getur orðið fyrir sálrænu áfalli og...
Lesa meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Þekking til framfara

Ávarp flutt við úthlutun styrkja Jafnréttissjóðs, kvennafrídaginn 24. október 2013 Kvennafrídagurinn 24. október er merkilegur dagur í sögu íslenskrar kvennahreyfingar því segja má að þann dag árið 1975 hafi hún á ný risið upp sem hin öfluga, fjölmenna samstö&et...
Lesa meira
Inga Dóra Pétursdóttir

Ljósberarnir okkar

Dagurinn 25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur  gegn kynbundnu ofbeldi. Líkt og undanfarin ár stendur UN Women fyrir Ljósagöngu sem verður farin í kvöld klukkan sjö. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks til að vekja athygli á hinum ólíku birtingarmyndum kynbundins ofbeldis og afleiðingum þess. Átakinu lýkur 10. desember á al&tho...
Lesa meira
Eygló Harðardóttir

Málþingið Kyn og fræði: ný þekking verður til“

Ávarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherraMálþing haldið á Grand hóteli 24. október 2013Góðir gestir.Ég vil byrja á því að óska öllum til hamingju með daginn – stofndag Sameinuðu þjóðanna og afmælisdag íslenska kvennafrídagsins.24. október hefur allt frá baráttufundi íslensku kvennahreyfingarinnar á Lækjartorgi árið 1975,  verið helgaður baráttunni fyrir réttindum kvenna á vinnumarkaði, fyrir launajafnrétti og fyrir auknum aðgangi kvenna að s...
Lesa meira
Ingólfur Á. Jóhannesson-Katrín B. Ríkarðsdóttir

Er hægt að bjóða kynjakerfinu birginn?

Reynsla átta kvenna af smíðum og tölvunarfræðiKynbundið náms- og starfsval hefur umtalsverð áhrif á uppbyggingu og þróun samfélaga. Með því er lagður grunnur að kynjaskiptingu samfélagsins sem á stóran þátt í að viðhalda kerfisbundnu misræmi í aðstöðu kynjanna á vinnumarkaði þar sem störf kvenna njóta oftast nær m...
Lesa meira

„Engin hornkerling vil ég vera“

Góðir landsfundargestir Fyrir rúmlega 1000 árum bjuggu afar skeleggar húsfreyjur hér í Rangárþingi eins og lesa má um í Njálu. Þar fóru fremstar í flokki Hallgerður Höskuldsdóttir á Hlíðarenda og Bergþóra Skarphéðinsdóttir á Bergþórshvoli. Þær hikuðu ekki við að drepa húskarla...
Lesa meira

Launamisrétti kynjanna – nú reynir á

Enn einu sinni leiðir ný könnun BHM í ljós hve víðtækt launamisrétti kynjanna er í íslensku samfélagi. Þrátt fyrir samþykktir, aðgerðaáætlanir, kjarasamninga og úttektir fyrirtækja og stofnana er launamunurinn enn til staðar. Reynslan sýnir að ef ekki er staðið á verðinum með stöðugu eftirliti og aðgerðum falla v&ou...
Lesa meira

Hver á að standa undir velferðinni?

Evrópubúar standa frammi fyrir margvíslegum vanda um þessar mundir. Það er ekki bara efnahagskreppan sem herjar á þá eins og reyndar fleiri í heiminum heldur stendur Evrópa frammi fyrir fækkun fólks í sumum ríkjum, of lítilli frjósemi og samþjöppun byggðar, meðan eldra fólki og það jafnvel mjög gömlu fjölgar jafnt og þétt....
Lesa meira
Eygló Harðardóttir

Réttindabarátta kvenna og jafnrétti kynja til framtíðar

Íslenskar konur, til hamingju með kvenréttindadaginn. Eftir tvö ár verður haldið upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna til Alþingis, það er að segja kvenna sem orðnar voru 40 ára og eldri.Einmitt þessa dagana eru Norðmenn að halda upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna en munurinn er sá að hjá þeim fengu allar konur sem uppfyllt...
Lesa meira
Þórður Kristinsson og Arnfríður Aðalsteinsdóttir

Hið gullna jafnvægi, - draumsýn eða veruleiki?

Hver vill ekki auka lífsgæði sín og finna hið gullna jafnvægi á milli fjölskyldulífs og atvinnu, - lágmarka togstreituna milli vinnu og einkalífs og njóta sín án samviskubits í báðum hlutverkunum?Vinnan skipar stóran sess í lífi flestra og því skiptir miklu hvernig komið er til móts við þarfir okkar þegar sinna þarf má...
Lesa meira

Á fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna: Ofbeldinu verður að linna

„Ef takast á að draga úr ofbeldi gegn konum verður að framfylgja lögum, efla forvarnir og samræma þær viðbrögðum, sjá til þess að þjónusta við brotaþola sé samhangandi og tryggja að við höfum raunhæfa mynd af ástandinu með því að safna og skrá áreiðanlegar upplýsingar.“ Þetta var inntakið &i...
Lesa meira

Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs er jafnréttismál

Eflaust þekkja flestir á eigin skinni hvernig togstreita getur skapast milli heimilis og vinnu og aðstæður í versta falli orðið slíkar að fólki finnist það sífellt vera að svíkjast undan merkjum, ýmist gagnvart fjölskyldunni eða vinnunni.En þótt við höfum hvert um sig hugmynd um hvernig þetta getur verið er mikilvægt að afla sem mestra upplýsing...
Lesa meira

Kynjasamþætting í starfi Jafnréttisstofu

Með nýrri jafnréttislöggjöf árið 2008 var kynjasamþætting lögfest sem sú aðferð sem nota á til að ná fram auknu jafnrétti kynja í íslensku samfélagi.Jafnréttisstofa hefur eftirlit með framkvæmd jafnréttislaga auk þess sem hún hefur víðtækt fræðslu- og leiðbeiningahlutverk og hafa námskeið um kynjasam&th...
Lesa meira
Jóhanna Sigurðardóttir

Nú er nóg komið !

Nú er nóg komið er yfirskrift Kvennastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UN Women, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, í ár.Nú er nóg komið af ofbeldi gegn konum og stúlkubörnum, en ofbeldinu má líkja við heimsfaraldur. Talið er að á heimsvísu verði allt að sjö af hverjum tíu konum einhvern tíma fyrir kynbundnu ofbeld...
Lesa meira
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Hjólar fröken Reykjavík?

Fyrir ári síðan, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, samþykkti borgarráð að hleypa af stokkunum hjólafærniverkefni sem þeir kölluðu „Fröken Reykjavík á hjóli". Þann dag ákvað meirihlutinn að fundin yrði skýring á þeim mikla mun sem er á hjólanotkun karla og kvenna en einungis 8% kvenna hjóla að jafna&...
Lesa meira
Tinna K. Halldórsdóttir og Guðbjörg L. Rafnsdóttir

Er álið málið? Samfélagsbreytingar og atvinnumöguleikar kvenna á Austurlandi

Um miðjan síðasta áratug átti sér stað umrót og breytingar á Austurlandi með stærstu einstöku framkvæmdum Íslandssögunnar; byggingu Kárahnjúkastíflu og álvers Alcoa Fjarðaáls.Framkvæmdunum fylgdu ýmsar samfélagsbreytingar; fjölgun íbúa á svæðinu, fjölgun starfa, hækkun húsnæðisverðs, a...
Lesa meira

Öflugt tæki í baráttunni við kynbundið ofbeldi

Í síðustu viku var haldin ráðstefna í Helsinki í Finnlandi á vegum Evrópuráðsins, finnska þingsins og utanríkisráðuneytis Finnlands til að kynna samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og ofbeldi á heimilum.Þátttakendur komu frá ríkjum í norðanverðri Evrópu en sambærilegar ráðstefnur verða haldnar á öðrum svæðum álfunnar. Annars vegar voru haldin erindi um inntak samningsins, hins vegar greindu fulltrúar einstakra ríkja frá því hvað væri verið að gera til að undirbú...
Lesa meira

Öflugt tæki í baráttunni við kynbundið ofbeldi

Í síðustu viku var haldin ráðstefna í Helsinki í Finnlandi á vegum Evrópuráðsins, finnska þingsins og utanríkisráðuneytis Finnlands til að kynna samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og ofbeldi á heimilum.Þátttakendur komu frá ríkjum í norðanverðri Evrópu en sambærilegar rá...
Lesa meira

Ár baráttu gegn klámi og kynbundnu ofbeldi

Árið 2012 var að venju viðburðaríkt á sviði jafnréttismála. Fjórða árið í röð var Ísland í efsta sæti á lista World Economic Forum sem mælir kynjamun í heiminum.Ísland bætti við sig stigum eins og reyndar hefur gerst frá árinu 2006 en mælingin nær yfir árin 2006-2012. Sem fyrr eru það möguleikar til m...
Lesa meira
Guðbjörg L. Rafnsdóttir og Margrét Þorvaldsdóttir

Kynjakvótar og mögulegar hindranir á leið kvenna til æðstu stjórnunar

Í kjölfar kreppunnar sem legið hefur yfir evrópsku efnahagslífi frá árinu 2008 hefur umræðan aukist um lágt hlutfall kvenna við æðstu stjórn evrópskra fyrirtækja. Ísland hefur ekki farið varhluta af þeirri umræðu.Markmið þessarar greinar er tvíþætt. Annars vegar að skoða viðhorf til kynja-kvóta og kynjaj&ou...
Lesa meira
Hjálmar G. Sigmarsson

Réttu upp hönd ef...

