Fréttir

Kynjuð kreppa

Fimmtudaginn 8. apríl heldur Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, fyrirlestur er nefnist „Kynjuð kreppa – karlar og konur í ljósi hagfræðilegrar greiningar“. Í erindi sínu skoðar Katrín hvort fjármálakreppan hafi mismunandi áhrif á karla og konur og við hverju má búast á næstu misserum. Sem dæmi má nefna að atvinnuleysi karla jókst mun hraðar en kvenna á fyrstu mánuðum kreppunnar, en ekki er ólíklegt að atvinnuleysi kvenna muni aukast á næstunni. Þá veltir hún fyrir sér hvort rekja megi upphaf kreppunnar til mismunandi áhættuhegðunar kvenna og karla.