Fréttir

Námskeið vegna vottunar jafnlaunakerfa

Endurmenntun Háskóla Íslands í samstarfi við velferðarráðuneytið stendur fyrir þriggja daga námskeiði um vottun jafnlaunakerfa í desember. Skráning er hafin.

Samningur um birtingu Jafnlaunastaðals

Velferðarráðuneytið og Staðlaráð Íslands hafa gert með sér samstarfssamning sem tryggir almennan aðgang að Jafnlaunastaðlinum ÍST 85. Með samningnum er brugðist við áliti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í aðdraganda lagasetningar um skyldu til vottunar jafnlaunakerfa.

Jafnrétti kynjanna í heiminum: Ísland í fyrsta sæti 9. árið í röð

Hvergi í heiminum mælist meiri jöfnuður milli kynjanna en á Íslandi samkvæmt mælingum Alþjóðaefnahagsráðsins árið 2017 og trónir Ísland í efsta sæti 9. árið í röð. Í kynningu á niðurstöðunum er sérstaklega fjallað um hvað ræður góðri frammistöðu Íslendinga á þessu sviði.

Viðgengst einelti eða kynbundið ofbeldi á þínum vinnustað?

Hjördís Sigursteinsdóttir, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri var með áhugavert erindi í málstofu Viðskiptafræðideildar sl. föstudag þar sem hún fjallaði um einelti og kynbundið ofbeldi á vinnustað. Hjördís kynnti niðurstöður rannsókna á þessu sviði og sagði mikilvægt að auka umræðu um vinnutengt ofbeldi.

Jafnréttisviðurkenning Jafnréttisráðs

Í dag afhenti Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs við hátíðlega athöfn í Hannesarholti. Í þetta sinn voru það tveir aðilar sem hlutu viðurkenninguna en báðir aðilar hafa skarað fram úr á sviði jafnréttismála þó á mjög ólíkan hátt. Þetta eru Hafnarfjarðarbær og Druslugangan.

Mikill áhugi á samvinnu í heimilisofbeldismálum

Jafnréttisstofa hélt þéttsetna ráðstefnu um samvinnu í heimilisofbeldismálum og ljóst að áhugi er mikill á að takast á við heimilisofbeldismál á þverfaglegum grunni. Ráðstefnan er hluti af verkefni Jafnréttisstofu Byggjum brýr – brjótum múra sem styrkt er af ESB. Þátttakendur ráðstefnunnar komu frá öllum landsfjórðungum og úr ýmsum geirum samfélagsins. Nú eru glærur fyrirlesara aðgengilegar.

Jafnréttisdagar í fullum gangi

Jafnréttisdagar í Háskóla Íslands standa yfir dagana 9.-20. október 2017. Jafnréttisdagar tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis og femínisma og skoða fjölbreytileika, forréttindi, þöggun, jafnréttisbaráttu, vald og mismunun. Áhersla er lögð á þau tækifæri sem skapast með því að setja hugmyndir um normið – hið „eðlilega“ – og hið undirskipaða undir smásjána.

Barber shop ráðstefna í Kaupmannahöfn - Equality at home and at work

Norræna ráðherranefndin stendur fyrir Barber shop ráðstefnu í Kaupmannahöfn á morgun, 12. október, sem ber yfirskriftina Equality at home and at work - Mobilizing men and boys for gender equality.

Katrín Björg Ríkarðsdóttir skipuð framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu

Þorsteinn Víglundsson, ráðherra félags- og jafnréttismála, hefur skipað Katrínu Björgu Ríkharðsdóttur framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu til næstu fimm ára. Ákvörðun um skipun hennar er í samræmi við mat ráðgefandi nefndar sem mat hæfni umsækjenda.

Byggjum brýr - brjótum múra

Þann 4. október nk. býður Jafnréttisstofa til ráðstefnu um heimilisofbeldi. Ráðstefnan er hluti af verkefni styrktu af ESB sem Jafnréttisstofa vinnur í samstarfi við Akureyrarbæ, Dómsmálaráðuneyti, Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Lögregluna á Norðurlandi eystra, Reykjavíkurborg, Ríkislögreglustjóra og Velferðarráðuneyti. Þessi ráðstefna er sú fyrsta af þremur ráðstefnum sem haldnar verða í tengslum við verkefnið.