Um daginn sat ég umræðufund í tilefni 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi og þegar leið á fundinn lagði einn frummælandinn fyrir salinn eftirfarandi spurningu: „Réttið upp hönd, ef þið hafið nokkurn tíma verið hrædd um að vera nauðgað."Í salnum voru rétt rúmlega tuttugu manns, þar af réttu nærri allar konurnar í salnum upp h...
Lesa meira
Guðný Ósk Laxdal

Að sýna náunganum væntumþykju

Samfélagið okkar á mikið eftir að þróast þegar kemur að andlegri líðan. Andleg heilsa er eitthvað sem má ekki ræða, leyndarmál og eitthvað skömmustulegt.Þegar einstaklingar verða fyrir andlegum vandamálum, líður illa eða er boðið að fara eitthvað út en komast ekki er því ævinlega borið við að um einhvers konar l&iac...
Lesa meira
Eygló Árnadóttir

Kynbundið ofbeldi er glæpur gegn mannkyninu

Stór hluti kvenna í heiminum verður fyrir kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Og ekki bara í Langtíburtistan. Í lok ársins 2010 voru birtar niðurstöður viðamikillar rannsóknar, sem unnin var fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið, sem gefa til kynna að yfir 40% íslenskra kvenna hafi einhvern tímann á ævinni orðið fyrir ...
Lesa meira
Andrés Ragnarsson

Opið bréf til karla

Ert þú að „missa stjórn á þér" í árekstrum við maka þinn? Ert þú „sjúklega afbrýðisamur" og ræður bara ekki við það? Finnst þér að maki þinni viti „á hvaða takka hún á að ýta" til að „gera" þig reiðan? Telur þú að ofbeldið sé það eina sem h&u...
Lesa meira
Stefán Stefánsson

Ógnvænleg áhrif kláms á réttindi barna

Sex ára telpa lýsir því hvernig 12 ára gamall frændi hennar beitti hana kynferðislegu ofbeldi síendurtekið: „Hann gerði alltaf það sama nema þegar hann lærði eitthvað nýtt af myndunum eins og að binda mig“. Þessi lýsing er meðal þess sem kom fram í máli Þorbjargar Sveinsdóttur, sérfræðings hjá Barnahú...
Lesa meira

Launamisréttið burt - Vilji er allt sem þarf

Á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975 ákváðu kvennasamtök á Íslandi að sýna fram á hve mikilvægt vinnuframlag kvenna væri fyrir samfélagið allt. Ákveðið var að leggja niður störf á degi Sameinuðu þjóðanna 24. október og safna konum saman um allt land. Þátttaka var gríðarleg og samfélagið nánast lamaðist.Íslenskar konur urðu heimsfrægar fyrir samstöðu og öflugar aðgerðir. Síðan hefur þessi dagur verið séríslenskur baráttudagur kvenna og jafnan helgaður stöðu þeirra á vinnumarkaði þótt ýmis ...
Lesa meira

Jafnréttisfræðsla í skólum

Frá dauðum lagabókstaf til jákvæðrar aðgerðaskylduÍ jafnréttislögum hafa verið ákvæði um jafnréttisfræðslu í skólakerfinu frá því slík lög voru fyrst sett hér á landi árið 1976. Þrátt fyrir þetta virðist meirihluti grunnskóla landsins ekki hafa skipulagða jafnréttisfræðslu.Í greininni er reynt að...
Lesa meira
Jón Snorri Snorrason

Yfirlit um stöðu og áhrif jafnari kynjahlutfalla við stjórnun og í stjórnum fyrirtækja

Í greininni er farið yfir stöðu kvenna í stjórnum fyrirtækja, bæði hér á landi og erlendis en hér á landi eru aðeins rúm 20% stjórnarsæta skipuð konum og svipað hlutfall er í hópi æðstu stjórnenda.Jón Snorri fer yfir þróun þessara mála og reynir að leita skýringa á stöðunni og hvernig hún ge...
Lesa meira

Fyrst kvenna á þingi

Erindi flutt í Alþingishúsinu 8. Júlí 2012 í tilefni af því að þann dag voru 90 ár liðin frá því að Ingibjörg H.Bjarnason var kjörin á þing fyrst kvenna. Ágætu hátíðargestir. „Fyrstu konurnar, brautryðjendurnir, verða auðvita&et...
Lesa meira
Arnfríður Guðmundsdóttir

Frú biskup

Næstkomandi sunnudag verður kona vígð í fyrsta skipti til embættis biskups Íslands. Þá verður brotið blað í íslenskri kirkjusögu en einnig í réttindabaráttu íslenskra kvenna. En vígsla konu í embætti biskups Íslands er ekki bara sögulegur atburðir í íslensku samhengi heldur einnig í hinu alþjóðlega kirknasamf&ea...
Lesa meira

Réttlátara og betra samfélag

Eftir nákvæmlega þrjú ár verður þess minnst að 100 ár verða liðin frá því að íslenskar konur 40 ára og eldri fengu kosningarrétt til Alþingis. Það var einmitt 19. júní fyrir 97 árum sem Danakonungur undirritaði lög þessa efnis en kosningaaldur kvenna átti svo að lækka um eitt ár á ári niður í...
Lesa meira

Birtingarmyndir ofbeldis – afleiðingar og úrræði.

Ágætu ráðstefnugestir. Velkomin á ráðstefnuna Birtingarmyndir ofbeldis – afleiðingar og úrræði.  Þetta er í annað sinn sem Jafnréttisstofa, Rannsóknarstofnun gegn ofbeldi og Háskólinn á Akureyri standa saman að endurmenntunarnámskeiði og ráðstefnu um kynbundið ofbeldi frá ýmsum hliðum. Fyrri ráðstefnan...
Lesa meira
Hjálmar G. Sigmarsson

Að virkja ungt fólk í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi

Námskeið um jafnréttismál og kynbundið ofbeldi fyrir starfsfólk Félagsmiðstöðva AkureyrarbæjarFræðsla og umræða um kynbundið ofbeldi hefur færst í aukana. Síðastliðin ár hafa yfirvöld markað skýrari stefnu í þessum málum með aðgerðaáætlunum, rannsóknum og fræðslu.Þar á meðal hafa sveitafélög aukið aðgerðir sínar o...
Lesa meira

Konur í dreifbýli og kynheilbrigði kvenna

Fundur kvennanefndar SÞ 2012 Árlegur fundur kvennanefndar SÞ hófst í New York 27. febrúar og stóð til 9. mars. Að þessu sinni var aðalumræðuefnið valdefling kvenna í dreifbýli og útrýming hungurs og fátæktar. Önnur umræðuefni voru fjármögnun jafnréttisbaráttunnar og hvernig hægt væri að auka þátttöku drengja o...
Lesa meira

Enn er mikið verk að vinna

Í dag er haldið upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna í 101. sinn. Í tilefni dagsins sendi ég konum um land allt baráttukveðjur. Sameinuðu þjóðirnar helga daginn valdeflingu kvenna í dreifbýli og útrýmingu hungurs og fátæktar. Í Reykjavík verður sjónum beint...
Lesa meira
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir

Persónulegt rými

Á hverjum degi upplifum við líkama okkar í mismunandi rýmum án þess að hugsa mikið út í þær almennu reglur sem gilda í hverju rými fyrir sig. Persónulega hafði ég ekki hugsað mikið um það fyrr en ég las um þetta innan kynjafræðinnar, t.d. að hið almenna rými og hið persónulega eru algjörlega sitthvor hluturinn, ef h...
Lesa meira

Kvenmannslaus saga, framtíðarlandið og baráttan gegn kynbundnu ofbeldi

Undir lok ársins 2011 bárust þær fréttir að Ísland væri efst á jafnréttislista World Economic Forum þriðja árið í röð. Það er athyglisvert að Ísland bætir við sig stigum en að þessu sinni var bætt við spurningum varðandi ýmsa þætti svo sem lagasetningu, fæðingarorlof og skatta.Þetta eru ánægjule...
Lesa meira
Tryggvi Hallgrímsson

Ofbeldi karla: 106 – 4 (2009)

Kynbundið og kynferðislegt ofbeldi, eins og annað ofbeldi, er að mestu framið af körlum. Talið er að um 95% alls ofbeldis í heiminum sé framið af karlmönnum. Hagstofa Íslands segir okkur að árið 2009 afplánuðu 110 einstaklingar á Íslandi refsingu vegna manndrápa, kynferðis- og ofbeldisbrota. Af þeim voru 106 karlar og 4 konur. Tölfræði og staðreyndi...
Lesa meira
Hugrún R. Hjaltadóttir

„Æ, hann er bara skotinn í þér“

Hver þekkir ekki þennan gamla frasa? Ég get sjálf ekki talið á fingrum annarrar handar hversu oft þetta var sagt við mig sem barn. Þegar ég heyrði þessi orð út undan mér á leikskólalóð fyrir stuttu tók hjartað í mér kipp og sú hugsun læddist að mér að í raun lýsir þessi setning og viðhorfin sem hún end...
Lesa meira
Sigrún Sigurðardóttir

„SEGÐU FRÁ“

Líkaminn tjáir það sem við komum ekki í orðHeilsufar okkar og heilsufarsleg vandamál geta sagt mikla sögu, sögu um það sem við höfum upplifað á lífsleiðinni og það sem markað hefur spor í tilfinningar okkar og heilsufar.  Rekja má marga sjúkdóma og heilsufarsleg vandam&aacu...
Lesa meira
Hjálmar G. Sigmarsson

Þetta kemur okkur öllum við

Hugleiðingar um þátttöku karla í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldiEins og margir hafa tekið eftir þá stendur nú yfir alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Tilgangur átaksins er að draga kynbundið ofbeldi, og þá fyrst og fremst ofbeldi karla gegn konum, fram í dagsljósið sem mannréttindabrot og auka þar með þekkingu og ábyrga umræðu um þennan m&aacu...
Lesa meira
Jón Karl Einarsson

