Aukin áhersla á jafnrétti og þrýstingur frá kvennahreyfingunni hafa ráðið úrslitum um að konum hefur fjölgað í stjórnmálum á Norðurlöndum undanfarin 15 ár. Í atvinnulífinu ráða karlar þó lögum og lofum enn sem fyrr. Þetta kemur fram í viðamiklu norrænu rannsóknaverkefni um kyn og völd í stjórnmálum og atvinnulífi. Kyn og völd er fyrsta verkefnið þar sem valdastöður í stjórnmálum og atvinnulífi í norrænu ríkjunum og sjálfstjórnarsvæðum eru kortlagðar og bornar saman. Tuttugu fræðimenn hafa rannsakað þróunina á undanförnum 15 árum og lagt mat á aðgerðir sem gripið hefur verið til í jafnréttismálum. Norræna kvenna- og kynjarannsóknastofnunin, NIKK, sá um framkvæmd rannsóknarinnar að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar.
25.05.2010
Vestnorræn kvennaráðstefna fer fram mánudaginn 7. júní í Þjóðmenningarhúsinu frá kl. 09:30-16:30.
21.05.2010
Fyrirtækjum þar sem bæði konur og karlar eru í stjórn fækkaði um 16 á síðasta ári. Hlutfall fyrirtækja með bæði kyn í stjórn er nú 14% en var 15% á árinu 2008. Þetta kom fram á aðalfundi FKA Félags kvenna í atvinnurekstri og í fréttum Mbl. í gær. Þetta gerist þrátt fyrir að á síðasta ári hafi verið skrifað undir samstarfssamning milli FKA, Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins um að þessir aðilar myndu hvetja til og leggja áherslu á að fjölga konum í forystusveit í íslensku viðskiptalífi.
20.05.2010
Hvernig fjölskylduform eru viðurkennd í norrænni velferðarstefnu? Hvaða fjölskyldugildum og hvernig sambýlisformi er veittur forgangur í fjölmenningarsamfélagi nútímans? Væri orlof í hlutastarfi vænleg leið að auknu jafnrétti kynjanna? Leitað var svara við þessum spurningum og mörgum öðrum á norrænni ráðstefnu um foreldraorlof umönnunarstefnu og stöðu kynjanna á Norðurlöndum, sem fram fór í Reykjavík 22. október 2009.
20.05.2010
Hagstofa Íslands hefur tekið saman tölur um starfsfólk í leikskólum í desember 2009 og gefið út hefti í ritröðinni Hagtíðindi. Þegar litið er á kynjahlutfall starfsmanna í leikskólum eru konur í miklum meirihluta. Af öllum starfsmönnum leikskóla eru 222 karlmenn eða 4% starfsmanna og eru í 4% stöðugilda.
19.05.2010
Heilbrigðisráðuneytið hefur tilnefnt þrjú verkefni sem sín fyrstu tilraunaverkefni til þess að svara óskum um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð. Verkefnin fela í sér að biðlistar eftir hjartaþræðingu og liðskiptaaðgerðum og forvarna- og gæðastyrkir verða skoðaðir út frá sjónarhorni kynjajafnréttis.
17.05.2010
Knattspyrnudeild Breiðabliks hlaut jafnréttisviðurkenningu Kópavogsbæjar sem afhent var á föstudag. Í umsögn jafnréttisnefndar bæjarins segir að Breiðablik hafi frá upphafi verið í fararbroddi í knattspyrnu kvenna og að það sé eina félagið sem hafi verið með á Íslandsmóti kvenna í knattspyrnu óslitið frá upphafi.
17.05.2010
Bandaríski metsölurithöfundurinn Barbara Ehrenreich verður aðalfyrirlesari á Tengslaneti V-Völd til kvenna ráðstefnunni sem haldin er 27 28 maí næstkomandi. Ehrenreich þykir einn róttækasti samfélagsgagnrýnandi sem nú er á ritvellinum. Bók hennar Nickel and Dimed var í ár valin ein af tíu bestu bókum síðasta áratugar á sviði rannsóknarblaðamennsku af blaðamannstofnun New York háskóla. Annar aðalfyrirlesara nú er Dr. Sigríður Benediktsdóttir, einn höfunda rannsóknarskýrslunnar, en hún mun leggja út af þema ráðstefnunnar um hugrekki í erindi sínu um aðdraganda og eftirmála hrunsins. Um 30 aðrar konur eru með framsögur á ýmsum sviðum.
12.05.2010
Fimmtudaginn 6. maí heldur Halldór Oddsson, lögfræðingur (hdl.), fyrirlestur er nefnist Óbein kynjamismunum hugtakið í evrópurétti og íslenskum rétti . Fyrirlesturinn verður haldinn í Öskju, stofu 132, kl. 12.25-13.25. Í fyrirlestrinum mun Halldór fjalla um jafnrétti út frá skilningi lögfræðinnar en jafnréttishugtakið er jafnan skilgreint á tvo vegu, þ.e. formlegt jafnrétti annars vegar og efnislegt jafnrétti hins vegar. Viðurkenning á því að mismunun geti verið óbein jafnt sem bein fól í sér stórt framfaraskref í baráttunni fyrir efnislegu jafnrétti þar sem að dómstólum var í raun gefið leyfi til að meta raunveruleg mismununaráhrif aðgerða.
05.05.2010
Í lokaumræðum vetursins býður UNIFEM þér í bíó en dagskráin hefst með sýningu heimildamyndarinnar Börn til sölu eftir Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur fréttakonu. Myndin fjallar um þær tugþúsundir kambódískra stúlkna sem seldar eru mansali á hverju ári. María Sigrún svarar spurningum að sýningu lokinni og þá tekur Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir framkvæmdastýra UNIFEM við og segir okkur af starfi UNIFEM í Kambódíu og nýlegri ferð sinni þangað. Sýning á heimildarmyndinni Börn til sölu hefst kl. 12 en umræður taka við kl. 13 Hvort tveggja verður í húsnæði Miðstöðvar SÞ að Laugavegi 42, sunnudaginn 2. maí.
30.04.2010