Fréttir

Jafnrétti í skólastarfi

Árleg vorráðstefna Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri (MSHA) verður haldin 1. apríl n.k. í samstarfi við Jafnréttisstofu. Þema ráðstefnunnar er jafnrétti í skólastarfi.Samkvæmt gildandi menntastefnu er markmið jafnréttismenntunar að skapa tækifæri fyrir alla til að þroskast á eigin forsendum, rækta hæfileika sína og lifa ábyrgu lífi í frjálsu samfélagi í anda skilnings, friðar, umburðarlyndis, víðsýnis og jafnréttis. Í skólastarfi skulu allir taka virkan þátt í að skapa samfélag sem byggir á þessum gildum. 

Jafnréttisráðherra fundar með jafnréttisstýru

Þorsteinn Víglundsson nýr ráðherra jafnréttismála átti fund með Kristínu Ástgeirsdóttur framkvæmdastýru Jafnréttisstofu fyrr í vikunni. Til umræðu voru helstu verkefni sem framundan eru á sviði jafnréttismála  með áherslu á jafnrétti á vinnumarkaði og innleiðingu jafnlaunastaðals.