Kynjafræði í framhaldsskólum

Ég er tvítugur námsmaður í Borgarholtsskóla og hef síðastliðna önn setið í áfanga sem kallast Kynjafræði 103 og fjallar um jafnrétti og mismun á milli kynja á hinum ýmsu stöðum í hinum ýmsu samfélögum. Ég viðurkenni það fúslega að áður en ég fór í þennan áfanga var é...
Lesa meira
Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir

Saman erum við STERK gegn vændi

Þrátt fyrir að langflestir karlmenn kaupi aldrei vændi er vændismarkaðurinn stór hér heima og erlendis. Norrænar rannsóknir sýna að 14% danskra karla og 13% norskra karla 18 ára og eldri kaupi eða hafi keypt vændi einhvern tímann á ævinni. Svipaðar tölur voru einnig í Svíþjóð áður en Svíar bönnuðu vændiskaup 1999.
Lesa meira
Hugrún R. Hjaltadóttir

Náum jafnvægi

Samræming fjölskyldu- og atvinnulífsErfiðleikar við að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf er einn helsti stressvaldur í lífi margra. Nú á tímum óvissu í efnagaslífi þjóðarinnar eykst álagið enn frekar. Óöryggi á vinnumarkaði vegna sparnaðar, niðurskurðar og aukið atvinnuleysi veldur því að fólk verður óörug...
Lesa meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé

Karlavandamálið endalausa

Áfram stelpur standa á fætur, slítum allar gamlar rætur, þúsund ára kvennakúgunar." Við þennan og fleiri baráttusöngva kvennabaráttunnar ólst heil kynslóð upp. Baráttuandi var í lofti, konur lögðu niður störf og fylktu liði út á götur til að sýna mikilvægi sitt í samfélaginu. Mikilvægi sem öllum...
Lesa meira

Launajafnrétti kynjanna

barátta í hálfa öld Barátta fyrir launajafnrétti kynjanna á sér langa sögu, oft þyrnum stráða. Ég fer þó ekki lengra aftur í tímann en hálfa öld, til að rifja upp þegar Alþingi samþykkti árið 1961 lög um launajöfnuð kvenna og karla. Laun kvenna skyldu hækka í áföngum til jafns við laun karla fyrir sömu störf í...
Lesa meira
Hugrún R. Hjaltadóttir

Hugleiðingar um menningu launaleyndar

Á Jafnréttisstofu fáum við símtöl frá konum sem uppgötva að eftir áralangt starf hjá vinnuveitanda hefur karl á næstu skrifstofu allt að helmingi hærri laun en þær, fyrir sama starf. Baráttan fyrir sömu launum fyrir sama starf hefur staðið í yfir 100 ár og undanfarna áratugi hefur árangurinn látið bíða eftir sér. Lö...
Lesa meira

Staðalímynd kvenna og vísindi

Skólastarf er að hefjast víðsvegar um landið og nemendur takast á við ný og ólík verkefni. Íslenskt samfélag stendur framar mörgum öðrum þjóðum þegar kemur að jafnréttismálum og við að uppræta staðalímyndir. Kynjabundnar staðalímyndir hafa spilað veigamikið hlutverk við að móta samfélag okkar í gegn...
Lesa meira

Sveitarstjórnir verða sífellt mikilvægari

Ágætu landsfundargestir. Frá því að við hittumst á Akureyri á 10 ára afmæli Jafnréttisstofu fyrir ári síðan er mikið vatn til sjávar runnið. Þá voru sveitarstjórnarkosningar nýafstaðnar, fullt af nýju fólki að hefja störf fyrir sín svæði og mikilvæg verkefni framundan. Það verður fr&oac...
Lesa meira
Ingólfur V. Gíslason

Munur á atvinnutekjum kynjanna snarminnkar

Efnahagskreppan sem Íslendingar hafa verið að takast á við hefur haft margvísleg áhrif á stöðu og samspil kynjanna. Sum þessara áhrifa eru líklega tímabundin en önnur eru komin til að vera og móta íslenskt samfélag næstu áratugi.Sú staðreynd að karlar hafa verið atvinnulausir í mun ríkari mæl...
Lesa meira
Halldóra Gunnarsdóttir

Kynleg ást

Ástin hefur lengi verið mér hugleikin enda hef ég orðið ástfangin nokkrum sinnum sem gerir mig að alveg sérlegum sérfræðingi í ástinni. Til þess að kafa aðeins dýpra ákvað ég að gera mastersritgerð um ástina sem hlýtur að gera mig að meistara ástarinnar. Maðurinn minn er alveg sáttur.Af öllu gamni slepptu þá hef...
Lesa meira
Hlín Bolladóttir

Kristín Eggertsdóttir

Fyrsta konan til að taka sæti í bæjarstjórn Akureyrar.Ef sérð þú gamla konu, þá minnstu móður þinnar, sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vann og fórnaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar og fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann. Þú veist, að gömul kona var ung og fögur forðum, og fátækasta ekkjan gaf drottni sínum mest. Ó, sýndu henni vinsemd í verki og í orðum. Sú virðing sæmir henni og móður þinni best. Því aðeins færð þú heiðrað og metið þín...
Lesa meira
Elísabet Karlsdóttir

Nýtum þekkinguna til góðs- sameiginlegt átak gegn ofbeldi

Á síðustu árum hafa verið unnar umfangsmiklar rannsóknir í samræmi við aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum. Rannsóknastofnun í barna-og fjölskylduvernd hefur haft umsjón með framkvæmd þessara rannsókna en það er í samræmi við markmið stofnunarinnar um fjölskyldurannsóknir og velferð barna. Þessar rannsóknir hafa aukið þekkingu á ofbeldi karla gegn konum í samfélaginu. Því miður er ofbeldi karla gegn konum íslenskur veruleiki og umfangið er það sama og hjá ná...
Lesa meira
Ingólfur V. Gíslason

Hjúkrun og ofbeldi

Ófáum mannslífum hefur verið bjargað af starfsfólki heilbrigðiskerfisins með þeirri einföldu aðferð að spyrja fólk hvort það stundi einhvern áhættulifnað, reyki, noti vímuefni í óhófi eða éti rusl(fæði). Spurningar um slíka þætti eru víða sjálfsagðar í heilbrigðiskerfi Vesturlanda og reynslan er alls staðar sú sama. Það er enginn sem móðgast við slíkar spurningar, þær eru bara eðlilegur og sjálfsagður hluti af því ferli að heilbrigðisstarfsmaður geti myndað sér þá heildstæðu skoðun sem nauðsynle...
Lesa meira
Valgeir Örn Ragnarsson

Fordómar í feðraorlofi

Ég er nýkominn til vinnu aftur eftir að hafa verið allan apríl í fæðingarorlofi. Í anda fullkomins jafnréttis kynjanna finnst mér orðið feðraorlof vera betra. Það er frábær framför að feður hafi þann rétt að geta verið heima um tíma í orlofi með börnum sínum. Þetta var tímabil sem ég hefði alls ekki viljað sleppa. Ég hafði reyndar gert mér vonir um að ná að afkasta mörgum hlutum sem höfðu setið á hakanum. Ég ætlaði að fara í jarðvegsframkvæmdir við sumarbústaðinn, taka upp frumsamda tónlist, le...
Lesa meira

55. fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York

Það er ekkert lát á viðburðum á sviði kynjajafnréttis á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Á 55. fundi kvennanefndar SÞ (Commission on the Status of Women) sem stóð yfir frá 22. febrúar til 4. mars var ný stofnun formlega sett af stað við hátíðlega athöfn: UN Women en með henni urðu fjórar stofnanir að einni. Framkvæmdastýra hinnar nýju stofnunar er Michelle Bachelet fyrrverandi forseti Chile. Hún flutti kröftugt ávarp við opnunina ásamt Ban Ki Moon framkvæmdastjóra SÞ og ýmsum öðrum sem ýmist komu ...
Lesa meira

Réttindabarátta íslenskra kvenna á vinnumarkaði

Ávarp Kristínar Ástgeirsdóttur 8. mars 2011 Í ár er haldið upp á 100 ára afmæli alþjóðlegs baráttudags kvenna víða um heim. Hér á landi hefur oftast verið miðað við árið 1910 en þá var ákveðið á heimsráðstefnu kvenna úr sósíalistaflokkum að gera 8. mars að alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Árið 1911- fyrir 100 árum - var haldið upp á daginn í fyrsta sinn og því má búast við fréttum í dag af kröfugöngum, baráttufundum eða gleðskap um víða veröld. Árið 1911 var merkisár í réttindabará...
Lesa meira

Um jafnrétti, kyn og völd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna

Ég óska konum og körlum til hamingju með daginn, 8. mars, sem er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Baráttan fyrir jafnri stöðu og jöfnum rétti kvenna og karla heldur áfram og enn eru mörg stór mál sem við þurfum að setja á oddinn. Staða Íslands á sviði jafnréttismála samkvæmt nýjustu úttekt Alþjóðaefnahags­ráðsins er vissulega ánægjuleg þar sem jafnrétti kynjanna er hvergi talið meira; Ísland í fyrsta sæti, Noregur í öðru sæti og Finnland í því þriðja. Okkur til framdráttar er staðan í menntamálu...
Lesa meira
Hugrún R. Hjaltadóttir

Vangaveltur um forgangsröðun við niðurskurð

Við lifum á tímum þar sem fjármagn er af skornum skammti og niðurskurður stjórnvalda er óhjákvæmilegur. Við slíkar aðstæður þarf að ákveða á hvaða forsendum niðurskurður á að byggja. Hvernig samfélagsmynd vilja stjórnvöld að sparnaðaraðgerðir þeirra stuðli að? Viljum við áfram vera framsækin þjóð þar sem bæði kyn vinna úti og reyna áfram að stuðla að því að kynin sinni umönnun barna og annarra að jöfnu eða viljum við afturhvarf til hefðbundinnar verkaskiptingar kynjanna? Mikilvægt er að tryggja ...
Lesa meira
Christer Magnusson

