Fréttir

Eru kvótar og sértækar aðgerðir aumingjahjálp fyrir konur?

Jafnréttisstofa og Háskólinn á Akureyri boða til fyrsta jafnréttistorgs vetrarins miðvikudaginn 8. október kl. 12 á hádegi. Þorgerður Einarsdóttir, doktor í félagsfræði og dósent í kynjafræði við Háskóla Íslands, fjallar um kynjakvóta og sértækar aðgerðir undir yfirskriftinni: „Eru kvótar og sértækar aðgerðir aumingjahjálp fyrir konur?“

Kynjadagar í Listaháskóla Íslands

Kynjadagar Listaháskóla Íslands eru haldnir vikuna 6. október - 10. október. Dagskráin er helguð kynjunum og kynjaímyndum. Nemendur Listaháskólans og listamenn kynna verk tengd kynjafræðum og verða með innlegg. Kynjadagar LHÍ eru haldnir að frumkvæði jafnréttisnefndar skólans.