Fréttir

Vel heppnuð málstofa um kyn og sveitarstjórnarmál

Jafnréttisstofa og Samband íslenskra sveitarfélaga stóðu fyrir málstofu um kyn og sveitarstjórnarmál á Fundi fólksins sem fram fór á Akureyri 8. og 9. september sl. Þátttakendur voru almennt sammála um mikilvægi þess að konur jafnt sem karlar beittu sér á vettvangi sveitarstjórnarmála. Málsstofustjóri var Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri á Dalvík.

Starf lögfræðings á Jafnréttisstofu

Jafnréttisstofa auglýsir laust til umsóknar starf lögfræðings í fullt starf. Í boði er krefjandi starf í frjóu umhverfi sérfræðinga á sviði jafnréttis- og mannréttindamála þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði.

Skiptir kyn máli í bæjarpólitík?

Hver eru tækifærin og hverjar eru hindranirnar þegar kemur að pólitískum völdum kvenna á sveitarstjórnarstigi? Jafnréttisstofa ásamd Sambandi íslenskra sveitarfélaga stendur að áhugaverðri málstofu um sveitarstjórnarmál á Fundi fólksins þann 8. september nk. Málstofan er haldin í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri og hefst klukkan 16:00.

Vitni í eigin máli: Upplifanir þolenda kynferðisbrota af lagalegri stöðu sinni og réttindum

Hildur Fjóla Antonsdóttir, doktorsnemi í réttarfélagsfræði við Háskólann í Lundi, flytur fyrsta erindið í hádegisfyrirlestraröð RIKK. Nefnist það „Vitni í eigin máli: Upplifanir þolenda kynferðisbrota af lagalegri stöðu sinni og réttindum“, fimmtudaginn 7. september, kl. 12-13 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar

JAFNRÉTTISDAGUR MOSFELLSBÆJAR verður haldinn hátíðlegur í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar (FMos), mánudaginn 18. september 2017 kl. 15.30-18.00.

Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar

Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Jafnréttisráðs fyrir árið 2017. Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttiskynja. Rökstuðningur vegna tilnefningar skal fylgja með. Einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök geta hvort heldur tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum. Til að koma til álita við veitingu Jafnréttisviðurkenningarinnar þarf viðkomandi aðili að vera tilbúinn að taka á móti fulltrúum Jafnréttisráðs og svara spurningum þess.

Landsfundur sveitarfélaga um jafnréttismál

Föstudaginn 15. september n.k. boðar Jafnréttisstofa í samstarfi við Stykkishólmsbæ til árlegs landsfundar sveitarfélaga um jafnréttismál. Á fundinum, sem haldinn er á Hótel Stykkishólmi, verður fjallað um kynjamyndir í ferðaþjónustu, kynjajafnrétti í íþróttum, samstarfsverkefni gegn ofbeldi í nánum samböndum og farið yfir stöðu jafnréttismála í sveitarfélögum og skólum. Þorsteinn Víglundsson jafnréttisráðherra mun ávarpa fundinn.

Frá Rauðsokkum til brjóstabyltingar - hvar stöndum við nú?

Málþing Jafnréttisstofu 31. ágúst kl. 13.30-16.45. Nú um mánaðarmótin lætur Kristín Ástgeirsdóttir af störfum sem framkvæmdastýra Jafnréttisstofu eftir tíu farsæl ár. Í tilefni þess boðar Jafnréttisstofa til málþings fimmtudaginn 31. ágúst frá kl. 13.30 til 16.30 í Veröld - húsi Vigdísar Finnbogadóttur. Málþingi er öllum opið en hægt er að skrá sig með því að senda póst á jafnretti[at]jafnretti.is

Grunnnámskeið Tabú um mannréttindi, fordóma og margþætta mismunun

Fyrir fatlað og langveikt fólk af öllum kynjum. Grunnnámskeið Tabú er fyrir fatlað og langveikt fólk af öllum kynjum. Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig okkur líður þegar réttindi okkar eru brotin vegna þess að við erum langveik og/eða fötluð og mögulega einnig vegna annarra þátta, t.d. af því erum hinsegin, af erlendum uppruna, konur eða kynsegin.

Frá Rauðsokkum til brjóstabyltingar - hvar stöndum við nú?

Jafnréttisstofa efnir til málþings fimmtudaginn 31. ágúst kl. 13.30-16.30 í Veröld - húsi Vigdísar Finnbogadóttur. Yfirskriftin er frá Rauðsokkum til brjóstabyltingar - hvar stöndum við nú? Fræða- og baráttufólk lítur yfir farinn veg og veltir fyrir sér hvar við stöndum nú í jafnréttisbaráttunni á því "herrans" ári 2017.