Karlar í hjúkrun

Hjúkrunarstéttin er kvennastétt eins og allir vita. Þó eru til nokkrir karlkyns hjúkrunarfræðingar. Forvitnilegt er að skoða hverjir þeir eru og hvað varð til þess að þeir völdu að feta þessa óvenjulegu slóð. Í fyrra voru 50 ár síðan fyrstu karlmennirnir útskrifuðust úr Hjúkrunarkvennaskóla Íslands og kominn tími til að meta stöðuna hvert jafnvægi kynjanna er í þessari stétt.Í félagatali Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga eru nú 85 karlmenn og eru það um 2% af félagsmönnum. Í Hjúkrunarkvennatali...
Lesa meira
Auður Ingólfsdóttir

Frá orðum til athafna

Áhrif femínisma á umræður og aðgerðir sem snúa að konum, friði og öryggiFyrir liðlega áratug, þann 31. október árið 2000, samþykkti Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktun númer 1325 sem fjallar um konur, frið og öryggi. Ályktunin var sú fyrsta sem ráðið samþykkti þar sem sérstaða kvenna á átakasvæðum var viðurkennd, sem og mikilvægi framlags þeirra til friðarumleitana (Utanríkisráðuneytið, 2008). Í þessari grein verða skoðuð tengsl milli femínískra kenninga, aðgerða femíniskra hreyf...
Lesa meira

Ár hinna stóru afmæla

Árið 2010 sem nú er að renna sitt skeið á enda var afar viðburðaríkt á sviði jafnréttismála. Það stafaði ekki síst af því hve mörg samtök og viðburðir áttu stórafmæli á árinu og kem ég að þeim síðar.Árið hófst á því að kynnt var glæsileg útgáfa á Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um afnám alls misréttis gegn konum. Útgefendur voru Mannréttindaskrifstofa Íslands, Jafnréttisstofa o.fl. Sáttmálinn var full frágenginn árið 1979 en staðfestur af Alþingi árið 1985, eftir mikinn þrýsting kvennahreyfinga, skö...
Lesa meira
Hjálmar G. Sigmarsson

UNIFEM í Bosníu og Hersegóvínu

Fjölbreytt starf í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldiÍ tvö ár starfaði ég á vegum íslensku friðargæslunnar sem jafnréttisráðgjafi á verkefnaskrifstofu UNIFEM (Þróunarsjóður Sameinuðu Þjóðanna í þágu kvenna) í Bosníu og Hersegóvínu.Ég ætla hér að gera stutta grein fyrir þeim verkefnum um kynbundið ofbeldi sem UNIFEM í Bosníu hefur komið að. UNIFEM hefur verið með starfsemi á Balkanskaganum síðan 1999 og hafa umsvif aukist mikið og nú eru reknar verkefnaskrifstofur í fimm löndum. Auk skr...
Lesa meira
Ögmundur Jónasson og Halla Gunnarsdóttir

Lítið skref í baráttunni gegn nauðgunum

Neyðarmóttaka vegna nauðgunar og Stígamót taka á móti að meðaltali 230 manneskjum árlega sem leita sér aðstoðar eftir að hafa orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun. Neyðarmóttaka veitir eins og nafnið gefur til kynna neyðarþjónustu eftir ofbeldi en fólk leitar til Stígamóta til að vinna úr afleiðingum ofbeldisins. Samtals hafa um 1.600 manns leitað sér aðstoðar á þessum tveimur stöðum á síðustu sjö árum. Þolendur nauðgana eru í miklum meirihluta konur og ofbeldismennirnir í langflestum tilfel...
Lesa meira
Rósa Guðrún Erlingsdóttir

Kynbundin valdakerfi í stórnmálum

Prófkjör, fyrirgreiðslustjórnmál og lýðræðisþróunÍ þessum fyrirlestri mun ég fjalla um þróun stjórnmálaþáttöku kvenna á Íslandi í norrænum samanburði og varpa fram spurningum um tengsl valdakerfa, ríkjandi pólitískra hugmynda og kynjajafnréttis í íslensku samfélagi fyrir og eftir efnahagshrunið. Nú þegar haldið er upp á 35 ára afmæli hins heimsfræga íslenska kvennafrídags og um það bil 100 ár eru liðin frá því konur hlutu fyrst kjörgengi og kosningarétt á Norðurlöndum er vert að líta um öxl og s...
Lesa meira
Þorgerður Einarsdóttir

Ísland og kynjajafnréttið

Ísland mælist, ásamt hinum Norðurlöndunum, með minnsta kynjabil í heimi í skýrslu World Economic Forum sem út kom nýlega (Hausmann, o.fl. 2010). Kynjabilið er mælt með vísitölu á bilinu 0-1 þar sem 0 þýðir algjört bil en 1 þýðir að bilinu hefur verið lokaWEF mælir kynjabilið á fjórum mælikvörðum: efnahagslegri þátttöku og tækifærum, menntun, pólitískri þátttöku og heilsu. Efnahagsleg þátttaka og tækifæri fela í sér atvinnuþátttöku, laun fyrir sambærileg störf, heildaratvinnutekjur og hlutfall...
Lesa meira
Jóhanna Sigurðardóttir

Áfram nú!

Á mánudaginn, 25. október, munu konur um allt land leggja niður vinnu kl. 14.25 og safnast saman víða um land til fjölbreyttra aðgerða. Annars vegar er kvennafríið sjálft helgað baráttunni fyrir launajafnrétti kynjanna en einnig er dagurinn tileinkaður baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Í ár er einnig minnst merkra áfanga kvennabaráttunnar og í dag heiðrum við minningu þeirra sem hafa barist fyrir þeim. Með sanni má segja að síðasta öld hafi verið öld kvennabaráttunnar en enn blasa við mikilvæg ...
Lesa meira
Björn Þorláksson

Dagbók útlagans

Á karl sem gerist femínisti ekkert föðurland?Góðir ráðstefnugestir! Ég ætla að hefja þetta ferðalag á stuttri sögu: Ég var staddur á Siglufirði í sumar við rannsóknir á vegum Háskólans á Akureyri þegar ég hitti mann sem ég kannaðist lítillega við. Maðurinn vildi endilega segja mér sögu af þekktum Siglfirðingi, manni sem hafði fyrir langalöngu setið við drykkju með kunningja sínum og var haglabyssa á drykkjustað þeirra félaganna. Brá nú svo við að eiginkonu annars þeirra bar að. Var hún orðin l...
Lesa meira
Inga Rún Sigurðardóttir

Af fjölskyldumyndum - Það vantar fleiri Línur

Það er gott og blessað þegar öll fjölskyldan getur skemmt sér yfir sömu myndinni. Myndir á borð við Leitin að Nemo, Madagaskar, Ísöld og Leikfangasaga hafa notið mikilla vinsælda. Þarna eru dýr á borð við fiska, mörgæsir, rottur og hvaðeina í stórum hlutverkum auk talandi leikfanga af ýmsum stærðum og gerðum. Fjölskylduvænna getur það ekki orðið, eða hvað? Myndirnar eru kannski fjölskylduvænar en ekki eru þær um alla fjölskylduna, kvenkynið er að stórum hluta skilið útundan. Kvenpersónur eru fáa...
Lesa meira

Við eigum að vera í fremstu röð

Góðir ráðstefnugestir. Á mannfjöldaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kairó árið 1994 urðu flestar þjóðir heims sammála um að besta leiðin til að draga úr óæskilegri mannfjölgun og fátækt væri að mennta konur og auka völd þeirra og áhrif. Bætt staða kvenna myndi skila sér til barnanna og samfélagsins alls. Þessi samþykkt var ítrekuð ári síðar á fjórðu kvennaráðstefnu SÞ í Peking ásamt ítarlegri framkvæmdaáætlun þar sem kveðið var á um aðgerðir til að bæta stöðu kvenna nánast frá vöggu til grafar. ...
Lesa meira
Þórhildur Þorleifsdóttir

Ýmist „aftur á bak, ellegar nokkuð á leið“

Erindi flutt á 10 ára afmælisráðstefnu JafnréttisstofuFundarstjóri, virðulegur ráðherra og starfsfólk Jafnréttisstofu. Ágætu ráðstefnugestir. Til hamingju með afmælið og takk fyrir boðið. Ég ætla mér ekki þá dul að rekja sögu Jafnréttisstofu eða árangur starfa hennar. Það munu eflaust aðrir gera sem kunna á því betri skil, en leyfi mér samt að fullyrða að sagan sé merkileg og árangur eftir því.„Horft um öxl og fram á við“ er yfirskrift þessarar samkomu. Það er við hæfi á tímamótum – og ...
Lesa meira
Ingólfur V. Gíslason

Styttum vinnutímann!!

