Fréttir

Breið samstaða um aðgerðir gegn kynbundnum launamun

Stjórnvöld og samtök aðila vinnumarkaðarins hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf til að eyða kynbundnum launamun sem enn er viðvarandi vandi á innlendum vinnumarkaði.

Aðgerðaáætlun um launajafnrétti kynjanna

Í desember 2011 skipaði velferðarráðherra framkvæmdanefnd um launajafnrétti kynjanna sem meðal annars var falið að samhæfa aðgerðir til að draga úr launamisrétti kynja og vinna að gerð tímasettrar aðgerðaáætlunar. Var þetta gert í samræmi við þingsályktun um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum samþykkt var á liðnu ári. Aðgerðaáætlunin var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar 28. september síðastliðinn.

Morgunverðarfundur um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs

Velferðarráðuneytið í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu boðar til morgunverðarfundar um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs á Grand hóteli þriðjudaginn 20. nóvember klukkan 8-10:30. Fundurinn er skipulagður af vinnuhópi um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs sem nú starfar í velferðarráðuneytinu. 

Dagur gegn einelti

Á morgun 8. nóvember verður haldinn sérstakur baráttudagur gegn einelti hér á landi þar sem þjóðin er hvött til að standa saman gegn einelti í samfélaginu ekki síst í skólum og á vinnustöðum. Í tengslum við daginn eru allir hvattir til að skrifa undir þjóðarsáttmála gegn einelti, sem er aðgengilegur á heimasíðunni www.gegneinelti.is.

Félagsvísinda- og jafnréttistorg HA - Rannsókn á íslenska lífeyriskerfinu

Steinunn Rögnvaldsdóttir, MA í kynjafræði, mun kynna rannsókn sína á íslenska lífeyriskerfinu, á morgun miðvikudaginn 7. nóvember í stofu M102. Torgið hefst klukkan tólf og stendur til eitt. Rannsóknir á lífeyriskerfinu frá kynjafræðilegu sjónarhorni varpa ljósi á hvernig staða kvenna á ellilífeyri ber mark áratuga kynjamismununar í íslensku samfélagi. Ólaunuð heimilisstörf kvenna, kynbundinn launamunur og kynskiptur vinnumarkaður ásamt fleiri þáttum hafa myndað gjá milli lífeyrisgreiðslna karla og kvenna.