Jafnréttisstofa gefur út dagatal í ár í tilefni þess að í haust eru liðin 15 ár frá kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking. Þar var samþykkt viðamikil framkvæmdaáætlun í málefnum kvenna Pekingáætlunin sem nær yfir tólf málaflokka, allt frá fátækt kvenna og stöðu þeirra á átakasvæðum til menntunar, heilsu og aukinna valda.
06.01.2010
Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna (CEDAW), um afnám allrar mismununar gegn konum, er 30 ára í dag 18. desember.
06.01.2010
Starfsfólk Jafnréttisstofu óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
23.12.2009
Ekki má eingöngu líta á konur sem þolendur loftslagsbreytinga, heldur sem mikilvæga gerendur við lausn vandans, sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra í opnunarávarpi sem hún hélt í gær í málstofu sem haldin var á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn, sem bar yfirskriftina Konur sem afl til breytinga.
17.12.2009
Næstkomandi föstudag, 18. desember, flytur Dr. Elisabeth Klatzer opinn fyrirlestur um kynjaða fjárlagagerð (Gender Responsive Budgeting) í stofu 101, Lögbergi, kl. 12:00-13:00 á vegum GET, Alþjóðlegs jafnréttisseturs.
15.12.2009
Fjölmenni var á hátíðardagskrá í tilefni af lokadegi 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi og degi Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna á Akureyri í gær.
11.12.2009
Jafnréttisráð hefur sent frá sér ályktun um þar sem varað er við þeim hugmyndum sem fram hafa komið um skerðingu fæðingarorlofs.
10.12.2009
Í tilefni af lokadegi 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi og degi Mannréttinda- yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna verður flutt hátíðardagskrá kl. 16:15 í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri en þaðan verður haldið að Ráðhústorgi þar sem samstaða gegn kynbundnu ofbeldi fer fram.
09.12.2009
Háskólinn á Akureyri og Símenntun Háskólans á Akureyri bjóða upp á námskeið um kynbundið ofbeldi, vanrækslu og illa meðferð. Námið er kennt á komandi vormisseri og gefst nemendum kostur á fjarkennslu til Ísafjarðar, Egilsstaða, Selfoss og Hafnarfjarðar.
04.12.2009
Jafnréttisstofa stendur fyrir opnu námskeiði um kynjasamþættingu þann 14. desember nk. Námskeiðið fer fram á Hótel Reykjavík Centrum frá kl. 13:00 - 16:00.
03.12.2009