Ekkert kæmi íslenskum fjölskyldum betur en almenn stytting vinnutímans. Það er hins vegar mjög áhugavert að þessi einföldu sannindi virðast ekki rata inn í kollinn á þeim sem mest mæra fjölskyldur og fjölskyldulíf. Ef til vill er þróun íslenskra fjölskyldna ekki jafn vel þekkt og hún ætti að vera. Ef til vill lifum við að verulegu leyti enn í fortíðinni eða að minnsta kosti í fortíðardraumum. Hyggjum aðeins að helstu þróunarlínum. Stóran hluta 20. aldarinnar einkenndist íslenskt fjölskyldulíf ...
Lesa meira
Lilja Mósesdóttir

Sértækar leiðir til að jafna völd karla og kvenna í atvinnulífinu

Einsleitni eigenda og stjórnenda íslenskra fyrirtækja einkenndi íslenskt atvinnulíf fyrir fjármálakreppuna. Hinir svokölluðu útrásarvíkingar voru fæddir um 1970 og birtust alþjóð sem jakkafataklæddir karlar. Talið er að þessi einsleitni hafi átt sinn þátt í hruni bankakerfisins og kallað er eftir aðgerðum sem tryggja fjölbreytni meðal forystufólks atvinnulífsins. Með fjölbreytni er átt við val á bæði körlum og konum með ólíkan bakgrunn til forystu til að tryggja að mismunandi skoðanir og gagn...
Lesa meira
Tryggvi Hallgrímsson

Sveitarstjórnarkosningarnar 2010 og jafnrétti

Í kjölfar kosninga, 29. maí síðastliðinn, eru konur nú 40% kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum. Breytingin milli kosninga 2006 og 2010 nemur því fjórum prósentustigum. Árangurinn telst viðunandi áfangi á leið til þess að tryggja jafnari þátttöku kynja í ákvarðanatöku.Með samþykkt þingsályktunartillögu í október 2009 var Jafnréttisstofu falið að vinna að auknum hlut kvenna í sveitarstjórnum. Mikilvægt var talið að í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga væri beitt markvissum aðgerðum til að bæta...
Lesa meira
Bryndís Bjarnarson og Guðrún Jónsdóttir

Fjöldasamstaða kvenna 24. - 25. október 2010

Í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum, stofnaði kvennahreyfingin ný regnhlífarsamtök Skotturnar sem hafa það hlutverk að halda utan um 24. október í ár. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því í október. Þess má geta að Skottur voru kvendraugar sem gjarnan gengu í rauðum sokkum og erfitt var að kveða þær niður. Að Skottunum standa 15 kvennasamtök, bæði þau stærstu, elstu, róttækustu og nýjustu.Þau eru Kvenfélagasamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Samtök um kvennaa...
Lesa meira
Árni Páll Árnason

Allt að vinna og engu að tapa

Rannsóknir sýna að jafnrétti kynjanna eykur velferð, bætir rekstur fyrirtækja og stofnana, starfsandi batnar, hjónabönd og sambúð endist lengur og betur er búið að börnum.Konur og karlar á Íslandi, til hamingju með kvenréttindadaginn. Fyrir réttum 95 árum undirritaði Danakonungur lög sem veittu konum 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Karlar eldri en 25 ára nutu þá þegar þess. Að líkindum óttuðust ráðandi öfl svo stóran kjósendahóp – ómögulegt var að vita á hverju konur ...
Lesa meira
Arnfríður Aðalsteinsdóttir

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft

Kynbundið náms- og starfsval er ekki á undanhaldi og fordómar samfélagsins og lág laun koma í veg fyrir að karlar sæki í hefðbundin kvennastörf. Ungir karlar reikna með hærri launum en ungar konur og yngri kynslóðir hafa neikvæðara viðhorf til jafnréttis en þær sem eldri eru. Kemur þetta á óvart?Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum Við vitum að formlegt jafnrétti næst með lögum en ef raunverulegt jafnrétti á að nást þarf hugarfarsbreytingu og henni n...
Lesa meira
Hildigunnur Ólafsdóttir

Aðgerðir sveitarfélaga gegn ofbeldi í nánum samböndum

Sveitarfélögum ber ekki skylda til að gera aðgerðaáætlanir vegna ofbeldis gegn konum í nánum samböndum. Í Akureyrarbæ er nú unnið að aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum. Fleiri sveitarfélög munu vafalaust fylgja á eftir og æskilegt væri að öll sveitarfélögin í landinu samþykktu svipaðar aðgerðaáætlanir. Markmið slíkra áætlana er annars vegar að koma á fót og kynna forvarnaraðgerðir gegn ofbeldi í nánum samböndum, og hins vegar að kynna og bæta þá aðstoð sem þolendunum bý...
Lesa meira
Þóra Kristín Þórsdóttir

Vinnan skapar manninn – en heimilið konuna

Umræða um mikilvægi þess að skapa atvinnu, “koma hjólum atvinnulífsins í gang” hefur verið mikil og stöðug frá bankahruninu í október 2008, enda hafa Íslendingar ekki upplifað jafn hátt atvinnuleysi í áratugi.Hins vegar mætti ætla að atvinnuleysi væri aðeins á meðal karla því helst er rætt um ný álver, virkjanir, vegagerð, byggingasmíð og auknar veiðar – þ.e. karlastörf – þó fyrirséður sé síaukinn niðurskurður í opinbera geiranum, þ.e. í kvennastörfunum. Raunar eru miklar líkur á því að innan...
Lesa meira
Arnfríður Aðalsteinsdóttir

Hin þögla þjáning

Kynbundið ofbeldi er ævafornt fyrirbæri en samkvæmt íslenskum lögum var það lengi vel réttur húsbænda að lemja konur sínar og foreldra að flengja börn sín. Reglur voru til sem sögðu hversu þykkt prikið mátti vera sem konurnar og börnin voru lamin með. Ennþá árið 2010 býr fjöldi kvenna og barna í skugga kynbundins ofbeldis og ennþá forðumst við sem fullorðin erum að ræða þessi viðkvæmu mál. Samt segja rannsóknir okkur að um átjánhundruð íslenskar konur hafi orðið fyrir ofbeldi af hendi maka e...
Lesa meira
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann

Kæri íslenski karlmaður

Kæri íslenski karlmaður. Bréf þetta er ritað af vinkonu þinni og aðdáanda, sem á maka, son, föður, bræður, frændur og vini í þínum röðum. Þú hefur verið mér hugleikinn undanfarið. Stundum velti ég skoðunum þínum fyrir mér. Kannski ertu ánægður með gengi landsliðsins í handbolta en óánægður með gengi íslensku krónunnar. Eða kannski fylgistu lítið með íþrótta- og fjármálafréttum? Kannski finnst þér íslenska sumarið of stutt og pólitíkin of tækifærissinnuð. Eða kannski telur þú stjórnmálin í ...
Lesa meira
Þorbjörg Gunnlaugsdóttir

2, 5 milljónir manna eru þolendur mansals í heiminum

Mansal er einn stærsti angi skipulagðrar glæpastarfsemi í heiminum, sá þriðji á eftir fíkniefnum og vopnasölu. Það er því engin ástæða til að ætla að saga stúlkunnar sem var brotaþoli í mansalsdóminum frá 8. mars sé einangrað tilvik hér á landi eða sorgarsaga einnar stúlku. Sameinuðu þjóðirnar og Evrópuráðið líta á mansal sem fjölþjóðlega glæpastarfsemi. Á heimasíðu UNODC sem er undirstofnun Sameinuðu þjóðanna– United Nations Office on Drugs and Crime – kemur fram að ein þekktasta hlið mansals s...
Lesa meira
Katrín Ólafsdóttir

Hvaða áhrif hefur kreppan á konur og karla á vinnumarkaði?

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að Ísland og reyndar heimsbyggðin öll gengur nú í gegnum djúpa efnahagslægð. Atvinnuleysi hefur aukist til muna í allflestum ríkjum og margar fjölskyldur glíma við erfiðan skuldavanda.Í niðursveiflu standa þeir höllustum fæti á vinnumarkaði sem minnsta menntun hafa. Niðursveiflan sem nú er við að glíma hefur lent illa á einstökum þjóðfélagshópum. Hún hefur lent illa á bankafólki, aðallega karlmönnum með háskólagráðu. Annar hópur sem lent he...
Lesa meira

Fundur Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna

15 árum eftir Pekingráðstefnuna„Aldrei hafa jafn margir unnið að jafnrétti kynjanna“. Þetta benti danski stjórnmálafræðingurinn Drude Dahlerup á þegar fundum okkar bar saman á göngum nýbyggingar SÞ í New York í byrjun mars. Við vorum þangað komnar til að fylgjast með 54. fundi kvennanefndar SÞ sem að þessu sinni var helgaður 15 ára afmæli Pekingyfirlýsingarinnar og framkvæmdaáætlunarinnar sem samþykkt var á sínum tíma á kvennaráðstefnunni í Peking. Þetta voru orð að sönnu því rúmlega átta þú...
Lesa meira
Árni Páll Árnason

Barist fyrir jafnrétti og gegn kynbundnu ofbeldi

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag, 8. mars. Þessi dagur er nauðsynlegur til að minna okkur á hve jafnrétti kynja er mikilvægt málefni en jafnframt að baráttan fyrir jafnrétti er ekki mál sem við dustum af rykið einu sinni á ári heldur er það viðvarandi viðfangsefni.Ný aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi Kynbundið ofbeldi er ein af svörtustu birtingarmyndum kúgunar gegn konum. Fyrir helgi samþykkti ríkisstjórnin tillögu mína um að ráðast í gerð nýrrar aðgerðaáætlunar stjórnvalda gegn ...
Lesa meira
Sigrún Sigurðardóttir

KONUR OG HEILSA

Líkaminn tjáir það sem við komum ekki í orðHeilsufar okkar og heilsufarsleg vandamál geta sagt mikla sögu, sögu um það sem við upplifum á lífsleiðinni sem markar spor í líðan okkar og heilsufar. Rekja má mjög marga sjúkdóma og heilsufarsleg vandamál kvenna til fyrri sálrænna áfalla eða erfiðleika í lífinu, áföll og erfiðleika eins og ofbeldi. Þessi saga getur verið sérstaklega mikilvæg ef erfið lífsreynsla er bæld niður til margra ára, jafnvel marga áratugi, ekki sagt frá og ekki unnið úr þeim ...
Lesa meira
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir

Förum að lögum – Jafnréttisfræðsla í framhaldsskólum

Jafnréttis- og kynjafræðiáfangi í BorgarholtsskólaÞað er kunnara en frá þurfi að segja að kynjaskekkja er í samfélaginu. Víða er pottur brotinn í jafnréttismálum. Hvort sem litið er til launamála kynjanna, tíðni kynbundins ofbeldis, hlutfalls kynjanna í sveitarstjórnum, fjölda kvenna í stjórnum fyrirtækja – mismunun á gundvelli kyns er víðtækt vandamál. Stúlkur eru í meirihluta útskriftarnema úr framhaldsskólum en dæmið snýst við þegar kynjahlutfallið er skoðað í t.d. Gettu betur eða Morfís. Þar...
Lesa meira
Arnfríður Aðalsteinsdóttir

Setjum konur í fyrsta sæti...

Í dag er hlutfall kvenna í sveitarstjórnum á Íslandi um 36% og hefur aukist hægt og bítandi síðastliðna hálfa öld. Konur eru í meirihluta í sveitarstjórnum í tíu sveitarfélögum á landinu en í fimm sveitarfélögum er engin kona meðal sveitarstjórnarmanna.Þá má geta þess að einungis fjórðungur oddvita sveitarstjórna eru konur og karlar voru 78% þeirra sem skipuðu efstu sæti framboðslistanna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2006. Ein meginástæða þess að konum hefur gengið hægt að rétta hlut sinn í ...
Lesa meira
Gerður Kristný

Að tjaldabaki

Á sunnudaginn verða 102 ár liðin frá því þær Katrín Magnússon, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Guðrún Björnsdóttir og Þórunn Jónassen settust í bæjarstjórn Reykjavíkur, fyrstar íslenskra kvenna. Kvenfélögin í Reykjavík höfðu tekið höndum saman og boðið fram sérstakan Kvennalista sem var fyrsta sérframboð kvenna á Íslandi. Hann vann stórsigur í kosningunum því hann kom öllum fulltrúum sínum að. Það þurfti sem sagt samstöðu kvenna til að þær fengju loks völd. Ekki hefur velgengni kvenna í pólitík hér á l...
Lesa meira
Silja Bára Ómarsdóttir

Kynleg áhrif kreppunnar

- tapa sumir meira en aðrir?Þótt fæstir óski þess að ganga í gegnum efnahagsþrengingar á borð við þær sem íslenska þjóðin hefur upplifað síðastliðið ár, þá eru kreppur áhugavert félagslegt fyrirbæri. Það á auðvitað sérstaklega við þegar komið er út úr þeim og afleiðingarnar og áhrifin skoðuð. Sumt er hægt að sjá strax, eins og það hvort pilsfaldar lækki, kvikmyndastjörnur eldist o.s.frv. Annað er ekki alveg jafn sýnilegt, en einn erlendur pistlahöfundur hefur bent á að þegar fólk reynir að spara...
Lesa meira

Viðburðaríku ári að ljúka

Árið 2009 verður lengi í minnum haft vegna stórra skrefa sem stigin voru í átt til jafnréttis kynjanna. Eins og fólk eflaust man hófst árið á miklum mótmælum sem leiddu til falls ríkisstjórnarinnar og nýrrar minnihlutastjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Í fyrsta sinn settist kona í sæti forsætisráðherra í gamla stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg. Ekki nóg með það heldur varð tala kvenna og karla á ráðherrastólum jöfn í fyrsta sinn í sögu landsins. Á tíma „100 daga stjórnarinnar“ urðu þau tímamót að ...
Lesa meira
Höfundar eru fulltrúar kvenna úr öllum flokkum

Tíu hollráð fyrir þig sem hyggur á þátttöku í stjórnmálum

Það er á ábyrgð okkar allra að kjörnir fulltrúar endurspegli þjóðina og fjölbreytileika hennar. Í marga áratugi hefur verið háð barátta fyrir jöfnum kynjahlutföllum í stjórnmálum sem annars staðar og hefur takmarkinu ekki enn verið náð þrátt fyrir að flestir séu sammála um mikilvægi þess.Okkur greinir á um leiðir og hvar ábyrgðin liggur. Stjórnmálaflokkarnir hafa allir gert eitthvað til að leiðrétta kynjamisréttið þó þeir hafi valið mismunandi aðferðir. Öll getum við þó verið sammála um að við v...
Lesa meira
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann

Leyfi til afnota af líkama annarra

Í Fréttablaðinu hinn 12. nóvember sl. birtist grein eftir Sigríði Hjaltested, aðstoðarsaksóknara í kynferðisbrotamálum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, undir fyrirsögninni „Að horfa jafnt til sýknu og sektar". Grein Sigríðar er rituð í kjölfar þess að Fréttablaðið birti við mig viðtal undir fyrirsögninni „Hljótum að vilja vernda alla", en þar gagnrýndi ég m.a. núgildandi kynferðisbrotalög. Sú gagnrýni endurómar í bók eftir mig sem kom út nú í haust og nefnist Á mannamáli. Ég vil byrja á því...
Lesa meira
Þorgerður Einarsdóttir - Guðbjörg L. Hjartardóttir

Kynjaskekkja í stjórnmálum

Breytingar og áhrifaþættirGrein Þorgerðar Einarsdóttur og Guðbjargar Lilju Hjartardóttur fjallar um kynjaskekkju í stjórnmálum með sérstakri áherslu á hlutfall kvenna og karla á þjóðþingum. Kynntar eru helstu skýringar fræðimanna á ástæðum fyrir lágu hlutfalli kvenna sem kjörinna fulltrúa.Umfjöllunin sýnir að staða kvenna í stjórnmálakerfinu tengist margvíslegum þáttum en þrír meginflokkar ástæðna eru taldir mikilvægastir; félagslegar og efnahagslegar ástæður, ástæð...
Lesa meira
Hans Kristján Guðmundsson

Njóta konur og karlar jafnræðis við fjármögnun vísindarannsókna?

Á síðastliðnu ári tók greinarhöfundur þátt í hópi óháðra sérfræðinga á vegum ESB sem hafði það hlutverk að skoða sérstaklega stöðu, fjármögnun og styrkveitingar til vísindarannsókna í ljósi kyngervis umsækjenda, styrkþega og kynjahlutfalla í hópi þeirra sem að stefnumótun, mati og úthlutun koma. Evrópusambandið (ESB) hefur um langt árabil unnið markvisst að því að stuðla að jafnræði karla og kvenna í vísindarannsóknum. Þetta er hluti af viðleitni sambandsins til að auka samkeppn...
Lesa meira
Sigríður Indriðadóttir

Notkun Evrópusáttmálans í stefnumótun og hugleiðingar um innleiðingu hans

Notkun Evrópusáttmálans við mótun mannauðsstefnu hjá Mosfellsbæ Vinna við gerð mannauðsstefnu hófst um svipað leyti og Mosfellsbær skrifaði undir Evrópusáttmálann um jafna stöðu karla og kvenna í sveitarfélögum og héruðum. Það lá því ljóst fyrir frá upphafi að sáttmálinn yrði hafður til hliðsjónar við gerð stefnunnar. Mannauðsstefnan er í fjórtán stuttum köflum og var Evrópusáttmálinn skoðaður sérstaklega út frá 11. grein hans um Hlutverk atvinnurekandans. Sérstök áhersluatriði voru vali...
Lesa meira

Konur og sveitarstjórnir í 100 ár

Í haust verða liðin 100 ár frá því að Danakonungur undirritaði lög sem veittu öllum konum á Íslandi kosningarétt og kjörgengi til sveitarstjórna. Það gerðist samtímis því að konur í Danmörku fengu þennan rétt og er þess nú minnst með margvíslegum hætti í Danaveldi.Við höfum hins vegar ekki haldið þessum viðburði hátt á lofti því ólíkt því sem gerðist í Danmörku hafði hluti íslenskra kvenna þegar öðlast kosningarétt og kjörgengi til sveitarstjórna, sýslu- og sóknarnefnda og þá um leið prestskosni...
Lesa meira

Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga

Nauðsynlegt er að bæði kyn taki þátt í að móta samfélagið sem við búum í. Kynin alast upp við ólíka reynsluheima og hafa oft á tíðum mismunandi sýn á umhverfi sitt. Þær ákvarðanir sem stjórnmálamenn taka eru meðal annars byggðar á þeim hugmyndum sem þeir hafa um lífið og tilveruna og þess vegna er það raunverulegt lýðræðisspursmál að bæði kynin komi að ákvarðanatöku við stjórnun sveitarfélaga. Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum á Íslandi hefur aukist hægt og bítandi síðastliðna hálfa öld og eftir...
Lesa meira
Hjördís Sigursteinsdóttir

Staða kvenna í landbúnaði

Kynjafræðilegur sjónarhóll Meginmarkmið greinarinnar er að leita svara við því hvort til staðar sé kynjahalli á lögbýlum hér á landi þegar skoðaðir eru tilteknir þættir sem viðkoma félags- og efnahagslegri stöðu kynjanna. Erlendir femínískir fræðimenn hafa fært rök fyrir því að innan landbúnaðargeirans lifi feðraveldishugsunin enn góðu lífi og að félagsleg uppbygging hans ali á kynjaójafnrétti. Fáar kynjafræðilegar rannsóknir eru hins vegar til um stöðu kvenna í landbúnaði hér á landi ef frá er ...
Lesa meira
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann

Blygðunarsemi og nauðganir

Í maí sl. var íslensk kona blekkt til kynmaka þar sem hinn brotlegi læddist upp í rúm til hennar, notfærði sér að mökin fóru fram í myrkri og að konan skyldi telja hann vera annan mann sem hún hafði áður átt kynferðislegt samneyti við. Samkvæmt lýsingu brotaþolans voru mökin búin að standa yfir í nokkrar mínútur þegar maðurinn sneri sér að henni og blasti þá við henni „glott og ekki sama andlitið“ eins og hún orðaði það í skýrslu fyrir dómi. Eins og gefur að skilja var þetta gríðarlegt áfall fyr...
Lesa meira
Margrét Sæmundsdóttir

Konur og stjórnarhættir fyrirtækja á Íslandi

Félög sem hafa stjórnarmenn af báðum kynjum eru af mörgum talin skila betri arðsemi en þau félög sem hafa einsleitar stjórnir. Konur í vestrænum löndum eiga þó ekki nema að meðaltali um 15% sæta í stjórnum fyrirtækja en margar skýringar hafa komið fram á þessu misræmi milli kynjanna. Í þessari rannsókn er gerð athugun á því hvort íslensk fyrirtæki sem hafa bæði kynin í stjórn séu líklegri til þess að skila meiri arðsemi en fyrirtæki sem eru með einsleitar stjórnir. Enn fremur er leitast við að s...
Lesa meira

Verður jafnréttislögregla kannski nauðsynleg?

Erindi flutt á námstefnu í Færeyjum 4. júní 2009Á síðasta ári voru sett ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla á Íslandi. Þau tóku gildi þann 18. mars og eru númer 10/2008. Þetta eru fimmtu jafnréttislögin sem sett eru á Íslandi, en þau fyrstu voru sett árið 1976. Tilgangur þeirra laga var að „stuðla að jafnrétti kynjanna“.Jafnréttislög hafa verið endurskoðuð reglulega, meðal annars vegna þess að þau hafa ekki þótt skila nógum árangri og einnig til að vera í takti við alþjóðlegar s...
Lesa meira

Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna 30 ára

Árið 1979 lauk gerð CEDAW-samningsins - Samningsins um afnám allrar mismununar gegn konum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Hann var þá lagður fram til undirritunar og síðar staðfestingar viðkomandi þjóðþinga. Íslendingar undirrituðu sáttmálann á annarri kvennaráðstefnu SÞ í Kaupmannahöfn sumarið 1980 en hann var ekki staðfestur af Alþingi fyrr en 1985, reyndar eftir mikinn þrýsting frá kvennasamtökum. Þau vildu ekki senda íslenska sendinefnd á þriðju kvennaráðstefnu SÞ í Nairobi í Kenýa, undir lo...
Lesa meira
Arnfríður Aðalsteinsdóttir

Jafnréttisfræðsla í skólum

Það læra börnin sem fyrir þeim er haftÞrátt fyrir að hér á landi hafa lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla verið í gildi í rúm þrjátíu ár þá er enn langt í land hvað raunverulegt jafnrétti varðar. Jafnrétti kynjanna þýðir að kynin séu jafn sjáanleg í samfélaginu, jafn valdamikil og taki þátt í opinberu- og einkalífi í jöfnum hlutföllum. Við vitum öll að veruleikinn er ekki þannig. Verulega hallar á konur þegar kemur til dæmis að stjórnmálaþátttöku, stjórnarsetu og forystu í stofnunu...
Lesa meira
Freydís Jóna Freysteinsdóttir

Niðurstöður alþingiskosninga út frá kynjasjónarmiði

Nú þegar eru nýafstaðnar alþingiskosningar er mikilvægt að skoða stöðu mála út frá kynjasjónarmiði, þ.e. hvort kynið við vorum að kjósa í meira eða minna mæli á þing og þá ekki síst eftir landshlutum. Þá kemur því miður sú sorglega staðreynd í ljós að hlutfall kvenna var einungis 20% í norðausturkjördæmi og einnig í norðvesturkjördæmi (tvær konur af 10 fulltrúum komust inn á þing í hvoru kjördæmi). Þess má þó geta að einungis munaði 32 atkvæðum á landsvísu að þriðja konan kæmist inn í norðaustu...
Lesa meira
Tryggvi Hallgrímsson

Samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða í stjórnsýslu.

Með kröfunni um kynjasamþættingu er ráðuneytum og opinberum stofnunum gert að meta áhrif ákvarðana sinna og stefnumótunar á kynin. Með nýjum jafnréttislögum, sem gengu í gildi í byrjun árs 2008, er kynjasamþætting fest í sessi sem ein mikilvægra leiða til þess að koma á jafnrétti. Hugtakið hefur hingað til ekki verið nægilega skýrt, hvorki fyrir almenningi, né þeim aðilum stjórnsýslunnar sem það á við um. Mikilvægt er að gera átak til að fylgja eftir ætlun jafnréttislaga og tryggja innleiðingu ...
Lesa meira

Á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York

Fimmtugasta og þriðja fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna lauk í New York 13. mars en undirrituð sat þá frá 2. – 5. mars. Að þessu sinni var megin umræðuefnið: jöfn ábyrgð kynjanna á umönnun með sérstöku tilliti til alnæmis. Auk þessa efnis voru haldnir fundir um ýmis mál svo sem kynin í kreppunni, kynbundið ofbeldi og kyn og loftslagsbreytingar.Að venju voru félagasamtök og stofnanir með ýmis konar hliðarviðburði, t.d. greindu konur frá Afganistan frá stöðu mála í landi sínu. Norræna ráðherr...
Lesa meira
Silja Bára Ómarsdóttir

Er skárra nóg?

Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna, þann 8. mars síðastliðinn er valið alþjóðlegt þema í baráttunni fyrir jafnri stöðu kynjanna. Þetta árið var það samstaða kvenna og karla til að binda endi á ofbeldi gegn konum og stúlkum. Nú, þegar samningur Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gegn konum (CEDAW) er þrítugur, er við hæfi að hugsa um þá mismunun sem konur víða um heim sæta. Þegar rætt er um ofbeldi verður flestum hugsað til krepptra hnefa og marbletta, vopna og sára. En það er til...
Lesa meira
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir

Kynjuð hagstjórn

Fyrirlstur fluttur á málþinginu: Með jafnrétti að leiðarljósi - uppbygging í allra þáguThe budget is a policy statement. Þetta eru opnunarorð í bæklingi frá UNIFEM um kynjaða hagstjórn. Það er góð ástæða fyrir því að í upphafi þessa fyrirlesturs er vitnað í orðin á ensku. Ég gerði ófáar tilraunir við að þýða þessa tilvitnun en í hvert sinn fannst mér merkingin tapast eða verða að einhverju leyti óljós. Það virðist vera þannig á íslenskri tungu að orð sem tengjast fjármálum og efnahagsstjórn eru ...
Lesa meira
Arnar Gíslason

Að virkja karla í jafnréttisbaráttunni

Nokkur orð um töfralausnir og erfiðar fæðingarÁ Íslandi eru karlar í jafnréttisbaráttu að nokkru leyti fyrirbæri sem er búið að festa sig í sessi – í það minnsta í bili. En líklega þarf fleiri tegundir af rými. Og nú sýnist mér vera einstakt tækifæri í sjónmáli. Allir þessir karlar með börn í vagni eða bundin framan á sig – þessi afsprengi feðraorlofsins, sem stundum hefur verið talað um sem eina umfangsmestu sértæku aðgerðina í þágu kynjajafnréttis á Íslandi.Þegar þessi greinarstúfur var fyrst ...
Lesa meira
Hugrún R. Hjaltadóttir

Jafnréttislöggjöfin og jafnréttisstarf sveitarfélaganna

Í febrúar 2008 voru samþykkt ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, lög nr. 10/2008. Með þessum lögum voru gerðar töluverðar breytingar, m.a. á þeim ákvæðum sem snúa að sveitarfélögum. Í eldri lögum voru lagðar ákveðnar skyldur á sveitarfélögin, til dæmis skylda til að starfrækja jafnréttisnefnd og gera jafnréttisáætlun. Í nýju lögunum eru ekki lagðar nýjar skyldur á sveitarfélögin heldur hafa verkefni þeirra verið skýrð nánar.Jafnréttisnefndir sveitarfélaganna Í...
Lesa meira
Þorgerður Einarsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir

Kynjamyndir nýfrjálshyggjunnar

Tími hins óhefta nýfrjálshyggjukapítalisma er liðinn, hinni dýrkeyptu tilraun lauk með hruni sem nálgast þjóðargjaldþrot. Hvað við tekur er algjörlega háð því hvaða skilning við leggjum í það sem gerðist og hvernig okkur tekst að gera það upp. Eitt af því sem nauðsynlegt er að kryfja er hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar um konur og karla og afleiðingar hennar. Hið alþjóðlega fjármálakerfi sem nú er í rúst var leikvöllur karla. Konur eiga 1% eigna í heiminum, vinna 2/3 hluta all...
Lesa meira
Gunnar Hersveinn Sigursteinsson

Er siðferði kynjað?

Í 19. aldar kirkjum má stundum finna minningarskildi frá elskandi eiginmönnum um látnar konur sínar. Kona er sögð trygglynd, geðprúð, hreinlynd og hjartagóð. Önnur er trúlynd, viðkvæm, guðhrædd og þrautgóð. Dyggðirnar opinbera viðhorf og væntingar til fyrri alda kvenna.Dyggðir kvenna voru ekki útrásargjarnar líkt og hugrekki og víðförli og kröfðust ekki menntunar líkt og viska og réttlæti. Dyggðir kvenna fólust fremur í þakklæti og birtust í trú, von og kærleika, iðni og þrifnaði, siðsemi, hrein...
Lesa meira
Arnfríður Aðalsteinsdóttir

Karlmennska kostar

Þrátt fyrir aukna menntun og atvinnuþátttöku kvenna er náms- og starfsval enn mjög kynbundið og kynbundinn launamunur mikill. En er þessi munur á kynjunum meðfæddur? Eru strákar og stelpur allt frá fæðingu með ólíka hæfileika sem veldur því að þau velja sér mismunandi starfsgreinar? Eða má rekja þennan mun til kynbundinnar félagsmótunar þar sem við lærum að það er karlmannlegt að vera stór og sterkur og kvenlegt að vera lítil og sæt? Kynbundin verkaskipting er fyrir hendi í öllum samfélögum...
Lesa meira
Tryggvi Hallgrímsson

Jafnréttismál í sveitarfélögum

Í febrúar 2008 voru samþykkt ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, lög nr. 10/2008. Í lögum þessum kemur fram með skýrari hætti en áður að Jafnréttisstofu er falið að hafa eftirlit með framkvæmd laganna á sveitarstjórnarstigi.Í 12. grein nýju löggjafarinnar segir að jafnréttisnefndum sveitarfélaga sé skylt að afhenda Jafnréttisstofu skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála innan viðkomandi sveitarfélags.Á undanförnum árum hefur Jafnréttisstofa gert kannanir á jafnréttisáæ...
Lesa meira

Nú árið er liðið í aldanna skaut

Væntanlega mun árið 2008 verða lengi í minnum haft vegna þeirra miklu atburða sem urðu í byrjun október. Þeir munu móta kjör landsmanna á næstu árum en vonandi tekst okkur að komast fyrr út úr kreppunni en spáð er. Á slíkum tímum er mikilvægara en ella að standa vörð um mannréttindi, þar með talið jafnrétti kynjanna. Reynslan kennir okkur að stjórnvöldum og aðilum vinnumarkaðarins hættir til að horfa á atvinnulífið út frá körlum og grípa til aðgerða eins og vegagerðar, brúarsmíða og viðgerða sem...
Lesa meira
Einar Mar Þórðarson

Útrýmum kynbundnum launamun - nú er lag

Á dögunum var kynnt rannsókn sem sýnir að leiðréttur kynbundin launamunur á Íslandi er 19,5%. Þ.e. að teknu tilliti til vinnutíma, starfs, menntunar, aldurs, atvinnugeira, ábyrgðar í starfi og þess hvort fólk er sjálfstætt starfandi eða launþegar eru karlar að jafnaði með 19,5% hærri heildarlaun en konur. Rannsóknin var unnin af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands fyrir Félags- og tryggingamálaráðuneytið. Þetta er í fyrsta skiptið sem gerð er rannsókn sem nær til alls vinnumarkaðarins og þv...
Lesa meira
Svala Jónsdóttir

Mannréttindi kvenna eru ekki munaður

Alþjóðlegt sextán daga átak gegn kynbundu ofbeldi er nú haldið í 18. sinn. Í ár eru 60 ár síðan mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt og því er sextán daga átakið 2008 tileinkað mannréttindayfirlýsingunni og aðgerðum til að tryggja konum þau réttindi sem yfirlýsingin kveður á um. Yfirskrift átaksins að þessu sinni er Mannréttindi kvenna eru ekki munaður og verður sjónunum hér á landi sérstaklega beint að verndun mannréttinda og mannhelgi kvenna í efnahagskreppunni. Hvað er k...
Lesa meira
Lilja S. Sigurðardóttir

Eru kynjaskiptir skólar framtíðin?

Á næsta ári verða tuttugu ár liðin frá því að Margrét Pála Ólafsdóttir, höfundur Hjallastefnunnar, tók við stjórn á nýbyggðum leikskóla, Hjalla í Hafnarfirði. Margt var óvenjulegt í þeirri námskrá sem Margrét Pála lagði upp með fyrir leikskólann en kynjaskiptingin var þó það sem vakti mesta athygli. Nýjar hugmyndir eiga ekki alltaf upp á pallborðið, sérstaklega ekki ef þær ganga gegn tíðarandanum að einhverju leyti. Það tók Hjallastefnuna mörg ár að festa rætur í leikskólamenningu landsins, ...
Lesa meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir

Kvennalandið

Við lifum sérkennilega og sögulega tíma. Allt sem við trúðum á hér á landi er hrunið í einu vetfangi. Hver hefði trúað því að fjármálakerfi okkar gæti fallið um sjálft sig á nokkrum dögum og hver hefði trúað því að á einum mánuði þyrftum við öll að horfast í augu við þá dapurlegu staðreynd að við höfum lifað í blekkingu og einhvers konar gerviheimi á undanförnum árum, heimi sem hefur snúist um græðgi og sérhagsmuni og alls kyns samábyrgð hefur verið ýtt til hliðar? Hugmyndafræði frjálshyggjunnar...
Lesa meira

Kynin í kreppunni

Á þeim erfiðu tímum sem þjóðin gengur nú í gegnum er brýnt að hafa kynjasjónarmið í huga við alla stefnumörkun og aðgerðir sem gripið verður til. Kreppan hefur kynjavídd. Reynslan kennir okkur að ráðamönnum hættir til að einblína á lausnir sem einkum gagnast körlum, svo sem vega- og brúargerð, viðgerðir húsa, virkjanir og verksmiðjur. Atvinnuþátttaka kvenna hér á landi er einhver hin mesta í heimi og það verður að hafa í huga þegar ákvarðanir verða teknar varðandi atvinnusköpun og aðgerðir í k...
Lesa meira
Katrín Anna Guðmundsdóttir

Kvenmannslausir í kulda og trekki

Það er óhætt að segja að nú næði um Ísland. Ekki nóg með að veturinn sé genginn í garð heldur hellist kreppan yfir. Framundan er kuldi og trekkur. Ráðamenn þjóðarinnar sögðu í upphafi kreppunnar að nú þyrftum við að endurskoða okkar gildismat og standa saman. Gallinn á gjöf Njarðar er að það gildismat sem nú skýtur upp kollinum er ekki til þess fallið að efla samstöðu, nema síður sé. 94% karlar Ef rýnt er í þætti og sjónvarpsefni liðinna vikna er ljóst að hið lága hlutfall kvenna í umræðunni...
Lesa meira
Jóhannes Sigurjónsson

Er fyndið að nauðga karlmönnum?

Ung manneskja úr Reykjavík, afar pasturslítil, kynferðislega reynslugrönn, viljalaus og vön að láta að stjórn annarra, ræður sig til starfa á veitinga- og gististað úti á landi. Þar ræður ríkjum drykkfelldur, miðaldra maður, stór, mikill og filefldur og líkast til þjakaður af kynlífssvelti. Veitingamaðurinn voðalegi á landsbyggðinni, misnotar sér aðstöðu sína sem yfirmaður ungu manneskjunnar úr borginni, neytir aflsmunar og nauðgar henni ítrekað, jafnvel daglega. Hið pasturslitla og reynslulausa...
Lesa meira

Jafnréttið og skólinn

Á síðasta ári var þess minnst að 100 ár voru liðin frá því að Danakonungur undirritaði lög sem veittu giftum konum kjósenda í Reykjavík og Hafnarfirði kosningarétt og kjörgengi til sveitastjórna. Þessi lög mörkuðu þáttaskil. Í lok janúar á þessu ári voru 100 ár liðin frá því að fyrstu konurnar voru kjörnar í bæjarstjórn en þá vann fyrsti kvennalistinn sem boðinn var fram hér á landi glæsilegan sigur er hann fékk fjórar konur kjörnar inn í 15 manna bæjarstjórn Reykjavíkur. Reykvískar konur kváðu ...
Lesa meira
Hildur Fjóla Antonsdóttir
23.06.2017

Frá jaðri nær miðju: Á að veita þolendum kynferðisbrota hlutaðild að sakamálum?

Þeir sem hafa aðild að sakamálum er ríkið annars vegar og sakborningur hins vegar. Litið er svo á að refsiákvæði lúti fyrst og fremst að gæslu almannahagsmuna og að varsla þessara hagsmuna sé í höndum framkvæmdarvalds og dómsvalds. Því er ekki gert ráð fyrir að brotaþolar eigi hagsmuna að gæta í þessu sambandi. Það kemur brotaþolum kynferðisbrota oft óþægilega á óvart að þeir eru ekki aðilar að sakamálinu heldur hafa stöðu vitnis. Líkami þeirra og sálarlíf er í raun brotavettvangur og persóna...
Lesa meira

Betur má ef duga skal

Árið 2010 settu íslensk stjórnvöld, í ljósi þess hversu hægt gekk að fjölga konum í stjórnunarstörfum innan atvinnulífsins, ákvæði í lög nr. 2/1995, um hlutafélög, með síðari breytingum, um hlutfall kynja í stjórnun hlutafélaga og átti ákvæðið við um stjórnir fyrirtækja þar sem fleiri en 50 manns starfa á árs grundvelli. Að auki er fyrirtækjum skylt að gæta að kynjahlutföllum við ráðningu framkvæmdastjóra og að senda hlutafélagaskrá upplýsingar um hlutföll kynjanna me...
Lesa meira

101 kvenréttindadagur

Kvenréttindadagurinn er runninn upp í 101 sinn. Það var 19. júní árið 1915 sem Danakonungur undirritað lögin sem veittu íslenskum konum 40 ára og eldri kosningarétt til Alþingis. Haldið hefur verið upp á daginn frá árinu 1916, lengi vel með fjáröflun til Landspítalasjóðsins en íslenskar konur ákváðu að safna fé til byggingar Landspítala í minningu kosningaréttarins.    Ég hef stundum velt því fyrir mér hvað gömlu kempurnar Ólafía Jóhannsdóttir, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Ingibjö...
Lesa meira